Eldri borgarar þurfa 297 þús. til framfærslu á mánuði ( einstaklingar)

Hagstofan hefur birt nýja neyslukönnun , 2006-2008.Niðurstaða  hennar sýnir meðaltalsneysluútgjöld  heimilanna í landinu.Skattar eru ekki meðtaldir í könnuninni og ekki heldur afborganir og vextir, ekki félagsgjöld og ekki sektir.Könnunin sýnir fyrst og fremst neysluútgjöld.Samkvæmt hinni nýju könnun eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 297 þús. á mánuði miðað við 282 þús. kr. samkvæmt eldri könnun, sem birt var fyrir einu ári.Þessi könnun er eina viðmiðið,sem eldri borgarar  geta notað til þess að sjá hvað þeir þurfa til framfærslu og hvað lífeyrir þeirra þurfi að vera mikill. Neysluútgjöld eldri borgara eru hin sömu og annarra þegna þjóðfélagsins.Ef eitthvað er þá eru þau meiri þar eð eldri borgarar nota meira af lyfjum en þeir,sem yngri eru og  eyða meira í læknishjálp en aðrir.

 Lífeyrir einhleypra eldri borgara frá almannatryggingum er nú 155 þús. kr. á mánuði eftir skatta,þ.e. þeirra sem ekki hafa neinar aðrar tekjur en lífeyri frá TR en þeir eru fáir talsins.Aðrir hafa lægri lífeyri frá TR.  Með því að engir skattar eru í tölu Hagstofunnar er sú tala sambærileg við lífeyri TR. Það vantar því  142 þús. kr  á mánuði. upp á lífeyri TR til þess að hann dugi fyrir neysluútgjöldum.Þegar  þannig er ástatt er ríkisstjórnin að lækka   lífeyri eldri  borgara í stað þess að hækka hann.Lífeyrir var lækkaður 1.júlí sl. og þó laun hafi hækkað bæði 1.júli og 1.nóv. hefur lífeyrir ekki hækkað. Það er níðst á eldri borgurum.

Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband