Mannréttindamál í ólestri hér á landi

 

 

 

Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum  að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeir sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins,Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum  í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu  og gagnrýndi þá  ástand mannréttindamála hér. Ggagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki  fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra . Ísland undirritaði þennan samning fyrir 9 árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann.  164 ríki hafa fullgilt samninginn.

Á meðan mannréttindafulltrui Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygjó Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að  lagasetningu til undirbúnings fullgildingu . Ýmis  ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið .Málið heyrði undir innanríkisráðherra. Haft er eftir Ólöfu Nordal,innanríkisráðherra, að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning Sþ. Var  ljóst,að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að  samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði  fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið ,sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög.

Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun.Fyrir 4 árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð,  sem lagði  áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér .Það hefur ekki verið gert enn.Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verð að mismuna þeim á öllum sviðum , í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir  sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum.Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og  skilja aldraða eftir, þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir  og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40% kauphækkun.Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í 8 mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fréttblaðið 23.júní 2016

 

 

 

 


Útganga Breta úr ESB getur skaðað Ísland

 

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skrifar grein um  Breta og Evrópusambandið í Fréttablaðið í dag  í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslu þeirra i dag um afstöðu þeirra til ESB. Hún bendir réttilega á hve Bretland er mikilvægt viðskiptaland Íslands og að frjáls viðskipti milli Íslands og Bretlands grundvallist að miklu leyti á EES-samningnum.

EES samningurinn hefur reynst  Íslandi mikilvægur.En rifja má upp að enginn þingmanna Framsóknarflokksins greiddi atkvæði með því,að Ísland gerðist aðli að EES.Einn þingmannanna,Halldór Ásgrímsson,sat hjá en hinir greiddu atkvæði á móti.

Jón Baldvin Hannibalsson hafði forgöngu fyrir aðild Íslands að EES.Davíð Oddsson studdi málið.En sameiginlega komu þeir Íslandi með því  hálfa leið í ESB og rúmlega það.Bretland er eitt besta viðskiptaland Íslands og flestir ferðamenn koma frá Bretlandi eins og  utanríkisráðherra bendir á. Þessir þættir eru í hættu,ef Bretland gengur úr ESB. Þá verður óvissa um tolla á íslenskum sjávarafurðum í Bretlandi og talið er að pundið mundi veikjast mikið en það kæmi illa við Ísland.

 Þau ríki,sem ganga úr ESB fá 2ja ára aðlögunartima. Ekkert gerist því í 2 ár.En ef Bretar ganga út verða þeir að semja upp á nýtt við ESB annars missa þeir tollfrelsi fyrir sínar afurðir i ESB. EFTA- ríkin njóta tollfrelsis í ríkjum ESB út á samning EFTA við ESB,þ.e. EES samninginn.Bretar gengu úr EFTA þegar þeir gengu í ESB.Ef til vill verða þeir að ganga aftur í EFTA til þess að halda tollfríðindum eða að gera sérsamning við ESB. En ekkert er sjálfgefið i þessu efni.

David Cameron forsætisráðherra Breta tefldi á tæpt vað þegar hann ákvað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að ESB.Hann lofaði miklum undanþágum fyrir Breta frá ESB samningnum en fékk sáralítið út úr viðræðum.En málið hefur valdið klofningi i Íhaldsflokknum og er óvíst að Cameron haldi völdum  í flokknum,ef  útganga verður samþykkt.Málið er erfitt fyrir Cameron á hvorn veginn sem það fer.

Björgvin Guðmundsson

 


25,2% studdu framboð eldri borgara!

 

 

Dagblað  í Reyjavik segir, að 25,2% kjósenda telji líklegt, að þeir mundu styðja framboð eldri borgara, ef það kæmi fram við alþingiskosningar samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Þetta er gífurlegt fylgi við hugsanlegt framboð eldri borgara. Þessi niðurstaða bendir til þess, að framboð eða flokkur eldri borgara gæti strax í byrjun orðið einn stærstu flokkur landsins.

 

Þessi frétt kom í  íslensku dagblaði  haustið 2006.Þetta er með öðrum orðum ekki ný frétt. Þetta er ekki frétt frá því í dag eða frá síðustu dögum.En ég birti þetta vegna þess,að ég tel líklegt,að niðurstaða slíkrar könnunar yrði svipuð í dag og 2006. Það var gífurleg óánægja með kjör eldri borgara 2006 og það er gífurleg óánægja með kjörin í dag. Ekkert hefur breytst í því efni.Kjör eldri borgara voru óviðunanandi 2006 og þau eru óviðunandi í dag hjá þeim,sem verða að reiða sig a lifeyri almannatrygginga.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Afnema á tekjutengingar almannatrygginga vegna aldraðra!

 

 

Almannatryggingar skerða lífeyri eldri borgara  og öryrkja,ef þeir hafa greiðslur úr lífeyrissjóði.Almannatryggingar skerða einnig lífeyri eldri borgara og öryrkja ,ef þeir hafa verulegar atvinnutekjur.Þeir mega aðeins hafa 109 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði án skerðingar.Almannatryggingar skerða einnig lífeyrinn,ef um fjármagnstekjur er að ræða Ekki má hafa nema 109 þúsund króna fjármagnstekjur Á ÁRI án skerðingar.

Slíkar skerðingar þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Ég tel að afnema eigi þessar tekjutengingar með öllu.Þær valda öldruðum og öryrkjum mikilli kjaraskerðingu.Fyrir síðustu alþingiskosningar sendi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bréf til eldri borgara og lofaði því að afnema allar tekjutengingar vegna aldraðra í kerfi almannatrygginga,ef hann kæmist til valda.Bjarni komst til valda en hann er ekki farinn að efna þetta kosningaloforð enn.Nú eru síðustu forvöð fyrir hann að efna kosningaloforðið, .þar eð kjósa á í oktober.Þetta var það stórt kosningaloforð,að hann átti að efna Það strax eftir kosningar,þ.e. árið 2013. En svo virðist sem Bjarni hafi ætlað að svíkja þetta stóra kosningaloforð.Hvað á  þjóðin að gera  við stjórnmálamenn,sem svíkja hana? Hún á að kasta þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Tugir milljarða hafðir af öldruðum og öryrkjum!

 

 

 

Árið 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl lágmarkslauna og lífeyris aldraðra og  öryrkja.Fram að þeim tíma  hækkaði lífeyrir alltaf strax nákvæmlega eins og lágmarkslaun verkafólks.Stjórnvöld heldu því fram við breytinguna, að hún mundi ekki verða öldruðum og öryrkjum óhagstæð. Þvert á móti mundi hún verða hagstæð öldruðum og öryrkjum.En það fór á annan veg. Árið 2006, þegar 11 ár voru liðin frá breytingunni leiddu útreikningar í ljós, að aldraðir og öryrkjar höfðu skaðast um 40 milljarða króna á breytingunni.Segi og skrifa 40 milljarða. Það er ekki lítil upphæð.

En hvað hafa aldraðir og öryrkjar þá skaðast mikið síðan, þ.e. á því,að  ekki hefur verið staðið við kosningaloforðin sem þeim voru gefin fyrir þingkosningarnar 2013.Og  á því, að þeir hafa áfram verið hlunnfarnir á þeim tíma,sem liðinn er frá þingkosningunum 2013. Aldraðir og öryrkjar hafa skaðast um 35 milljarða á því tímabili. Alls hafa þeir því skaðast um 75 milljarða á þessu tímabili öllu.Það eru 3,6 milljarðar á ári. Afkoma aldraðra og öryrkja væri alt önnur í dag ef þeir hefði fengið þessar fjárhæðir eins og þeim var lofað.Aldraðir og öryrkjar hafa verið sviknir. Það hefur verið níðst á þeim.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Opið bréf til Sigurðar Inga!

 

 

Sæll Sigurður Ingi Jóhannsson,forsætisráðherra!

Ég þakka þér fyrr ágæta ræðu á þjóðhátiðardaginn,17.júní. Ég hnaut sérstaklega um þau orð þín, að enginn ætti að líða skort á Íslandi og, að menn þyrftu að taka höndum saman um að uppræta skort.Það hljóta að vera hæg heimatökin hjá þér að vinna að þessu máli, þar eð þú ert forsætisráðherra og æðsti embættismaður ríkisins.

Ég vil koma á framfæri við þig nokkrum orðum um þetta mikilvæga mál. Með því að ég hef verið formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík til margra ára,hef ritað mikið um kjör aldraðra,  er ég vel kunnugur því hvernig eldri borgurum tekst að komast af, ef þeir hafa einungis lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu. Fjöldi eldri borgara á eftirlaunum hringir reglulega til mín og greinir mér frá afkomu sinni.Margir þeirra búa við skort. Skrifstofa Félags eldri borgara í Reykjavik fær einnig stöðugt kvartanir frá ellilífeyrisþegum, sem komast ekki af , eiga ekki fyrir mat í lok mánaðar, geta ekki leyst út lyfin sín eða eiga ekki fyrir læknisheimsókn. Þetta ástand er að sjálfsögðu óásættanlegt.Þetta er einmitt dæmi um skortinn, sem þú ræddir um í þinni ræðu.

Ríkið ber ábyrgð á því hvað aldraðir, öryrkjar og aðrir fá mikinn lífeyri frá almannatryggingum. Það má því segja, að þú berir ábyrgð á því, ef þessi lífeyrir dugar ekki til framfærslu og veldur skorti. Ég legg til,   að þú gangir strax í málið og leggir til, að ríkisstjórnin hækki lífeyrinn það mikið, að hann dugi til framfærslu, svo unnt verði að uppræta skort hjá  þeim, sem fá þennan lifeyri.

Aldraðir fá í dag 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá almannatryggingum , þ.e. einhleypingar, sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum.Það liggur fyrir og það þarf ekki að ræða það eða athuga, að ekki er unnt að framfleyta sér á svo lágum lífeyri .Það þarf því ekki að setja það í neina  nefnd eða athugun hvort þetta dugi.Niðurstaðan liggur fyrir. Spurningin er þá sú hvað þarf að hækka þetta mikið svo það dugi til framfærslu? Hagstofan hefur kannað meðaltalsútgjöld einstaklinga og fjölskyldna.Engir skattar eru inni í þeim tölum.Hafa má hliðsjón af þessum tölum.

Mín tillaga er þessi: Lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem eingöngu hafa tekjur frá TR, verði  hækkaður um  50 þúsund. kr  á mánuði. Við það mundi lífeyrir aldraðra einhleypinga hækka í 257 þúsund krónur á mánuði eftir skatt; miðað  við engar aðrar tekjur.Lífeyrir öryrkja  hækki jafnmikið og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega.Ég tel, að ríkið hafi auðveldalega efni á þessari leiðréttingu í dag miðað við þær fréttir, sem fluttar hafa verið undanfarið um góða stöðu ríkissjóðs.

Þessi tillaga mín felur í sér algert lágmark. En slík hækkun mundi samt skipta sköpum fyrir aldraða og öryrkja.

Tillögur um endurskoðun almannatrygginga, sem liggja hjá félagsmálaráðherra, gera ekki ráð fyrir neinni hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja hjá þeim hópi, sem ég hef hér rætt um. Þess vegna leysa þær ekki málð.

Ég skora á þig Sigurður Ingi að ganga strax í  þetta mál  og leysa það fyrir haustið. Með því mundir þú leiða i ljós, að full meining var í ræðu þinni 17.júní.

Með bestu kveðju

Björgvin Guðmundsson

Viðskiptafræðingur

pistlahöfundur

 

 


Misskiptingin yfirgengileg.Meðallaun ASÍ félaga tvöfalt hærri en lífeyrir

Misskiptingin í þjóðfélaginu er yfirgengileg.Heildartekjur launahæstu tíu prósent Íslendinganna hafa hækkað um 80 milljarða frá árinu 2010. Þessi hópur var með yfir 20 milljónir að meðaltali í árslaun í 2013. 19.324 einstaklingar eru í þessum hópi. Hópurinn fékk greitt ríflega þriðjung allra launa á Íslandi  og fimmtungur hæst launuðu Íslendinganna var samtals með um 56 prósent allra launatekna í landinu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands yfir heildaratvinnutekjur Íslendinga.

Hagstofan raðar einstaklingum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum. Þeir sem minnstar hafa tekjurnar raðast í fyrsta hópinn og svo koll af kolli. Efstu tveir tekjuhóparnir eru með samtals um 479 milljarða í atvinnutekjur 2013 borið saman við 22,2 milljarða heildartekjur neðstu tveggja hópanna. Atvinnutekjur efsta hópsins, hæst launuðu einstaklinganna, hafa hækkað um 26 prósent  2010-2013 eða um 80 milljarða króna. Laun allra hinna 90 prósent íslendinga hækkuðu á sama tímabili um 136 milljarða.

Meðallaun ASÍ félaga á almennum markaði voru 425 þúsund krónur á mánuði 2013.Þau voru 277 þúsund á mánuði hjá sveitarfélögum og 345 þúsund krónur á mánuði hjá ríkinu.Þessar tölur hafa hækkað talsvert síðan,einkum vegna kjarasamninganna á síðasta ári en þeir lyftu öllum launum mikið.En þó hér sé vitnað í launatölur frá 2013 leiða þær í ljós,að  launin eru langt yfir lífeyri aldraðra. Meðallaun ASÍ félaga á almennum markaði voru 425 þúsund krónur á mánuði 2013 en lífeyrir aldraðra var það ár aðeins 211.000  krónur á mánuði fyrir skatta hjá einhleypingum.Af því sést hve mikið er níðst á öldruðum í kjaramálum. Þeim er haldið niðri við fátækramörk.

Björgvin Guðmundsson

 


Ætlar Sigurður Ingi að ráða bót á skorti aldraðra og öryrkja?

Sigurður Ingi Jóhannssn forsætisráðherra flutti ræðu á Austurvelli 17.júní eins og venja hefur verið, að forsætisráðherrar gerðu.Það vakti athygli mína, að forsætisráðherra sagði, að allir yrðu að taka höndum saman og tryggja,að  enginn liði skort hér á landi. Eru þetta innantóm orð eða meinar forsætisráðherra eitthvað með þessum orðum?  Ég spyr vegna þess, að  þetta mál heyrir undir hann sjálfan fyrst og fremst.Hann er æðsti embættismaður ríkisins og það er ríkið, sem skammtar öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geta ekki lifað af honum.Með öðrum orðum: Þeir eru í hópi þeirra sem líða skort ( þeir, sem aðeins hafa tekjur frá  almannatryggingum).Það er hlutverk æðstu stjórnenda landsins að fylgjast með því hvernig þegnarnir hafa það. Og það hefur ítrekað komið fram í fréttum frá Félagi eldri borgara í Reykjavík  og frá kjaranefnd félagsins, að hópur eldri borgara á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins og mörg dæmi eru um, að eldri borgarar geti ekki leyst út lyfin sín.Ræða Sigurðar Inga á því við þetta fólk.Ég vil þvi vænta þess, að hann gangi nú strax í það, að leiðrétta kjör þeirra aldraðra og öryrkja, sem verst eru staddir.Geri hann það ekki voru þetta innantóm orð,sem hann lét falla í ræðu sinni á Austurvelli.

