Viðræður Íslands við ESB tefjast

Óvíst hvenær ESB-viðræður hefjast

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að útbúa viðamikla skýrslu um Ísland, meðal annars út frá svörum frá íslenska stjórnkerfinu. Ákvörðun leiðtogaráðsins um hvort hefja eigi aðildarviðræður byggist á þessari skýrslu og án hennar verður engin ákvörðun tekin.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að útbúa viðamikla skýrslu um Ísland, meðal annars út frá svörum frá íslenska stjórnkerfinu. Ákvörðun leiðtogaráðsins um hvort hefja eigi aðildarviðræður byggist á þessari skýrslu og án hennar verður engin ákvörðun tekin. Heimildir fréttastofu innan úr framkvæmdastjórninni herma að ólíklegt sé að henni takist að ljúka skýrslunni fyrir fund leiðtogaráðsins 10. og 11. desember, sem er eftir tvær vikur. Framkvæmdastjórnin vilji vanda til verka við að fara yfir svör Íslands. Hún vilji, sem stendur, ekki geta sér til um það, hvenær lokið verði við skýrsluna. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hefur vonast til þess að leiðtogaráðið ákvæði sig í desember, en viðurkennir að litlar líkur séu á því.


Næsti skipulagði fundur leiðtogaráðsins verður í mars, Össur gerir ekki ráð fyrir að ákvörðun um aðildarviðræður verið tekin fyrr en þá. Svíar eru nú í forsæti ráðherráðs Evrópusambandsins og fullyrt hefur verið að það gæti komið sér vel að hefja viðræður þegar þeir væru við stjórnvölinn. Spánverjar taka við eftir áramót en Össur að það eigi ekki að hafa áhrif. Á fundi með Miguel Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar hafi komið fram að Spánverjar hefðu skilning á pólitískum sjónarmiðum Íslendinga.

Björgvin Guðmundsson 

 

 


    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband