Þriðjudagur, 29. desember 2009
Jóhanna:Nauðsynlegt að samþykkja frumvarpið um Icesave
Vextir og verðbætur af skuld ríkissjóðs vegna gjaldþrots Seðlabankans samsvara öllum þeim skattahækkunum sem boðaðar hafa verið á næsta ári að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hún segir að ef Icesave frumvarpið verði fellt muni það tefja endurreisn efnahagslífsins.
Þriðja og síðasta umræða um Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í gær en 20 voru á mælendaskrá þegar fundi var frestað um klukkan ellefu í gærkvöldi.
Ákveðið var á fundi forseta Alþingis með þingflokksformönnum í gærkvöldi að ganga til atkvæða um frumvarpið á morgun. Þá verða einnig greidd atkvæði um breytingartillögu Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokks, en þar er lagt til að Icesave málið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir nauðsynlegt að ljúka málinu. Það er margt í húfi og mér finnst fólk ræða of lítið um það hvað hér muni ske ef við samþykkjum ekki þetta mál. Það mun tefja alla okkar endurreisn í efnahagslífinu á hvaða sviði sem er þannig að það er lang hagstæðast fyrir íslenska þjóð að þessu máli verði lokið."
Jóhanna bendir á þjóðin þurfi að taka á sig stærri skuldbindingar en Icesave. Þar er til dæmis málefni Seðlabankans og skuldir sem við þurfum að greiða vegna þess hvernig þar var haldið að málum sem er meiri skuld en Icesave skuldin," segir Jóhanna. Vextir og verðtrygging af þeirri skuld samsvari þeim skattahækkunum sem stjórnvöld verði því miður að leggja á þjóðina.(visir.,is)
Ég er sammála Jóhönnu. Það verður að afgreiða þetta Icesave mál strax. Það eru öll atriði löngu komin fram og ræður þær,sem fluttar eru um málið í dag eru endurtekning á gömlum ræðum.Það kemur þar ekkert nýtt fram.Það verður að ganga til atkvæða.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Segðu mér hvaða vextir eru á lánum í krónum frá ríkinu til Seðlabankans, hvaðan þeir peningar koma og hvar tekjur og gjöld af þessum lánum eru reiknuð?
Virðingarfyllst,
Sveinbjörn
PS: Ég spyr af því þú hefur restrarþekkingu og reynslu
Sveinbjörn Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 15:29
Sæll Sveinbjörn!
Vextirnir eru 2,5%.Peningarnir komu úr ríkissjóði.Þessi baggi er jafnþungur og Icesave.
Með kveðju
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 29.12.2009 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.