Er ekki röðin komin að öldruðum og öryrkjum?

Eldhúsdagsumræður fóru fram á alþingi í gærkveldi. Fátt nýtt kom fram í þeim.Stjórnarflokkarnir kyrjuðu sama sönginn og áður um það hvað þeir hefðu staðið sig vel og stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina.Fulltrúar stjórnarflokkanna sögðu,að hagvöxtur hefðu aukist mikið,verðbólgan minnkað og afkoma rikissjóðs batnað.Fulltrúar minnihlutaflokkanna bentu á,að enn væri ófremdarástand í heilbrigðismálum og misskipting í landinu himinhrópandi.Ólína Þorvarðardóttir sagði,að skattar og gjöld á stórútgerðinni og öðrum stórfyrirtækjum hefðu verið stórlækkaðir en skattar og gjöld væru á sama tíma að sliga almennning í landinu. Það væri sem tvær þjóðir byggju í landinu.Minnst var einnig á Panamaskjölin í þessu sambandi og sagt,að þau leiddu í ljós,að allir Íslendingar sætu ekki við sama borð í skattamálum.Sumir væru með fjármuni sína í skattaskjólum til þess að komast hjá,að greiða skatta til samfélagsins.

Miðað við stanslausan lofsöng ráðherranna um  góða stöðu þjóðarbúsins og ríkisfjármála ætti röðin að vera komin að öldruðum og öryrkjum.Það ætti a vera unnt að bæta kjör þeirra það mikið,að þeir gætu lifað af lífeyri almannatrygginga en það er ekki unnt í dag.Það ætti að vera unnt að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá síðustu kosningum. Og það ætti að vera unnt að bjóða almenningi upp á gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu.Það er ekkert gagn í góðum hagvexti ef almeningur nýtur hans ekki.

 

Björgvin Guðmundssson


Þurfa minnst 300.000 krónur á mánuði

  1. "Einstaklingur,sem á bíl og húsnæði þarf minnst 300.000 kr í mánaðarlaun,þótt öryrki eða gamall sé",segir kona,sem hefur áhuga á mínum skrifum um málefni aldraðra og bregst oft við þeim. Það kemur heim og saman við kröfu eldri borgara um 300 þúsund á mánuði í lífeyri og þetta kemur einng heim og saman við neyslukönnun Hagstofunnar.Ef rikisstjórnin leiðréttir lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og vegna  kjaragliðnunar síðasta árs fer lifeyrir í 320 þúsund á mánuði.Það er lágmark.

Vissulega er eðlilegt,að eldri borgarar og öryrkjar eigi bíl eins og aðrir borgarar.Það teljast sjálfsögð lífsþægindi í dag og enginn luxus.En jafnvel þó eldri borgari eigi ekki bíl veitir honum ekki af 300 þúsund krónum á mánuði til þess að geta haft sómasamlegt húsnæði og lifað með reisn.

 

Björgvin Guðmundsson 


Nógir peningar fyrir kjarabótum aldraðra og öryrkja

Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum 2009 hafði orðið bankahrun í landinu og ríkissjóður var í 216 milljarða skuld.Það blasti við þjóðargjaldþrot og reyndist erfitt að fá lyf,bensín og það nauðsynlegasta til landsins.Það varð hlutskipti ríkisstjórnar Jóhönnu að rétta þjóðarbúið við .Til þess varð að gera erfiðar og sársaukafullar ráðstafanir og fá lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmsum vinaþjóðum.Ríkisstjórn Jóhönnu tókst að rétta þjóðarbúið við og afstýra þjóðargjaldþroti og þegar hún fór frá var nokkurn veginn búið að greiða upp skuld þjóðarbúsins.

Ný ríkisstjórn tók við  góðu búi.Afkoma rikissjóðs hefur stöðugt farið batnandi, m.a. vegna mikils ferðamannastraums og nú eru nógir peningar til.Það er því góð aðstaða í dag til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.En ríkisstjórnin  hefur ekkert viljað gera í því efni. Hún lætur aldraða og öryrkja ekki einu sinni fá lögbundnar hækkanir  lífeyris til samræmis við hækkanir launa.Aldraðir og öryrkjar voru dregnir í 8 mánuði á síðasta ári á hækkunum,sem þeir áttu rétt á og loks þegar þeir fengu einhverja hækkun eftir þessa löngu bið var hækkunin miklu minni en launafólk hafði fengið.Það er því verið að níðast á öldruðum og öryrkjum. Og ekki er heldur farið að efna stærstu kosningaloforðin,sem öldruðum og öryrkjum voru gefin 2013.Ríkisstjórnin hefur enga afsökun lengur fyrir afgerðarleysi gagnvart þessum hópum. Það eru nógir peningar til.Ríkisstjórnin ætti því að sjá sóma sinn í því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja myndarlega.Lágmarksleiðrétting er 30% hækkun lífeyris.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Mannréttindi brotin á öldruðum og öryrkjum á hverjum degi!

Það er verið að brjóta mannaréttindi á öldruðum og öryrkjum á hverjum degi með þvi að skammta þeim svo nauman lífeyri,að þeir hafi ekki nóg til framfærslu og lifi við fátækramörk. Hér er átt við þá,sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.Þeirra mikilvægastur er mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Samkvæmt henni eiga allar þjóðir að búa við félagslegt öryggi.Í yfirlýsingunni segir,að tryggja eigi öllum góða heilsu og vellíðan.Þá er hvers konar mismunun bönnuð í mannréttindasáttmálum. Ef efnahagsáföll koma upp á ekki að  færa kjör aldraðra og öryrkja til baka án þess áður sé kannað hvort unnt er að fara aðrar leiðir.

Árin 2009 og 2010 var lífeyrir frystur. Láglaunafólk fékk
á því tímabili 16% kauphækkun en aldraðir og öryrkjar fengu ekki
eina krónu eftir 1. jan. 2009.

1. maí sl. fékk láglaunafólk 30 þúsund
króna kauphækkun á mánuði en aldraðir og öryrkjar ekki eina
krónu. Og lífeyrisþegum var hreinlega tilkynnt, að þeir fengju enga
hækkun í 8 mánuði! Þetta er mismunun og gróft mannréttindabrot.
Lífeyrisþegum er neitað um hliðstæðar kjarabætur og launþegar fá. 

 Allar vinnandi stéttir þjóðfélagsns fengu  miklar launahækkanir sl ár en kjörum aldraðra og öryrkja var haldið niðri.

Lágmarkslaun hækkuðu um 14.5% ( 31000 kr) 1.mai en lífeyrir hækkaði ekki í kjölfarið. Þetta var gróft mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


Síðustu forvöð að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja

Nú eru aðeins um 2 mánuðir eftir af starfstíma alþingis.Kosningar fara fram í oktober.Vegna forsetakosninganna og sumarleyfa fer alþingi í frí í byrjun júní.

Það er því stuttur tími eftir til þess að efna kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Það verður að gerast strax,þegar alþingi kemur aftur saman,eftir sumarleyfi.

Stærstu kosningaloforðin,sem stjórnarflokkarnir eiga eftir að efna við aldraða og öryrkja eru þessi:

Leiðrétting lífeyris vegna kjaragliðnunar krepputímans( 2009-2013).Sjálfstæðisflokkurinn boðaði,að hann mundi leiðrétta lifeyri aldraðra  til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013.Framsóknarflokkurinn samþykkti,að hann mundi leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans.Til þess að framkvæma þessa leiðréttingu þarf að hækka lífeyrinn um 20-25%.Ekkert hefur verið gert til þess að framkvæma þetta kosningaloforð en hins vegar hefur verið bætt við nýrri kjaragliðnun árið 2015!En þá hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir aðeins um 3%.Hækka þarf lifeyri um 30% ti þess að leiðrétta hvort tveggja.Aldraðra og öryrkja munar um það.

Bjarni Benediktsson lofaði að afnema alla tekjutengingu í kerfi almannatrygginga.Það þýðir að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóðsgreiðslna,vegna atvinnutekna og fjármagnstekna.Ekki er farið að efna neitt af þessu enn.

Ég er mjög vantrúaður á,að stjórnarflokkarnir ætli að efna þessi kosningaloforð.Enn,sem komið er,bendir ekkert til þess.Virðing stjórnarflokkanna fyrir kjósendum er engin.Flokkarnir virðast telja,að þeir geti svikið kosningaloforðin án þess að depla auga. Og virðing ráðherranna fyrir sannleikanum er ekki meiri en svo,að forsætisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali,að það það væri búið að efna öll kosningaloforðin.Hann "gleymdi" ekki aðeins kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja heldur engin loforðinu um að afnema ætti verðtrygginguna!

 

Björgvin Guðmundsson

 


Listamannalaun 351.500 kr- lífeyrir aldraðra 246 þúsund kr fyrir skatt!

Samkvæmt fjárlögum fyrir yfirstandandi ár eru listamannalaun 351.500 krónur á mánuði. Engar skerðingar.En lífeyrir aldraðra og öryrkja er 246 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt,207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt hjá einhleypum,185 þúsund eftir skatt hjá hjónabands-og sambúðarfólki.Síðan eru miklar skerðingar hjá öldruðum og öryrkjum og þær eiga að halda áfram þó nýjar tillögur verði samþykktar,verða þá 45% af öllum tekjum,öððrum en séreignalífeyrissparnaði og fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

Listamannalaun eru með öðrum orðum rúmlega eitt hundrað þúsund krónum hærri en lífeyrir aldraðra og öryrkja.Þannig metur ríki og alþingi sína eldri borgara og öryrkja í samanburði við listamenn.

 

Björgvin Guðmundsson


Mannréttindi brotin á eldri borgurum

 

Mikil átök urðu á síðasta ári um kjaramál eldri borgara.Ríkisstjórnin vildi ekki veita öldruðum sömu hækkun á lífeyri sínum eins og launþegar höfðu fengið.Sá,sem stóð fremstur í fylkingu að koma í veg fyrir að aldraðir fengju sambærilega hækkun og launafólk var fjármálaráðherrann,Bjarni Benediktsson.Hann virðist hafa talið,að ríkiskassinn stæði og félli með kjörum eldri borgara.

Vegna þvermóðsku fjármálaráðherra samþykkti kjaranefnd Félags eldri borgara í Rvk eftirfarandi ályktun:

Kjaranefnd FEB harmar neikvæð viðbrögð fjármálaráðherra við eðlilegri leiðréttingu á lífeyri aldraðra í kjölfar nýrra kjarasamninga verkalýðsfélaganna.Krafa verkalýðsfélaganna um 300 þúsund króna lágmarkslaun hefur náð fram að ganga. Í samræmi við það eiga eldri borgarar að fá sambærilega hækkun á sínum lífeyri enda er það lögbundið,að við hækkun lífeyris sé tekið mið af launaþróun en lífeyrir hækki þó aldrei minna en vísitala neysluverðs.Kjaranefndin skorar á  fjármálaráðherra að  endurskoða afstöðu sína til  leiðréttingar á lífeyri eldri borgara.Sé það meining fjármálaráðherra að hafa af eftirlaunafólki sambærilega hækkun  á lífeyri og fólk á almennum vinnumarkaði  fær á sínum launum er það hreint mannréttindabrot.Það er lögbundið hér og í samræmi við alþjóðasamninga um mannréttindamál,að eldri borgarar njóti sama réttar og aðrir þegnar þjóðfélagsins.

 Eldri borgarar hafa fengið miklu minni hækkanir lífeyris á síðasta ári og í ár en launþegar fengu og þeir fengu  hækkanir miklu seinna. Það var níðst á öldruðum. Og það er ekki enn farið að samþykkja að aldraðir fái hækkun í 300 þúsund á mánuði eins og launþegar.


Skref í rétta átt gegn skattaskjólum en ekki bann

Í gær var lögð fram í efnahags-og viðskiptanefnd alþingis skýrsla um skattaskjólin og starfsemi Íslendinga í þeim.Þar er að finna tillögur um ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr starfsemi Íslendinga þar og gera hana sýnilegri.Til dæmis er þar gert ráð fyrir mikilli upplýsingagjöf og m.a. upplýsingum um eignarhald og heimild til þess að áætla tekjur á starfsemi Íslendinga þar.Hins vegar er ekki um að ræða tillögur um að banna starfsemi Íslendinga með öllu í skattaskjólunum en það teldi ég eðlilegast. Ef þeir,sem eru með fjármuni í skattaskjólum geta ekki lengur pukrast með fjármunina þar og verða að gefa þá alla upp hafa þeir ekkert þar að gera lengur og geta alveg eins geymt peninga í íslenskum bönkum eða bönkum grannlandanna.Það á að banna þessa starfsemi í skattaskjólum alveg.Það er það eina sem dugir.

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls!

Ríkisvaldið skammtar öldruðum og öryrkjum naumlega með annarri hendi og tekur til baka hluta með hinni í skatta þannig,að eftir verður hungurlús,sem ekki er unnt að lifa af hjá þeim,sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum.Í Noregi er lífeyrir aldraðra skattfrjáls og auðvitað á það að vera eins hér.

Einhleypur eldri borgari á Íslandi hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá Tryggingastofnun á manuði en sá sem er í hjónabandi eða í sambúð hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Það sér hver maður,að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessum upphæðum. Einheypingur verður að greiða af lífeyrinum 40 þúsund í skatt og sá,sem er í sambúð eða hjónabandi verður að greiða 27 þúsund. Alþingi og ríkisstjórn verður að taka rögg á sig og stórhækka lífeyri þessara hópa.Það er stutt eftir af þinginu,þar eð kjósa á í haust.Þetta verður því að gerast hratt.

 

Björgvin Guðmundsson


Skerðing vegna atvinnutekna eykst!

Talsmenn tillagna ríkisstjórnarinna um endurskoðun almannatrygginga segja,að auðljóst sé,að skerðing minnki,þar eð eldri borgarar fái að halda 55% en skerðing verði 45%.Þetta er blekking.

Í dag er 109 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna.Eldri borgarar mega því vinna fyrir 109 þúsund krónum á mánuði án þess það valdi skerðingu lífeyris TR.En í nýju kerfi fellur frítekjumarkið niður. Skerðing eykst því,ef tekjur eru hóflegar.Frítekjumark vegna lífeyrissjóðsgreiðslna er 27 þúsund á mánuði.Það fellur niður.

Það sem er þó verst: Lífeyrir þeirra,sem aðeins hafa tekjur frá TR hækkar ekki neitt. Sá lífeyrir verður óbreyttur.Hann hækkar ekki um eina krónu.

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband