Ríkið hefur ekkert leyfi til þess að seilast i lífeyri okkar!

Ríkið hefur ekkert leyfi til þess að seilast i lífeyri okkar í lífeyrissjóðunum. Eldri borgarar eiga þennan lífeyri,hafa safnað honum saman á langri starfsævi og vilja nota hann óskertan,þegar þeir komast á eftiraun.En þetta gerir ríkið gegnum Tryggingastofnun,þegar hún skerðir lífeyri almannatrygginga vegna þess,að eldri borgari fær greiðslur úr lífeyrissjóði. Það er dregið úr þessum skerðingum í drögum að nýju almannatryggingafrumvarpi en ekki nóg. Það á að afnema skerðinguna með öllu eins og Bjarni Benediktsson lofaði að gera fyrir kosningar 2013.

Það er hins vegar ekkert dregið úr skerðingum lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna.Þvert á móti er sú skerðing aukin en á sama tíma segist félagsmálaráðherra  vilja stuðla að því að eldri borgarar geti unnið lengur.Það er ekki aðferðin til þess að auka skerðingu vegna atvinnutekna.Það ætti að duga ríkinu að fá skatta af atvinnutekjunum þó auknar skerðingar lífeyris almannatrygginga bætist ekki við.

En stærsti gallinn á frumvarsdrögum ríkisstjórnarinnar um TR er sá,að lífeyrir aldraðra og öryrkja á ekki að hækka um eina krónu.Lagt er til,að lífeyrir verði óbreyttur hjá þeim,sem hafa einungis tekjur frá TR.Þó er það svo, að ekki er unnt að lifa af þessum lífeyri. Félag eldri borgara í Rvk hefur írekað sagt frá þvi að eldri borgarar hringi mikið i skrifstofu félagsins og segi frá þvi að þeir eigi ekki fyrir mat út mánuðinn. En það hreyfir ekki við stjórnvöldum. Þau segja aðeins, að allir hafi að gott hér!

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyristökualdur hækki í áföngum í 70 ár

Samkvæmt drögum að frv. um almannatryggingar er gert ráð fyrir,að lífeyristökualdur hækki í áföngum í 70 ár en hann er í dag miðaður við 67 ára aldur.Breytinguna á að gera smátt og smátt á næstu 24 árum.Þessi breyting getur sparað ríkinu stórfé.Óvíst er því hvort ríkið græðir eða tapar á breytingum þeim, sem rætt er um á almannatryggingum.

Í dag mega ellilífeyrisþegar fresta töku lífeyris til 72 ára aldurs en samkvæmt drögunum verður heimilt að fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs.Frestun töku lífeyris hefur áhrif á fjárhæð lífeyris til hækkunar.

Mjög er misjafnt hvernig heilsufari eldri borgara er háttað. Þeir,sem eru góðir til heilsunnar vilja gjarnan fresta töku lífeyris  og þá geta þeir hugsað sér að vinna lengur en hinir,sem eru slæmir til heilsu, vilja ekki gera það.En miklar skerðingar lífeyris vegna atvinnutekna draga úr áhuga á að fresta töku lífeyris og vinna lengur.Og skerðingin eykst enn samkvæmt drögunum að nýju frumvarpi almannatrygginga.

Gert er ráð fyrir í drögunum að stíga fyrstu skref í því að taka upp starfsgetumat við ákvörðun örorkulífeyris í stað læknisfræðilegs mats,sem gildir í dag.Öryrkjabandalagið var andvígt þessum tillögum í nefndinni sem samdi tillögurnar. Því heitir það svo, að um tilraunaverkefni verði að ræða til innleiðingar starfsgetumats.

Félagsmálaráðherra segir,að ætlunin sé að skapa hvata fyrir aldraða til aukinnar atvinnuþátttöku.Besti hvatinn væri að fella niður skerðingu á lífeyri TR vegna atvinnutekna.Það ætti að vera nóg fyrir ríkið að fá skattinn.En það skapar ekki hvata að auka skerðingu vegna atvinnutekna eins og drögin gera ráð  fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Lífeyrir aldraðra og öryrkja óbreyttur í drögum að frumvarpi!

Félagsmálaráðherra,Eygló Harðardóttir,hefur lagt fram drög að frumvarpi  um endurskoðun laga um almannatryggingar.Er það mjög í samræmi við álit nefndar sem gerði tillögur um breytingar. Til dæmis er lífeyrir óbreyttur í drögunum.Hann hækkar ekkert frá því,sem nú er.Skerðing lífeyris vegna atvinnutekna eykst hjá öllum sem hafa meiri atvinnutekjur en 50 þúsund krónur á mánuði en skerðing minnkar nokkuð hjá þeim sem hafa lífeyrissjóðsgreiðslur.Öll frítekjumörk eru felld niður.Skerðing verður 45%  og kemur i stað annarrar skerðingar.

Eins og ég hef sagt undanfarið tel ég að afnema eigi skerðingar alveg.Það er það eina rétta enda var því lofað fyrir síðustu kosningar að tekjutengingar yrðu afnumdar.Við það á að standa.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Burt með tekjutengingar!

 

 

 

Stefán Ólafsson prófessor var að tala um málefni aldraðra á Hringbraut,sjónvarpi.Hann er vel fróður um málefni almannatrygginga.Stefán vék að því, að í Noregi mættu eldri borgarar vinna ótakmarkað fyrir tekjum án þess að sæta skerðingu á lífeyri almannatrygginga.Hann mælti með þessu fyrirkomulagi og sagði nóg að rikið tæki skatta af þeim tekjum sem aldraðir öfluðu sér þó þeir þyrftu ekki einnig að sæta skerðingum almannatrygginga.Það er einmitt þetta,sem ég hef verið að berjast fyrir. Stefán benti á, að ekki væri tekið á þessu atriði í nýjum tillögum um almannatryggingar.Ég heyrði,að við Stefán erum sammála í þessu efni.

Í Noregi eru heldur ekki skerðingar á grunnlífeyri þar eð grunnlífeyrir er heilagur i Noregi.Allir fá hann fátækir sem ríkir og Íslendingar þurfa ekki að vera nema 3 ár í Noregi til þess að öðlast sama rétt til grunnlífeyris  og Norðmenn.Og mig minnir,að ekki séu heldur neinar aðrar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Nýjar tillögur um almannatryggingar hér taka heldur ekki nógu vel á þessu atriði. Það er að vísu dregið nokkuð úr skerðingum lífeyris almannatrygginga  vegna greiðslna úr lífeyrissjóði en hvergi nærri nóg. Mín skoðun er sú, að afnema eigi alveg tekjutengingar í almannatryggingum vegna aldraðra.Þetta hefur verið samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði þessu fyrir síðustu kosningar. Nú er lag til þess að afnema tekjutengingar,afnema allar skerðingar lífeyris TR vegna atvinnu,fjármagns og lífeyris úr lífeyrissjóði.Krafan er : Burt með tekjutengingar

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur


Lækka má matarverð um 35%; mikil kjarabót aldraðra og öryrkja

 

Neytendasamtökin hafa sýnt fram á, að matvara gæti verið 35% ódýrari ef tollar og innflutningshindranir á matvöru (landbúnaðarvörum) verða felldir niður.Hér fara á eftir dæmi um verðmun á nokkrum vörutegundum,þ.e. hversu mikið þær mundu lækka, ef  tollum og hindrunum væri rutt úr vegi:

Ostur 33-43 %

Kindakjöt 21-36%

Kjúklingar 35-53%

Egg 30%

Svínakjöt 19-22%

Nautakjöt 36-44%.

Hér er gerður samanburður á  verði í Bónus,í febrúar 2016 og verði innfluttrar vöru eins og það væri ef varan væri tollfrjáls og án innflutningshindrana.

Ef þessar ráðstafanir yrðu gerðar mundu íslenskir neytendur spara 22 milljarða  á ári en auk þess mundu sparast  14 milljarðar í skattgreiðslum,vegna styrkja eða alls mundi hagræði  neytenda vera

36 milljarðar á ári eða  100 þúsund krónur á hvern  Íslending.

Lækkun á verði landbúnaðarvara yrði bein kjarabót fyrir eldri borgara og öryrkja. Matarreikningurinn er mjög hár í rekstri hvers heimilis.Og þegar erfitt er að láta enda ná saman skiptir miklu máli, ef unnt er að lækka matarreikninginn um 35% eins og Neytendasamtökin segja, að unnt sé að gera. Þetta er því brýnt hagsmunamál aldraðra og öryrkja.

Það er gert ráð fyrir því í alþjóðasamningum, sem Ísland er aðili að, að tollar á innfluttum landbúnaðavörum lækki og falli niður á ákveðnum tíma. Íslensk stjórnvöld hafa hunsað þessa samninga og ekki fellt niður tolla í eins ríkum mæli og samningar kveða á um.Það er krafa neytenda að staðið verði við þessa samninga og tollar lækkaðir og felldir niður.Undir þá kröfu hljóta aldraðir og öryrkjar að taka.Þessi lækkun gæti skipt sköpum fyrir þá sem minnst hafa.

Björgvin Guðmundsson

pistlahöfundur

 


Efna stjórnarflokkarnir kosningaloforðin í ágúst?

 

Það styttist til þingkosninga.Gömlu flokkarnir standa illa: Sjálfstæðisflokkurinn er komin niður fyrir 20% samkvæmt skoðanakönnunum ( með 19,7%).Var 35-40% flokkur. Framsóknarflokkurinn hefur hrapað úr 24% í síðustu þingkosningum í 9,5% samkvæmt skoðanakönnunum og Samfylkingin er með 9% miðað við 13% í síðustu kosningum en flokkurinn tapaði miklu fylgi i kosningunum 2013.VG getur tæplega talist gamall flokkur; það er svo stutt síðan flokkurinn var stofnaður. En VG er eini flokkurinn sem heldur sæmilega í horfinu.Hvers vegna skyldu gömlu flokkarnir standa svona illa.Hvers vegna skyldi fylgið fara yfir  á nýja flokka,Pirata og Viðreisn? Það er vegna þess,að kjósendur treysta ekki gömlu flokkunum. Þeir hafa svo oft svikið kjósendur.

Stjórnarflokkarnir lofuðu  láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Þeir sviku það. Framsóknarflokkurinn lofaði að afnema verðtrygginguna. Flokkurinn sveik það. Stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans. Þeir sviku það.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að afnema tekjutengingu almannatrygginga vegna aldraðra. Hann hefur svikið það.Samfylkingin og VG lofuðu að koma á norrænu velferðarkerfi í stjórnartíð sinni.Þeir sviku það.

Kjósendur hafa fengið nóg af sviknum loforðum.Þeir láta ekki bjóða sér slíkt lengur.Flokkarnir ættu að taka upp ný vinnubrögð og nýja framkomu við kjósendur  strax og láta það koma fram ,þegar þing kemur saman í ágúst. Það eru síðustu forvöð fyrir stjórnarflokkanna að efna kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir siðustu þingkosningar.Ef þeir efna þessi loforð í ágúst,þegar þing kemur saman á ný er það merki um ný vinnubrögð.Við skulum vona,að slík verði raunin.Framtíð alþingis er í húfi.

 

Björgvin Guðmundsson


TR tekur peningana til baka af öldruðum og öryrkjum!

Eldri borgari,kona, kom að máli við mig og sagðist hafa fengið bréf frá Tryggingastofnun um að hún ætti að endurgreiða stofnuninni yfir 90 þúsund krónur,þar eð hún hefði fengið ofgreitt.Hún hafði aðeins 140 þúsund krónur á mánuði fyrir og skildi ekki hvernig sú hungurlús gæti talist ofgreiðsla.Á ekki TR að reikna þetta rétt út í byrjun? Spurði konan.Nú á hún að endurgreiða TR "ofgreiðsluna" næstu 12 mánuði. Litla hungurlúsin lækkar þá enn.

Mjög margir segja nú svipaða sögu þessa dagana og sumir fá miklu hærri kröfu um endurgreiðslu. Þetta getur ekki gengið svona áfram. Það verður að afnema þessa bakreikninga. Og það verður best gert með því að afnema tekjutengingar eins og Bjarni Benediktsson lofaði fyrir síðustu kosningar en hefur ekki staðið við. Nú er komið að skuldadögum varðandi efndir kosningaloforða.Það verður að efna þau strax.

Björgvin Guðmundsson

 


Bretar detta líka út úr EES nema.......

 

 

Fréttamaður RUV hafði viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra  um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bjarni sagði: Ég hef engar áhyggjur af þessu vegna Íslendinga.Þetta ( útganga Breta) snýst ekki um  frjáls viðskipti.Þetta snýst um aðra hluti. Frjáls viðskipti verða áfram í gildi.Þetta er misskilningur hjá Bjarna. Málið snýst einmitt um frjáls viðskipti og  þau eru nú í hættu a.m.k milli Íslands og Bretlands og raunar einnig milli Bretlands og ESB .Enda þótt önnur atriði hafi hleypt málinu af stað í Bretlandi, t.d. innflytjendamál en Bretar vildu fá meiri völd til þess að sporna gegn innflytjendum, þá eru viðskiptamálin nú í uppnámi,  þar eð Bretar eru að segja sig frá öllu samstarfinu,tollabandalaginu,fríverslun,innri markaðnum, fjórfrelsinu og öllu því sem samningur ESB tekur til. Auðvitað vija Breta halda því úr samstarfinu,sem hentar þeim en það er ekki i boði. Þeir vilja til dæmis halda EES samstarfinu en  það er ekki sjálfgefið, að sá samningur verði i boði, a.m.k verður að semja um öll þessi atriði. Menn verða að átta sig á því, að EES samningurinn er á milli ESB og EFTA.Aðeins  þau ríki,sem eru aðilar að öðru hvoru bandalaginu geta fengið aðild að EES samningnum.Bretar ætla út úr ESB og það þýðir,að þeir fara líka út úr EES nema þeir gangi aftur í EFTA eða nái sérsamningi.-Mer fannst einnig gæta nokkursn misskilnings hjá utanríkisráðherra á þessu máli.Ég hef t.d.enga trú á,að Bretar geri tvíhliða samning við Ísland áður en þeir ljúka samningum við ESB.Og það er heldur ekki unnt að virkja EFTA í málinu á meðan ekki er vitað hvort Bretar ætla að ganga aftur í EFTA. En ef til vill finnst Bretum lélegt að þurfa að ganga veginn alveg til baka. Utanríkisráðherra gerði lítið úr slæmum áhrifum fyrir Ísland. Jú,það dregur eitthvað úr útflutningi til Bretlands og ferðamannastraumur frá Bretlandi getur minnkað ,sagði hún.En stjórnvöld  hafa ekki áhyggjur af því.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum!

Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðunarkönnun Félagsvísindastofnunar. Flokkurinn er kominn niður fyrir 20%.Þetta er flokkurnn,sem var um langt skeið með 35-40% fylgi.Hann er nú orðinn milliflokkur að stærð og ef þetta hrun heldur áfram eins og búast má við má reikna með að Sjálfstæðisflokkurinn verði orðinn smáflokkur von bráðar.Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,7% og Framsókn mælist með 9,5%; var með 24% í kosningunum.Stjórnarflokkarnir eru því með undir 30% samanlagt,eða 29,2%.Þeir eru löngu búnir að missa meirihlutann. Þeir eru rúnir trausti.

Piratar eru stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni.Þeir eru með 28%.En hvers vegna hrynur fylgið af stjórnarflokkunum báðum? Ég tel,að það sé vegna mikilla svika við kjósendur. Framsókn lofaði að afnema verðtrygginguna en hefur ekkert gert í því. Hún lofaði að lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða en það skrapp saman í 82 milljarða. Og báðir hafa flokkarnr framið gífurleg kosningasvik við aldraða og öryrkja. Þeir hafa svikið kosningaloforð um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans en það þarf að hækka lífeyri um 20-25% til þess að efna þetta loforð.Stjórnarflokkarnir hafa svikið þetta loforð. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið loforðið um að afnema tekjutengingar almannatrygginga vegna aldraðra.

Hér áður kusu menn alltaf sama flokkinn hvernig svo sem þeir höguðu sér. Það er liðin tíð.Nú skipta menn um flokk ef þeirra flokkur stendur sig ekki. Þess vegna rjúka Píratar og Viðreisn upp.Það þýðir ekki lengur að hundsa kjósendur. Það þýðir ekki að svíkja kjósendur.

 

Björgvin Guðmundsson


Ellilífeyrir hærri á kreppuárunum en á síðasta ári sem hlutfall af lágmarkstekjum

Ráðherrarnir eru alltaf að guma af því hvað  ástandið í efnahagsmálum sé orðið gott og skilja má á þeim,að nógir peningar séu til.Tryggingastofnun hefur birt tölur um greiðslur almannatrygginga til einhleypra ellilífeyrisþega ( með eingr.) í hlutfalli af lágmarkstekjum (með eingr.)Þá kemur sú furðulega staðreynd í ljós,að ellilífeyrir er hærri á kreppuárunum,en á síðasta ári þegar ráðherrarnr þóttust vera að hækka lífeyrinn.Árið 2009 í kreppunni er lífeyrir einhleypra eldri borgara 115% af lágmarkstekjum en árið 2015 er hlutfallið 94,5% af lágmarkstekjum.Það sama blasir við ef hlutföllin eru athuguð hjá eldri borgurum sem eru i hjónabandi eða í sambúð.

 Ég hef skrifað um það,að kjör eldri borgara og öryrkja hafi ekki batnað þrátt fyrir fullyrðingar ráðherranna um annað. Og það er staðfest í tölum Tryggingastofnunar. Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra og öryrkja niðri þó komið sé góðæri að því,er þeir segja.

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband