Hagvöxtur á ný i Bandaríkjunum

 

Landsframleiðslan í Bandaríkjunum jókst um 3,5% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi samkvæmt áætlun þarlenda viðskiptaráðuneytisins. Um er að ræða breytingu frá öðrum til þriðja fjórðungs en sambærileg tala fyrir annan ársfjórðung var samdráttur um 0,7%.

 

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að í tilkynningu var lögð áhersla á að eingöngu væri um bráðabirgðaniðurstöðu að ræða en betri mynd ætti að hafa fengist eftir mánuð.

 

Vöxtur landsframleiðslunnar að þessu sinni kemur í kjölfar fjögurra fjórðunga í röð af samdrætti og þykir því mikið gleðiefni, sérstaklega í ljósi þess að almennt var búist við minni vexti.

 

Eins og við var að búast er vöxturinn að mestu drifinn áfram af samneyslu þar sem bandaríska ríkisstjórnin hefur dælt peningum í hagkerfið með ýmsu móti. Hins vegar jókst einnig einkaneysla og fjárfesting sem gefur bjartsýnisröddum byr undir báða vængi.(visir,is)

Þetta eru ánægjulegar fréttir,þar eð hagkerfið í Bandaríkjunum hefur áhrif um allan heim,þar á meðal hér á landi. Við eigum mikil viðskipti við Bandaríkin enda þótt ESB sé okkar stærsta viðaskiptasvæði.Væntanlega þýðir þetta,að Bandaríkin séu að komast út úr kreppunni.

 

Bjögvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband