Föstudagur, 27. nóvember 2009
Ágúst Ólafur fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar heiðraður af Barnaheill
Barnaheill á Íslandi veittu nýverið Ágústi Ólafi Ágústssyni, fyrrverandi þingmanni og varaformanni Samfylkingarinnar, viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.
Móðir Ágústs Ólafs tók við viðurkenningu fyrir hans hönd en hann hefur verið ötull talsmaður þess í mörg ár að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði lögfestur hér á landi. Alþingi samþykkti síðasta vor þingsályktunartillögu þar um og unnið er að gerð frumvarps.
Ágúst Ólafur var einn af bestu þingmönnum Samfylkingarinnar.Það var mikill skaði fyrir Samfylkinguna,að hann skyldi hætta þátttöku í stjórnmálum.Vonandi snýr hann aftur í stjórnmálin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.