Sunnudagur, 18. október 2009
Gylfi: Greiðslubyrðin breytist ekki
Ríkisstjórnarfundi lauk fyrir stundu en ráðherrar vildu ekkert tjá sig efnislega um Icesave en niðurstaða er kominn í málið á milli Íslands, Hollands og Bretlands.
Athygli vakti þegar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði við fjölmiðlamenn að afsögn heilbrigðisráðherra, Ögmundar Jónassonar, hefði greikkað fyrir samkomulaginu sem nú hefur náðst.
Össur sagði að niðurstaðan væri auðvitað grautfúl hún væri engu að síður viðunandi.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði að greiðslubyrðin myndi ekki breytast þrátt fyrir nýtt samkomulag. Því þarf þjóðin ekki að taka á sig þyngri byrðar að hans mati.
Fjármálaráðherrann sjálfur, Steingrímur J. Sigfússon var ánægður með fundinn þegar hann kom út. Hann sagði að samstaða væri um málið.
Nú verða haldnir þingflokksfundir stjórnarflokkanna. Vinstri grænir funda í Moggahöllinni en Samfylkingin hittist á Alþingi. Klukkan tvö verður svo haldinn fundur í fjárlaganefnd.
Klukkan fjögur verður fréttafundur haldinn í þinghúsinu þar sem niðurstaðan verður kynnt.(visir,is)
Nokkuð eru fréttir af samkomulaginu misvísandi. Sennilega koma ekki áreiðanlegar fréttir fyrr en á blaðamannafundi síðar í dag.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.