Fimmtudagur, 29. október 2009
Jóhanna ánægð með framvindu mála
Tveir áfangar á leið til endurreisnar efnahagslífsins náðust í gær og fyrrakvöld. Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á efnahagsáætlun Íslands og framlenging kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir báða þætti mjög mikilvæga fyrir framhaldið. Þetta eru góðir dagar sem sýna okkur að hér er allt á uppleið," sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Með samþykkt AGS fáist lánin frá Norðurlöndunum. Við það styrkist gjaldeyrisforðinn verulega og þannig skapist góð skilyrði til stýrivaxtalækkana. Þetta hefur vonandi áhrif á ákvarðanir Seðlabankans og gefur hugsanlega svigrúm til að losa fyrr um gjaldeyrishöftin."
Jóhanna segir næstu endurskoðun fara fram í desember og þá verði metið hvort þörf sé á öllum þeim lántökum sem áður voru áætlaðar.
Jóhanna er á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Kveðst hún hafa rætt málefni Íslands við norræna starfsbræður sína og lýst óánægju með að Icesave-málið skyldi tengt afgreiðslu AGS og þar með lánveitingum Norðurlandanna. Telur hún raunar að þau samtöl hafi greitt fyrir málum.
Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gáfu í gær út yfirlýsingu um framgang stöðugleikasáttmálans. Með henni eru áform um nýjan orkuskatt tekin til endurskoðunar.
Jóhanna segir það ekki þýða að áformin séu slegin út af borðinu; ætlunin sé að efna til víðtæks samráðs um tekjuöflun ríkissjóðs og áhrif hennar á fólk og fyrirtæki.
Þá segir að kapp verði lagt á að greiða fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu og að úrvinnslu mála sem tengjast þegar ákveðnum stórframkvæmdum verði hraðað. Spurð hvort þetta þýði að öllum hindrunum verði rutt úr vegi Helguvíkurálvers segist Jóhanna vona að úr þeim málum greiðist. Niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna úrskurðar umhverfisráðherra eigi að liggja fyrir á næstu dögum og endanleg niðurstaða í málinu eigi að geta legið fyrir að nokkrum vikum liðnum. - visir.is
Víst er það rétt,að framlenging kjarasamninga og afgreiðsla á láni Íslands hjá AGS eru jákvæðir áfangar. Vonandi verður framhaldið hagstætt þannig,að unnt verði að lækkka stýrivexti og hefja afnám gjaldeyrishafta.
Björgvin Guðmundsson
Síður á vísir.is
Flýtival
Nýtt á Vísi
Hver er uppáhalds árstíminn þinn?
Kjörkassinn
Aðgengisvirkni
RSS Fréttastraumur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.