Ásættanleg niðurstaða um Icesave

Fréttafundi var að ljúka á Alþingi um nýtt Icesave-samkomulag en að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur þá verður skrifað undir sameiginlegt samkomulag Íslands, Bretlands og Hollands á morgun. Þá mun einnig verða gefin út sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra allra landanna.

Það sem mestu skiptir í yfirlýsingunni er að lagalegur vafi á réttmæti þess að Íslendingar eigi að ábyrgjast reikninganna er viðurkenndur.

Þá fallast Hollendingar og Bretar á alla þá fyrirvara sem lúta að sjálfstæði þjóðarinnar.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á fundinum að niðurstaðan sem liggur fyrir sé ásættanleg og lengra hafi málið ekki komist. Í hennar hugar er það mikilvægt fyrir hagsmuni þjóðarinnar að klára þetta mál heldur en að skilja það eftir í uppnámi.

Með undirskriftinni á morgun þýðir að það losnar bæði um Norðurlandalánin sem og endurreisnaráætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að sögn Jóhönnu. Það mun svo aftur hafa jákvæð áhrif á stöðugleikasáttmálann þar sem Seðlabanki Íslands getur þá farið að lækka stýrivexti og draga úr gjaldeyrishöftum.

Hún sagðist búast við því að stjórn AGS muni taka fyrir mál Íslands á fundi í þessum mánuði.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að niðurstaðan hafi verið harðsótt. Það hafi ekki náðst sátt fyrr en á allra síðustu dögum.

Þá sagði Steingrímur að niðurstaðana felur í sér að gerður verði viðaukasamingur við Icesave-samninginn. Inn í hann verða fyrirvararnir sem samþykktir voru í lok ágúst á Alþingi, færðir.

Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem koma að sjálfstæði þjóðarinnar og eignum hennar svo sem orkulindunum. (visir,is)

Ég er sáttur við þessa niðurstöðu miðað við aðstæður.

 

Björgvin  Guðmundssin




 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband