Ríkisstjórn fundar í hádeginu,fjárlaganefnd eftir hadegi

Ríkisstjórnin mun funda um Icesave-málið á hádegi í dag en niðurstaða er kominn í viðræðum Íslendinga við Breta og Hollendinga um lyktir Icesave samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis.

Ekki er ljóst hver niðurstaðan er og hvort fallið verður frá einhverjum af þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í haust. Það má þó búast við því.

Áætlað er að fjárlagafundur verði haldinn eftir hádegi og svo í kjölfarið má búast við blaðamannafundi um stöðu mála.

Þangað til mun ríkisstjórnin kynna samningsniðurstöðuna fyrir stjórnarandstöðunni og öðrum sem þarf að kynna málið fyrir.(visir,is)

Það er útlit fyrir tíðindasaman sunnudag í pólitíkinni.Stóra málið er hvort ríkisstjórnin hefur meirihluta á alþingi fyrir þeirri lausn sem nú er fengin. Talið er að svo sé.Verður fróðlegt að heyra útskýringar ráðherra á því samkomulagi,sem nú liggur á borðinu. Menn eru orðnir hundleiðir á þessu máli og vilja koma því frá og flestir telja,að það sé farið að torvelda eðllega endurreisn efnahagslífsins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband