Litlar horfur á,að Blair verði forseti ESB

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður að öllum líkindum ekki fyrsti forseti ESB. Evrópskir sósíalistaflokkar höfnuðu í gærkvöld að lýsa yfir stuðningi við hann.

 Brown, forsætisráðherra, hafði eindregið hvatt til stuðnings við Blair. Andstaða sósíalista við Blair er einkum talin tengjast afstöðu hans til Íraksstríðsins og vináttu við George Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þá virðist Blair ekki lengur njóta stuðnings Frakka. Nánasti ráðgjafi Sarcozy, forseta, í utanríkismálum sagði að Blair kæmi vart til greina þar sem Bretar tilheyrðu hvorki evru- né Schengensvæðinu.(ruv.is)

Mér kemur þetta ekki á óvart. Þó Blair sé mjög flínkur stjórnmálamaður gerði hann mikil mistök þegar hann tók sér stöðu við hlið Bush,Bandaríkjaforseta í Írakstríðinu og stóð að innrásinni.Svo virðist sem þessi ákvörðun hans svo og mikil samstaða með Bush sé að fella hann sem fyrsta forseta  ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband