Föstudagur, 27. nóvember 2009
Evrópuþingið víkur að aðildarviðræðum við Ísland
Evrópuþingið samþykkti í dag ályktun um stækkunarmál sambandsins. Vikið er að Íslandi og lögð áhersla á að höfð skuli hliðsjón af því hvernig Íslendingar hafi framfylgt skuldbindingum sínum samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið þegar framkvæmdastjórn ESB taki ákvörðun um næstu skref í umsóknarferli Íslands.
Telur Evrópuþingið að Ísland geti innan tíðar orðið formlegur umsækjandi um aðild. Í ályktuninni er einnig vikið að mögulegri aðild Króatíu, Makedóníu og landa á vesturhluta Balkanskagans. Lögð er áhersla á umbætur í dómskerfinu í viðræðum við Tyrki en aðild þeirra var mjög umdeild í umræðum um ályktunina á Evrópuþinginu í gær.(ruv.is)
Ísland hefur framfylgt skuldbindinum sínum vegna aðildar að EES mjög vel.Til marks um það hefur ESB ákveðið að aðildarviðræður um þá þætti sem heyra undir EES skuli fara fram á Íslandi. Það hefur ekki gerst áður að samningaviðræður færu fram í umsóknarríki og þykir þetta benda til þess að ESB sé ánægt með aðild Íslands að EES og framkvæmd skuldbindinga þar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.