Þá hefði ekki orðið neitt Icesave klúður

Steingrímur J.Sigfússson fjármálaráðherra fylgdi úr hlaði nýju frv, um  Icesave í morgun.Hann  rakti aðdraganda málsins og leiddi rök að því að íhald og framsókn hefðu átt stærsta þáttinn í því að mynda Icesave klúðrið.Steingrímur sagði,að formenn stjórnarflokkana,sem stóðu að einkavæðingu bankanna bæru mestu ábyrgðina, þ.e. þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.Steingrímur sagði,að VG hefði lagst gegn einkavæðingu bankanna  og hann kvaðst hafa lagt til að Landsbankinn yrði áfram í eigu ríkisins. Ef farið hefði verið að þessum ráðum hefði ekki orðið neitt Ice save klúður,sagði Steingrímur.

Ég er sammála Steingrími.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband