Bjarni Ben. útilokar ekki aðild að ESB

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Útvarps Sögu í vikunni. M.a. var rætt um ESB. Pétur Gunnlaugsson þáttastjórnandi þjarmaði mjög að Bjarna í því máli. Spurði hann Bjarna ítrekað hvort hann væri ekki andvígur Lissabonsáttmálanum og hvort hann væri ekki andvígur ESB pólitískt.Bjarni fékkst ekki til þess að samþykkja það. Hann vildi greinilega ekki útiloka aðild að ESB síðar. Hann sagði að Ísland ætti mikil og góð samskipti og viðskipti við Evrópu,En hann vísaði í landsfundarsamþykkt íhaldsins og sagði að samþykkt hefði verið að  hagsmunum Íslands væri betur borgið utan ESB en innan.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég hef aldrei útilokað að Ísland gengi einhverntímann i ESB. Ég hef aftur á móti verið andvíg aðildarumsókn núna. Eftir því sem ég skoða málin og kynni mér þau betur hallast ég frekar að því að hafna aðild alfarið. Loftur kom með mjög góða greiningu núna þar sem hann sýnir fram á að við höfum ekki efni á aðild að ESB vegna nýrra tilskipana til ríkisábyrgða aðildarlandanna á innistæðutryggingasjóðum. Tilskipanirnar eru arfavitlausar og myndu í raun krefjast þess að Ísland þyrfti að leggja 6000 milljarða inn í innlánstryggingasjóð og að í framtíðinni verði útilokað að einkaaðilar reki fjármálastarfsemi innan ESB. Þessi reglugerðarsetning sýnir ennfremur svart á hvítu að ESB veit að Íslandi ber ekki að tryggja innlánstryggingasjóðinn. Leyfi mér að benda á grein Lofts Altice á blog.is

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband