Seðlabankinn byrjar afnám gjaldeyrishafta

Seðlabankinn hefur stigið fyrsta skref í afnámi gjaldeyrishafta, en innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestinga er nú heimilað. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Seðlabankanum í morgun.

Seðlabankastjóri sagði á fundinum að gjaldeyrishöftin sem sett voru í nóvember 2008 hafi verið talin nauðsynleg til að koma á stöðugleika í þjóðarbúskapnum í kjölfar bankahrunsins. Aðstæður hafi nú skapast til að stíga fyrsta skrefið í afnámi haftanna.

Meðal annars liggi fyrir langtímaáætlun í ríkisfjármálum sem felur í sér mikið aðhald. Þá sé fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lokið, en hún tryggir Seðlabankanum aðgang að auknum gjaldeyrisforða.

Innstreymi erlends gjaldeyris sem er tilkomið vegna nýfjárfestinga er nú heimilað og framtíðar útstreymi gjaldeyris sem leiðir af þeim fjárfestingum. Þetta þýðir að fjárfestar fá heimild án takmarkana til að skipta söluandvirði eigna sem þeir fjárfesta í frá og með deginum á morgun aftur í erlendan gjaldeyri. Erlendir aðilar hafa ennþá, líkt og áður, fulla heimild til að skipta vaxtatekjum og arði af fjárfestingum hér á landi í erlendan gjaldeyri.

Seðlabankastjóri segir að ef innstreymið verður verulegt gæti það auðveldað bankanum að kaupa gjaldeyri á næstunni og búa þannig í haginn fyrir næsta skref sem verður aflétting á útstreymi erlends gjaldeyris(visir.is)

Það er fagnaðarefni,að Seðlabankinn hafi stigið þetta skref í afnámi gjaldeyrishafta.Væntanlega verður fljótlega stigið næsta skref.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband