Ögmundur: ASÍ samþykkti kröfur AGS um niðurskurð á velferðarkerfinu

Ögmundur Jónasson þingmaður og fráfarandi formaður BRSB flutti mikjla ræðu á þingi BSRB í gær. Þar gagnrýndi hann forustu ASÍ fyrir að leggja blessun sína yfir kröfur AGS um stórfelldan niðurskurð í velferðarkerfinu. Hann lagði til,að lífeyrissjóðornir lánuðu til velferðarinnar svo ekki þyrfti að skera jafnmikið niður  í velferðarmálum.

Mér hefur fundist undarlegt hvað ríkisstjórnin hefur verið fús til þess að skera niður í velferðarmálum t.d. í málefnum aldraðra og öryrkja. Ögmundur hefur ef til vill  komið með skýringuna í gær: ASÍ samþykkti niðurskurðinn og þá stóð ekki á ráðherrum Samfylkingar. En ASÍ fékk kauphækkun fyrir sitt fólk á sama tíma og laun  aldraðra og öryrkja voru skorin niður. Er þetta sæmandi "félagshyggjustjórn"  .

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband