Jafnaðarmenn bæta við sig í Bretlandi ( skoðanakönnun)

Ný könnun sýnir að forskot breska Íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn hefur ekki verið minna í heilt ár. Breska blaðið Guardian lét fyrirtækið ICM gera könnunina og kemur í ljós að forskot íhaldsmanna er aðeins níu prósent, en minni munur hefur ekki mælst í könnunum frá því í desember 2008. Blaðið telur ljóst að þetta auki líkurnar á því að Gordon Brown forsætisráðhera Breta boði til kosninga fyrr en seinna.

Níu prósenta munur ætti að duga David Cameron og félögum hans í íhaldsflokknum til þess að ná naumum meirihluta en könnunin blæs Verkamannaflokknum samt von í brjóst um að ekki sé öll nótt úti enn fyrir flokkinn sem hefur hríðfallið í áliti almennings undanfarin misseri.

Íhaldsflokkurinn mælist nú með 40 prósent atkvæða, Verkamannaflokkurinn með 31 prósent og Frjálslyndir demókratar með 18 prósent. Fyrir tveimur mánuðum síðan var bilið á milli stóru flokkanna tveggja 17 prósent.

Talið er líklegt að blásið verði til kosninga 25 mars á næsta ári en hingað til hefur verið talið að 6. maí yrði fyrir valinu. Forsætisráðherrann ræður kjördeginum alfarið sjálfur, svo lengi sem kosningarnar dragast ekki fram yfir 3. júní 2010.

 

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband