Mánudagur, 14. desember 2009
AGS: Samkomulag um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar
Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa náð samkomulagi um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þetta var tilkynnt á fundi með forsvarsmönnum AGS á Íslandi, þeim Mark Flanagan og Franek Roswadovski. Sendinefnd sjóðsins hefur fundað með stjórnvöldum hér á landi og öðrum áhrifamönnum úr viðskiptalífi landsins og fulltrúum launþega síðustu vikur. Búist er við því að hægt verði að leggja áætlunina fyrir framkvæmdastjórn AGS í janúar á næsta ári.
Viðræður AGS og stjórnvalda snérust fyrst og fremst um fjárhagsáætlun næsta árs, skuldir hins opinbera og hvaða skref verði tekin þegar kemur að því að endurfjármagna bankakerfið til fulls og styrkja eftirlitið með fjármálastofnunum landsins.
Í yfirlýsingu frá AGS segir að þrátt fyrir að Íslendingar standi frammi fyrir miklum vanda hafi aðgerðir ríkisstjórnarinnar fram að þessu orðið til þess að kreppan sé vægari en óttast var um í fyrstu. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði á næsta ári og með styrkri stjórn á peningamálastefnu landsins ætti að vera hægt að ná jafnvægi á krónuna og draga úr verðbólgu.
Þá segir að skuldir hins opinbera hafi lækkað frá fyrstu endurskoðun áætlunarinnar þó að skuldir þjóðarbúsins í heild séu heldur hærri en þar komi til skuldir einkafyrirtækja. Sú hækkun hefur þó að sögn AGS ekki umtalsverð áhrif á getu þjóðarinnar til þess að borga af skuldum sínum.(visir.is)
Fram kemur,að skuldir ríkisins hafa minnkað
en skuldir einkaaðila hafa
aukist.Samanlagðar skuldir hafa aukist lítillega. En skuldir einkaaðila skipta litlu máli í þessu sambandi.Það,sem skiptir máli er það,sem ríkið skuldar erlendis eða er í ábyrgð fyriir.
Björgvin Guðmundsson

Aðgengisvirkni
RSS Fréttastraumur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.