Formenn stjórnarflokkanna gáfu öldruðum ákveðin kosningaloforð,sem ekki hafa verið efnd!

Það voru ekki aðeins  stjórnarflokkarnir,Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn,sem gáfu öldruðum og öryrkjum stór kosningaloforð  í kosningunum 2013 heldur gerðu formenn flokkanna það einnig. Þannig sagði Sigmundur Davíð formaður Framsóknar í viðtali við Morgunblaðið 27.apríl 2013:Fjölmargir,sem hafa mátt þola óeðlilegar skerðingar,t.d. eldri borgarar og öryrkjar, þurfa að fá bót sinna mála.Og eftir kosningar 25.mai sagði hann í fréttum RUV: Gengið verður strax í að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja.Og Bjarni Benediktsson sendi eldri borgurum bréf fyrir kosningarnar og sagði: Við ætlum að afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega,sem komið var á árið 2009 og ennfremur sagði hann: Við ætlum að afnema  tekjutengingar ellilífeyris.

Áður hef ég tilgreint stærsta kosningaloforðið við aldraðra og öryrkja,sem báðir stjórnarflokkarnir gáfu 2013,þ.e. að leiðrétta ætti lífeyri  vegna kjaragliðnunar krepputímans.Það þýðir 20-25% hækkun lífeyris.Ekki er farið að efna þessi kosningaloforð enn þó stutt sé til kosninga.Aldraðir og öryrkjar krefjast efnda strax.

Björgvin Guðmundsson

.


Góð og slæm skattaskjól?

Alþingi hefur verið  að ræða skattaskjólin síðustu daga.Þar hefur verið tekist á og segja má,að ágreiningurinn snúist um það hvort til séu góð og slæm skattaskjól.Stjórnarandstaðan berst gegn skattaskjólum,vill láta rannsaka hvaða íslensk félög og einstaklingar eru í skattaskjólum.Þar virðist það sjónarmið rikjandi,að þeir sem fari með félög og fjármuni i skattaskjól hafi eitthvað að fela og vilji komast hjá skattgreiðslum til íslensks samfélags.Fjármálaráðherra virðist hins vegar telja,að til séu góð skattaskjól,þar sem heiðarlegir skattgreiðendur geymi fjármuni sína og borgi alla skatta af þeim.Hann kveðst vilja ná í skottið á skattsvikurum en láta hina í friði.

Gallinn er sá,að engin leið er að sannreyna hverjir þeirra,sem eru í aflandsfélögum   standi skil á sínu.Í skattaskjólum aflandsfélaga þarf ekkert að gefa upp,ekki að skila neinu bókhald og ekki að leggja fram ársreiknnga. Þess vegna geta menn, sem þar eru stolið öllu undan ef þeir vilja það við hafa.Þess vegna vil ég að sett verði lög gegn þátttöku Íslendinga í skattaskjólum.Það er einfaldasta og hreinlegasta leiðin.

Okkar ríkisborgarar hafa ekkert að gera í skattaskjól.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Sigurður Ingi! Það er ekki búið að efna öll kosningaloforðin!

Sigurður Ingi forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði í gær,að Framsóknarflokkurinn væri búinn að efna öll kosningaloforð sín.Þetta er rangt.Framsókn er ekki búin að efna kosningaloforðin,sem flokkurinn gaf eldri borgurum og öryrkjum 2013.Það er eftir að efna stærsta kosningaloforðið,sem öldruðum og öryrkjum var gefið,þ.e. að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar 2009-2013. Þessu var lofað á flokksþingi Framsóknrflokksins og í ræðum frambjóðenda í kosningabaráttunni 2013. Einnig var lofað að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009 en hún hefur aðeins verið afturkölluð að hluta til. Til þess að leiðrétta kjaragliðnunina,sem Framsókn lofaði að leiðrétta þarf að hækka lífeyri um 20-25%.Aldraða og öryrkja munar um þá kjarabót. Það er alvarlegt mál,að stjórnmálamenn segi kjósendum ósatt.Þingmenn og ráðherrar geta ekki sagt blákalt,að þeir séu búnir að efna eitthvað sem ekki hefur verið efnt,heldur hefur verið svikið.Framsókn segist hafa efnt loforðið um að færa niður húsnæðisskuldir. Framsókn lofaði að lækka þær um 300 milljarða. Þær voru lækkaðar um 80 milljarða og íbúðareigendur látniir greiða þær að hluta sjálfir.Þetta var ekki meiri niðurfærsla en átti sér stað í tíð fyrri stjórnar.Og þetta var aðeins 27% af því,sem lofað var.En þetta kallar Framsókn að efna öll kosningaloforðin!

 

Björgvin Guðmundsson


Síðustu forvöð að efna kosningaloforðin!

Nú eru 6 mánuðir til alþingiskosninga.Það er stuttur tími og fáir þingdagar.Það eru því síðustu forvöð að efna kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Samkvæmt loforðunum átti að efna kosningaloforðin strax eftir þingkosningarnar,ef Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kæmust til valda en það var svikið.

Báðir flokkarnir samþykktu og tilkynntu kjósendum í kosningabaráttunni,að þeir ætluðu að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna  kjaragliðnunar krepputímans ( 2009-2013).Sjálfstæðisflokkurinn sagðist ætla að leiðrétta lífeyri aldraðra til samræmis við hækkun lægstu launa frá 2009.Það er ekki farið að efna þetta loforð ennþá.Miðað við stöðu mála í dag er um svik að ræða. En stjórnarflokkarnir hafa tækifæri til á næstu 6 mánuðum að efna kosningaloforðin.

Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að uppfylla kosningaloforðið frá 2013.En síðan hefur bætst við kjaragliðnun á tímabilinu 2013-2015.Ef stjórnarflokkarnir hafa manndóm í sér til þess að leiðrétta þá kjaragliðnun um leið þarf að hækka lífeyrinn um 30%.Í rauninni er sú hækkun lágmark til þess að aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi.

Stjórnarflokkarnir guma nú af því nær daglega hvað ástandið í þjóðarbúskapnum sé gott,allir hagvísar hagstæðir og afgangur á fjárlögum. Nýi utanríkisráðherrann syngur nú aðalröddina í þessum fagnaðarkór. Það á því ekki að vera erfitt að efna kosningaloforðin og hækka lífeyri aldraðra og öryrkja til þess að uppfylla þau. Það verður að gerast strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Eldri borgarar þurfa a greiða meira en áður fyrir heilbrigðisþjónustu!

RUV segir frá því,að 37 þúsund aldraðir þurfi að greiða meira en áður fyrir heilbrigðisþjónustu verði frumvarp heilbrigðsráðherra að lögum.Greiðsluþátttaka þeirra muni aukast.Frumvarp ráðherra er þannig,að engir nýir fjámunir eigi að fara inn í kerfið heldur eigi að jafna greiðsluþátttökuna,þannig,að þeir sem hafi greitt minna muni borga meira og þeir sem borgað hafi mest muni borga minna.En kjör aldraðra eru þannig,að þeir geta ekki tekið á sig aukinn kostnað til þess að hjálpa þeim,sem fá hæstu reikningana.Það verður að fara aðra leið í því efni og eðlilegast að greiða úr ríkissjóði upphæð til þess að lækka hæstu reikningana. Svo ætlar ráðherra einnig að hækka ýmis gjöld önnur í heilbrigðiskerfinu svo sem gjöld fyrir magaspeglun og ristilspeglun.Þau gjöld eru nægilega há fyrir.En það er allt á sömu bókina lært í þessum tillögum ráðherra.

  Stjórnvöld verða að átta sig á því,að á meðan öldruðum og öryrkjum er skömmtuð hungurlús til þess að lifa af þýðir ekki að hækka gjöld þeirra í heilbrigðiskerfinu.

Björgvin Guðmundsson


Skuldar ríkið öldruðum og öryrkjum 80 milljarða?

Árið 1995, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra, beitti hann sé fyrir því, að skorið væri á bein tengsl milli lágmarkslauna verkafólks og lífeyris aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Fram að þeim tíma hækkaði lífeyrir sjálfvirkt í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Breytingin fól það í  sér, að framvegis skyldi tekið mið af launaþróun en lífeyrir aldrei hækka minna en laun eða verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Davíð sagði, að nýja kerfið yrði hagstæðara öldruðum og öryrkjum. En það fór á annan veg.

2006,þegar 11 ár voru liðin frá breytingunni, var það reiknað út hvað aldraðir og öryrkjar hefðu tapað miklu á breytingunni.Þá kom í ljós,að þeir höfðu tapað 40 millörðum! Með öðrum orðum: Þeir hefðu fengið 40 milljörðum meiri lífeyri,ef gamla kerfið hefði áfram verið í gildi.Miðað við yfirlýsingar ráðamanna 1995 áttu aldraðir og öryrkjar þá þessa upphæð inni  hjá ríkinu 2006. En hvað skyldi tapið vera mikið síðan.Að mínu mati eru það a.m.k aðrir 40 milljarðar.Inni í þvi er kjaragliðnun krepputímans,sem stjórnarflokkarnr eru ekki farnir að borga enn og fleiri kosningaloforð,sem gefin voru 2013.Auk þess hefur bætst við kjaragliðnun 2013-2015. Aðeins síðasta ár var kjaragliðnun 11,5% prósentustig en þá hækkuðu lágmarkslaun um 14,5 % en lífeyrir um 3%.

Það er haldið áfram að níðast á öldruðum og öryrkjum.Það er kominn tími til þess að stjórnvöld geri upp skuldina við aldraðra og öryrkja. Skuldin er a.m.k. 80 milljarðar.Aldraðir og öryrkjar þurfa að fá hana greidda strax.Þeir hafa ekki efni á að lána ríkinu þetta lengur.Kjör þeirra leyfa það ekki.

 

Björgvin Guðmundsson


Ætlum við að láta bjóða okkur þetta lengur ?

Almannatryggingar á Íslandi standa slíkum tryggingum í grannlöndum okkar langt að baki.Grunnlífeyrir er fjórum sinnum hærri  í nágrannalöndum okkar en hér.Miklar tekjutengingar eins og hér tíðkast finnast ekki á hinum Norðurlöndunum.Það er verið að skammta öldruðum og öryrkjum  svo naumt hér,að þeir geta ekki lifað af  lífeyrinum.Þeir,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, hafa aðeins 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,einhleypingar.Þeir,sem eru í hjónbandi eða sambúð fá 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Það  er engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús.Og þeir,sem hafa  veikan  lífeyrissjóð eru lítið betur settir,þar eð Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra svo mikið.Eldri borgarar krefjast þess,að skerðingu lífeyris hjá TR vegna lífeyrissjóðs verði þegar í stað hætt.Og lífeyrir  TR verði hækkaður svo mikið,að hann dugi til framfærslu. Skerðing lífeyris er til skammar og ekki unnt að nefna hana annað er eignaupptöku.Það er verið að taka af lífeyrisfólki lífeyrissparnað,sem fólkið á.Það er ígildi eignaupptöku.Það er verið að eyðileggja ævisparnað fólks.Og það er verið að halda þeim verst settu við fá tækramörk.Ætla menn að láta þetta yfir sig ganga.Það er kominn tími til þess að segja: Hingað og ekki lengra!

 

Björgvin Guðmundsson 


9 milljarða vantar til reksturs hjúkrunarheimilanna!

Stjórnvöld hafa um langt skeið haldið hjúkrunarheimilunum í fjársvelti. Heimilin hafa verið undirmönnuð og sérstaklega hefur landlæknir bent á,að það vantaði fagfólk á hjúkrunarheimilin.42 hjúkrunarheimili voru rekin með tapi 2013 en 13 með hagnaði.Hrafnista og Mörk,hjúkrunarheimili,fengu ráðgjafarfyrirtækið Nolta til þess að framkvæma kostnaðargreiningu á hjúkrunarheimilum,sem uppfylltu allar opinberar kröfur til þjónustunnar.Ráðgjafarfyrirtækið er kunnugt rekstri heilbrigðisstofnana. Niðurstaða Nolta var sú,að það vantaði 9  millljarða í rekstur hjúkrunarheimilanna.Embætti landlæknis setur reglur um lágmarkskröfur,sem hjúkrunarheimilin verða að uppfylla.Talsvert vantar upp á hjá mörum heimilum,að þessar kröfur séu uppfylltar,einkum vantar fleira fagfólk,t.d. hjúkrunarfræðinga.

Nýlega voru þessi mál rædd á alþingi og var þá gerð hörð hríð að  heilbrigðisráðherra vegna þess ófremdarástands,sem ríkir í rekstri hjúkrunarheimila.Ríkisstjórnin hefur lofað að veita auknu fjármagni til heimilanna á þessu ári. En rekstrarstöðvun blasir við hjá sumum heimilanna verði ekki brugðist skjótt við.

Rekstur hjúkrunarheimila er mjög mikilvægur.Aðstandendur sjúkra eldri borgara reyna að hugsa um sjúklingana sem lengst i heimahúsum enda þótt heimahjúkrun sé einnig undirmönnuð.En síðan kemur alltaf að hjá öllum að leita verður til hjúkrunarheimila og þá þarf sá rekstur að vera í lagi.

Björgvin Guðmundsson 


Ekkert gert til þess að leysa vanda heilbrigðiskerfisins!

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að leysa risavaxin vandamál heilbrigðiskerfisins.Landspítalinn er sprunginn.Hjúkrunarheimilin vantar milljarða til þess að reksturinn standi undir sér,langir biðlistar eru eftir rými á hjúkrunarheimilum og algert vandræðaástand er í geðheilbrigðismálum barna.Þar eru langir biðlistar.

Enda þótt 85 þúsund Íslendingar hafi skrifað undir það hjá Kára Stefánssyni að þeir vildu,að meira fjármagn væri sett í heilbrigðiskerfið svo það stæði jafnfætis öðrum Norðurlöndum á þvi sviði, hefur ríkisstjórnin ekkert gert með það.Ekkert meira fjármagn hefur verið sett í heilbrigðismálin.Það eina,sem heilbrigðisráðherrann hefur gert eftir aðgerðarleysi í heilsugæslumálum í 3 ár er að bjóða út 3 heilsugæslustöðvar meðal einkaaðila en ríkið á að borga reksturinn.Sagt var í 3 ár,að engir pen ingar væru til í því skyni að efla heilsugæsluna en þegar allt i einu voru til peningar var það til þess að fá einkaaðilum 3 heilsugæslustöðvar!

Einkaaðili,sem braskað hefur með sjúkrahótel,sem sjúkratryggingar samþykktu, lokar eftir nokkra daga.Hringt var til heilbrigðisráðherra,sem staddur var í New York, til þess að athuga hvað gert yrði í því máli. Hann var ráðalaus.

Það er sama hvar borið er niður í heilbrigðiskerfinu.Alls staðar ríkir vandræðaástand. En samt gumar ríkisstjórnin af góðri stöðu og er helst að heyra á ráðherrunum,að aldrei hafi verið önnur eins gósentíð.Þó nokkrir af ráðherrunum hafi verið teknir í bólinu,uppvísir að þvi að eiga félög í skattaskjólum til þess að komast hjá skattgreiðslum til íslensks samfélags, missa þeir ekki móðinn í þvi að hæla afrekum sínum í landsmálunum.Afrekaskrá þeirra er einstök innan lands sem utan!

Björgvin Guðmundsson


76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!

 

Það vakti mikla athygli á síðasta ári,þegar heyrnarlaus stúlka,Snædís Hjartardóttir,vann mál gegn ríkinu,þar eð hún hafði ekki fengið lögbundna túlkaþjónustu.Menntamálaráðuneytið hafði neitað að greiða henni fyrir túlkaþjónustu,sem hún átti rétt á.Ráðuneytið bar þvi við, þegar synjað var um túlkaþjónustu, að fjámunir væru ekki til.Mál var höfðað á þeim grundvelli, að samkvæmr 76.grein stjórnarskrárinnar ætti heyrnarlausa stúlkan rétt á aðstoð ríkisins. En í umræddri grein stjórnarskrárinnar segir,að þeir sem þurfi á aðstoð  ríkisins að halda skuli fá hana.Þegar ríkið sagði fyrir héraðsdómi, að ekki hefði verið unnt að veita túlkaþjónustuna, þar eð peningar hefðu ekki verið til, sagði héraðsdómur,að það skipti ekki máli.Það væri stjórnarskrárvarinn réttur stúlkunnar að fá túlkaþjónustu.Þess vegna ætti hún að fá hana.

 Gildir ekki það sama  um lífeyri þeirra eldri borgara og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, ef sá lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði,lyfjum og lækniskostnaði? Jú,það tel ég. 76.grein stjórnarskrárinnar gildir um þessa aðila á sama hátt og hún gilti um heyrnarlausu  stúlkuna. Það liggur fyrir, að lífeyrir að fjárhæð 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt,sem einhleypir ellilífeyrisþegar fá frá TR, dugar ekki fyrir framangreindum útgjöldum. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur upplýst, að algengt sé að einverjir úr þessum hópi hafi samband við skrifstofu félagsins í lok mánaðarins og skýri frá þvi, að þeir eigi ekki fyrir lyfjum eða læknishjálp eða jafnvel ekki fyrir mat.Þetta er mannréttindabrot og brot á stjórnarskránni að mínu mati og íslensku þjóðfélagi til skammar, að þetta skuli látið viðgangast.Þetta gerist þó ráðamenn segi, að allir hagvísar þjóðarbúsins séu hagstæðir og afgangur á fjárlögum ríkisins. Samkvæmt því virðast aldraðir og öryrkjar, sem eingöngu hafa tekjur frá TR ,látnir sitja á hakanum.

Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir: Öllur,sem þess þurfa,skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli,atvinnuleysis,örbirgðar og sambærilegra atvika.Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun,sem velferð þeirra krefst.-Þessi grein hefur verið túlkuð svo, að aldraðir og öryrkjar eigi rætt á þeim lífeyri frá almannatryggingum,sem dugi til framfærslu.Veita á einnig aðstoð vegna sambærilegra atvika og tryggja almenna menntun.Þetta dugði til þess að heyrnarlausa stúlkan ætti rétt á túlkaþjónustu og það ætti að duga til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum nægilegan lifeyri.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband