Á Björgólfur Thor að skila "þýfinu" ?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar,  lét þung orð falla á alþingi í morgun  þegar hún spurði iðnaðarráðherra hvort hún teldi að Björgólfur Thor Björgólfsson ætti ekki að skila þýfinu sem hvarf af Icesave reikningunum sem hann bæri beina ábyrgð á. Birgitta var að spyrja ráðherra um lagafrumvarp um gagnaver á Reykjanesi sem lagt var fram á þingi í fyrradag. Björgólfur er hluthafi í fyrirtækinu,sem er að byggja gagnaverið. 

Vissulega bera þeir feðgar,Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor ábyrgð á Icesave reikningunum en þeir eru nú að leggja drápsklyfjar á þjóðina.Það er ef til vill of sterkt að orði kveðið að tala um þýfi í þessu sambandi en staðreynd er að Landsbankinn gat ekki greitt breskum og hollenskum sparifjáreigendum   spariféð,sem þeir höfðu lagt inn á Icesave reikningana í Bretlandi og Hollandi. Ef útibú Landsbankans í þessum löndum hefðu verið í formi dótturfyrirtækja hefði ábyrgðin legið í hlutaeigandi löndum og ekkert lagst á Ísland.Það voru hin stóru mistök að hafa útíbúin ekki  í formi dótturfyrirtækja.Ég reikna með því að  sérstakur saksóknari  kanni hvort stjórnendur  og eigendur Landsbankans hafi framið einhver lögbrot við stjórn bankans.Það væri full ástæða til þess að kyrrsetja eignir þeirra í framhaldi af yfirheyrslum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband