Kreppan: Botninum náð snemma á næsta ári

Hagdeild ASí spáir því að landsframleiðsla dragist saman um ríflega 8% í ár en botninum verði náð á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og efnahagslífið fari þá að rísa að nýju. Þetta kemur fram í nýrri hagspá sem kynnt verður á ársfundi ASÍ .

Í spánni segir að verði ekki af stóriðjuframkvæmdum eða einkaframkvæmdum hafi það veruleg áhrif á niðurstöður spárinnar. Þannig gæti hagvöxtur minnkað um 5 prósentustig á spátímanum ef ekki verður af byggingu álvers í Helguvík og stækkun í Straumsvík.  

Í síðustu spá hagdeildar ASÍ, sem birt var í júní, var því spáð að landsframleiðsla myndi dragast saman um 10,2% á þessu ári og 1,1% á árinu 2010.

Samkvæmt spá hagdeildar ASÍ verður atvinnuástandið hvað verst á árunum 2010 og 2011 eða yfir 10% á næsta ári og 9,2% 2011.  „Það er því mikilvægt að ráðast í bráðaðgerðir sem taka með skjótum hætti á vandanum – en sem jafnframt geta lagt grunn að öflugum hagvexti til lengri tíma. Einkum hljótum við að horfa til mannaflsfrekra framkvæmda, hvort heldur er á vegum hins opinbera eða tengdar stóriðju. Dragist það þar til efnahagslífið fer að rétta úr kútnum er hætta á að við förum fljótt úr slaka í ofþenslu. Þá er stutt í að við endurtökum hagstjórnarmistök fortíðarinnar," segir í hagspánni. (mbl.is)

Spá ASÍ leiðir í ljós,að ástandið er heldur betra en búist var við,atvinnuleysi er minna og samdráttur þjóðarframleiðslu minni. Vonandi gengur spá ASÍ eftir.

 

Björgvin Guðmundsson


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband