Föstudagur, 30. október 2009
Verður tekinn upp þrepaskiptur tekjuskattur?
Þrepaskiptur tekjuskattur getur ef rétt er á haldið að sumu leyti náð sama tilgangi og hækkun skattleysismarka. Aðalatriðið er að það þarf að jafna skattbyrðinni,leggja hærri skatta en áður á háar tekjur og lægri skatta en áður á lágar tekjur. Þrepaskiptur skattur getur náð þessu markmiði,svo og hækkun skattleysismarka. Ef til vill má fara báðar leiðir. Stjórnvöld eiga að halda í heiðri fyrri fyrirheit um hækkun skattleysismarka. Einnig má hækka tryggingagjald hóflega. Þá tel ég,að hóflegur orku-og auðlindaskattur eigi rétt á sér.Við getum ekki lagt alla skattbyrðina á almenning. Atvinnureksturinn verður að bera sinn skerf skattbyrðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Skoða hærra tryggingagjald og þrep í tekjuskatti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er það að jafna skattbyrðina ef sumir eiga að sleppa við að borga skatta og aðrir eiga að borga hærri skatta? Hækkun á tryggingagjaldi (og tryggingagjald yfirhöfuð) er skítleg leið til að fela skattahækkanir fyrir launþegum. Svona faldir skattar eiga að vera bannaðir með öllu. Allir launaskattar eiga að koma beint af launum svo almennur launþegi sjái hversu mikla skatta er verið að borga af launum í rauninni.
Gulli (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.