Mánudagur, 26. október 2009
Var Árni Páll of stórorður?
Ræða Árma Páls Árnasonar,félagsmálaráðherra,á þingi ASÍ var mjög athyglisverð og að mörgu leyti góð. En ræðan hefur vakið miklar deilur.Árni Páll sagði,að við mættum ekki verða ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds á sama hátt og við hefðum elt sérhagsmuni bankadrengjanna og útrásargosanna á undanförnum árum. Spurning er hvort Árni Páll var hér of stórorður.Víst er það rétt hjá honum, að við megum ekki hugsa eingöngu um stóriðju við atvinnuuppbyggingu og álfyrirtæki og útgerð verða að taka sanngjarnan þátt í framlagi til samfélagsins í formi skatta nú þegar erfiðleikar eru og þessir aðilar hafa notið góðs af lágri gengisskráningu.Árni Páll hefur viljað að það yrði tekið eftir ræðu hans og það tókst. Boðskapur hans komst til skila. Mín skoðun er þessi: Við þurfum á öllu að halda við enduruppbyggingu Íslands:Öflugri útgerð,stóriðnaði og smáiðnaði, nýsköpun,hátækniiðnaði,landbúnaði o.fl.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Athugasemdir
Björgvin. einfaldasta og besta aðferðin til að auka þjóðartekjur án lántöku - er að auka fiskveiðar - t.d. um 10-20% strax - og láta svo framkvæma endurmat á stofnstærð allra bolfiskistofna hérlendis - svipað og Rússar gerðu í Barentshafi með frjálsum veiðum 20 togara í 6 mánuði....
... sjá http://skip.vb.is/frettir/nr/9907 - en við eigum að gera þetta með mun stærri úttekt... t.d.
Þessi tiltekni floti - valinn eftir umsóknum - myndi gera heildarúttekt á endurmati á stofnstærð fiskistofna hérlendis.
Stjórnun málsins væri á vegum sérstakrar verkefnisstjórnar sem væri 5 manns:
Björgvin - þér er annt um þjóðarhag - þú hefur oft sýn það í skrifum þínum. Vinsamlega taka til hendinni - og láta koma þessu til framkvæmda 1 janúar 2010.
Fjármögnun verkefnis:
Niðurstaða verkefnis:
Samningur kveði á um að verkefnisstjórn skili niðurstöðu verkefnisins fyrir 15 ágúst 2010 og fiskveiðar verði auknar samkvæmt nýjum niðurstöðum -fyrir 1. september 2010
Björgvin - söfnum liði - og björgum fjárhag þjóðarinnar með auknum fiskveiðum!
Kristinn Pétursson, 26.10.2009 kl. 11:22
Sæll Kristinn!
Ég er sammála þér.
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.