Verðbólgan 8,6%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2009 er 356,2 stig og hækkaði um 0,74% frá fyrra mánuði. Ársverðbólgan mælist því 8,6% en hún var 9,7% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 335,7 stig og hækkaði hún um 0,96% frá október.


Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að verð á fötum og skóm hækkaði um 3,4% (vísitöluáhrif 0,20%) og verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,5% (0,17%). Þá hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 4,2% (0,14%) og verð dagvöru hækkaði um 0,6% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 14,5% (-0,14%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 12,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% sem jafngildir 11,2% verðbólgu á ári (12,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

 

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í nóvember 2009, sem er 356,2 stig gildir til verðtryggingar í janúar 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.033 stig fyrir janúar 2010.(visir.is)

Þetta eru góðar  fréttir. Loksins er verðbólgan  að lækka og þá má reikna með að vextir geti farið
  að lækka en það er alger forsenda   fyrir endurreisn atvinnulífsins.

 

Björgv in Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband