Öll 2500 svörin hafa verið send til ESB

Íslensk stjórnvöld skiluðu í dag inn svörum við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem er hluti af samræmdu umsóknarferli að ESB samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Þar segir ennfremur að öll ráðuneyti stjórnarráðsins og fjöldi undirstofnana hafi unnið að svörunum sem telja rúmlega 2600 blaðsíður, auk fylgiskjala, samtals 8870 síður.

Á grundvelli svara íslenskra stjórnvalda mun framkvæmdastjórnin gefa leiðtogaráði ESB álit sitt á hvort Ísland uppfylli viðmið til að verða formlegt umsóknarríki að Evrópusambandinu.

Spurningar framkvæmdastjórnarinnar eru rúmlega 2500 talsins og eru viðamikil kortlagning á gildandi löggjöf og framkvæmd hennar, stjórnsýslu málaflokka og stefnumörkun á fjölda sviða. Svörin eru staðreyndalýsingar en lúta ekki að samningsmarkmiðum Íslands.

Í tilkynningunni segir að vinna við svörin hafi gengið hratt og vel en um sex vikur eru liðnar síðan Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB, afhenti íslenskum stjórnvöldum spurningalistann hinn 8. september síðastliðinn.

Þá segir í tilkynningu að sérfræðingar bæði innan og utan stjórnsýslunnar hafi unnið að svörunum.

Náið samráð var haft við starfshóp utanríkismálanefndar um Evrópumál. Einnig var samráð haft við félagasamtök og hagsmunaaðila, t.d. Bændasamtökin, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, Neytendasamtökin, talsmann neytenda og sérfræðinga úr háskólasamfélaginu, sem fóru yfir svörin.

Framkvæmdastjórn ESB hefur hafið vinnu við yfirferð svaranna og verður áframhaldandi samráð og samskipti við fulltrúa hennar eins og þarf á meðan á vinnslu álits framkvæmdastjórnarinnar stendur.

(visir,is)

Ljóst er,að það hefur verið gengið rösklega til verks við að svara öllum 2500 spurningum ESB.Svörin hafa öll verið send og það má lesa þau á veg ráðuneytisins.

 

Björgvin Guðmundsson



 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband