Föstudagur, 30. október 2009
Við munum innkalla kvótann.Engin undankoma
Þing LÍU stendur yfir og útgerðarmenn nota tækifærið til þess að væla yfir því að ríkisstjórnin ætli að innkalla kvótana og úthluta þeim á ný á réttlátan hátt.Sérfræðingar eru látnir stíga fram á þinginu og segja,að ef kvótinn verði fyrndur um 5% á ári þá fari útgerðin í gjaldþrot.Þetta er kjaftæði.Ef útgerðarfyrirtækin Þola ekki 5% fyrningu á ári þá eru þau nú þegar gjaldþrota.Og sannleikurinn er sá,að mörg útgerðarfyrirtæki hafa skuldsett sig svo mikið,að þau eru komin eða að komast í þrot.Útgerðin skuldar 550 milljarða í rikisbönkunum.Það er ekki vegna þess að það hafi verið í gangi innköllun veiðiheimilda. Nei,það er vegna þess að útgerðarfyrirtækin hafa verið að braska með veiðiheimildir. Þau hafa verið að taka lán til þess að kaupa veiðiheimildir og svo hafa sumir þessara aðila selt veiðiheimildirnar og gengið út úr greininni með mikinn gróða.Í upphafi fengu vissir útgerðarmenn veiðiheimildir fríar og þeir hafa sumir stórgrætt á því að braska með þær. Það er ekki unnt að gagnrýna ríkisstjórnna fyrir að innkalla veiðiheimildir á 20 árum. Það er unnt að gagnrýna stjórnvöld fyrir að gera þetta ekki mikið fyrr. LÍÚ vonar að ríkisstjórnin falli frá innköllun veiðiheimilda en það gerist ekki. Samfylkingin fékk mikið fylgi í kosningunum m.a. út á þetta kosningaloforð. Og hún mun .því standa við það. Því hefur Jóhanna forsætisráðherra lýst yfir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þegar þið hafið innkallað kvótann, hvað ætlið þið þá að gera?
mbk
Halldóra Hjaltadóttir, 30.10.2009 kl. 11:12
Sæl Halldóra!
Þegar kvótinn hefur verið innkallaður verður honum úthlutað á ný,annað hvort eftir ákveðnum úthlutunarreglum eða með uppboði.Við endurúthlutun verður að taka tillit til athugasemda Mannréttindanefndar Sþ og það verður að opna fyrir nýliðun í greininni. En að sjálfsögðu munu þeir,sem hafa kvóta í dag fá úthlutun á ný.En það verður að taka sanngjarnt auðlindagjald
Með kveðju
Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 30.10.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.