Síðan þurfa stjórnvöld að sjálfsögðu að huga að öðrum hópum, sem líða skort hér á landi. Þar gæti samstarf við sveitarfélögin verið eðlilegt, þar eð framfærsluskylda hvílir á sveitarfélögunum og sveitarfélögin skammta einnig mjög naumt til þeirra, sem ekki geta framfleytt sér.Það er ekki nóg að láta falleg orð heyrast á hátíðisdögum.Það þarf að gera eitthvað í málinu.Og það þarf að gera eitthvað strax til þess að binda endi á fátækt og skort.Ísland hefur næga fjármuni til þess að takast á við þetta verkefni nú þegar.

Björgvin Guðmundsson


Allir fengu miklar hækkanir 2015 nema aldraðir!

 

Á árinu 2015 urðu meiri launahækkanir en átt höfðu sér stað um langt skeið. Lágmarkslaun verkafólks og verslunarmanna hækkuðu um 14,5% frá  1.mai það ár.Byrjunarlaun fiskvinnslufólks hækkuðu um 30%.Nýlæknar fengu 25% hækkun og aðrir læknar allt að 40% hækkun,framhaldsskólakennarar fengu  44% hækkun,grunnskólakennarar fengu 33% hækkun og auk þess hækkun vegna afsals kennsluafsláttar og hjúkrunarkonur fengu 23,9% hækkun.

Af þessum tölum má glöggt sjá, að aldraðir fengu miklu minni hækkun, þar eð þeir hækkuðu aðeins um 3% á árinu 2015. Ég tel,að þetta hafi verið brot á lögum  en samkvæmt  þeim á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun og aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs hækkar.Hvert mannsbarn sér, að launaþróun 2015 fól í sér miklu meiri hækkun en aldraðir fengu.

Setja verður í lög skýr ákvæði um það við hvað á að miða,þegar breyting á lífeyri er ákveðin.Launaþróun er alltof loðið hugtak. En mestu máli skiptir einnig, að lífeyrir sé ákveðinn það hár, að hann dugi fyrir framfærslu og sómasamlegum lífskjörum aldraðra. Svo er ekki í dag.Margir eldri borgarar og öryrkjar geta ekki leyst út lyfin sín.Við verðum að breyta þessu.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Stjórnvöld áhugalaus um mannréttindamál!

 

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum rætt um mannréttindamál  og  hvort væri verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum.Meðal annars ræddum við í kjaranefndinni mannréttindaákvæði Evrópusambandsins.Við fengum Margréti Steinarsdóttur framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands oftar en einu sinni á fund okkar til .þess að ræða mannréttindamálin.

Þessar umræður leiddu í ljós,að  Íslendingar standa langt að baki öðrum vestrænum þjóðum í mannréttindamálum.Evrópusambandið hefur sett í lög og reglur mjög metnaðarfull ákvæði um mannréttindamál.ESB er mörgum skrefum á undan Íslandi í mannréttindamálum enda komið í ljós,að mannréttindamál eru miklum ólestri á Íslandi.Og það sem verra er: Svo virðist sem stjórnvöld hafi engan áhuga á umbótum í mannréttindamálum.

Það er almennt talinn stór þáttur til réttlætingar lögbundnum starfslokaaldri að viðkomandi séu tryggð eftirlaun sem duga til framfærslu.  Þetta kom fram í fyrirlestri sem Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands hélt í  Félagi eldri borgara í Reykajvík.. Hún segir að Íslendingar eigi aðild að alþjóðasamningi um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi, en þar skuldbindi ríki sig til þess að gæta sérstaklega að viðkvæmum hópum og tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi. . Með samningnum er bókun,sem við höfum að vísu ekki fullgilt hér, en hún gerir borgurum aðildarríkja kleift að kæra meint brot á samningnum til nefndar sem starfar á grundvelli hans.-Stór hluti aldraðra getur ekki lifað mannsæmandi lífi í dag.

Björgvin Guðmundsson

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband