Öryrkjar andvígir tillögum um endurskoðun almannatrygginga!Lífeyrir á að vera óbreyttur

 

 

 

Ef litið er á tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga í heild kemur eftirfarandi í ljós:

Tillögurnar gera ráð fyrir, að  breytt verði algerlega um aðferð við mat á örorku. Í stað læknisfræðilegs mats á örorku komi  starfsgetumat.Þeir,sem eru með 50% örorku eða minna,  haldi fullum lífeyri þrátt fyrir atvinnutekjur. Þeir,sem eru 75% öryrkjar eða meira, sæta skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna, sem nemi 45%.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði óbreyttur eða 212 þúsund krónur fyrir skatt án heimilisuppbótar. En með heimilisuppbót verður lífeyrir 246 þúsund á mánuði hjá einhleypum fyrir skatt eins og er í dag.

Öryrkjabandlagið leggst gegn tillögu nefndarinnar um starfsgetumat. Bandalagið hefur lagt fram sínar eigin tillögur um  örorkumat. Bandalagið gagnrýnir harðlega að mismuna eigi  öryrkjum eftir því hvort þeir séu með 50% örorku eða meira.Bandalagið gagnrýnir það harðlega,að 75% öryrkjar og meira eigi að sæta 45% skerðingu fari þeir út á vinnumarkaðinn.Bandalagið telur þetta alltof mikla skerðingu.

Ég tek undir gagnrýni Öryrkjabandalagsins. Og raunar gagnrýni ég það harðlega að fella eigi niður öll frítekjumörk og taka upp 45% skerðingarhlutfall.Með þvi, að í gildi er í dag 109 þúsund  króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eykst skerðing hjá öldruðum,sem fara út á vinnumarkaðinn og vinna sér inn  100-190 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði.Og sama gildir um 75% öryrkja.Skerðing atvinnutekna hjá þeim eykst. Tillögur nefndarinnar um að draga úr skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrssjóði ganga of skammt. Eðlilegast er að afnema skerðingu lífeyris vegna lífeyrissjóða með öllu. Lífeyrir,sem eldri borgarar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum eiga að  gagnast þeim að fullu, þegar þeir fara á eftirlaun.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir þvi.Við það á að standa.

Tillögur um sveigjanleg starfslok eru til bóta. Heilsufar landsmanna fer batnandi. Og eldri borgarar geta þar af leiðandi unnið lengur en áður. En ekkert gagn er í því ef ríkið hirðir allt af þeim með skerðingum og sköttum.

Björgvin Guðmundsson


Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!

 

 

Nú styttist í alþingiskosningar.Ef marka má yfirlýsingu leiðtoga ríkisstjórnarinnar verður kosið i oktober.Það er  stuttur tími til stefnu og ekki seinna vænna  að athuga hvað á að kjósa .Ég tel,að aldraðir og öryrkjar eigi að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn styðji kjarabætur þeim til handa.Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja.Kjörseðillinn er þeirra “ verkfallsvopn“.Það ríður á að beita því rétt.

Það þarf að kanna kvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stóðu með öldruðum og öryrkjum við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga í desember 2015.Það þarf að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn hafa viljað hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og verkafólk á að fá samkvæmt samningum.Það þarf að kanna hverjir vildu veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar,þingmenn,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu.Og hvaða þingmenn stóðu gegn því.Það er nokkur vinna í að að athuga þetta. En þetta er nauðsynleg vinna svo unnt sé að greiða atkvæði með kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum.

En svo þarf einnig að athuga núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og  öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013.Ef alþingismenn vilja komast i vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig.Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra  yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans.Það er ekki farið að efna þetta stóra loforð ennþá nú rétt fyrr kosningar.

Formaður Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson,sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar.Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá  almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Þetta  þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram hjá þjóðinni  nema hann efni þetta stóra loforð fyrst.Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnr lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru 6 atriði. Það er búið að efna 3 þeirra en 3 eru eftir. Það verður að efna þau líka.Það verður að efna öll kosningaloforðin fyrir kosningar.Tíminn er að renna út.

Kjörseðillinn er beitt vopn, ef hann er notaður  rétt.

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Fréttablaðið 14.júni 2016

www.gudmundsson.net

 

 


Aldraðir og öryrkjar stöðugt hlunnfarnir!

Árið 1995 var fellt úr lögum,að lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að hækka sjálfvirkt jafnmikið og lágmarkslaun hverju sinni.Frá því sú breyting var gerð hafa aldraðir og öryrkjar hvað eftir annað verið hlunnfarnir.Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup launafólks um 16% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði þá ekki um eina krónu. Árið 2011 voru almennir kjarasamnngar gerðir og lágmarkslaun hækkuðu þá um 10,3%. En lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði þá ekki nema um 6,5%. Þeir voru hlunnfarnir á ný.Samanlagt er hér kjaraskerðing sem nemur tæpum 20 prósentustigum.Hér er þó ekki nærri því öll kjaragliðnun krepputímans talin.

Og það er haldið áfram að níðast á öldruðum og öryrkjum. Árið 2015 hækkaði lífeyrir um 3% en lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% (1.mai).Hér munar 11,5 prósentustigum.Og þó bæði árin,2015 og 2016 séu tekin saman vantar samt 8 prósentustig til aldraðra og öryrkja.

Ég hef sagt það áður,að lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að hækka meira en lægstu laun vegna þess hve lífeyrir er lágur og hvað hann hefur dregist mikið aftur úr launum en það er farið öfugt að: Það er stanslaust klipið af kjarabótum til aldraðra og öryrkja.Þeir eru stöðugt hlunnfarnir. Það er til skammar.

Björgvin Guðmundsson


Alþingi og rikisstjórn er sama um aldraða og öryrkja!

Ég hef áður skýrt frá því,að ég skoraði á alþingi áður en það kom saman sl haust að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Hér kemur frásögn af því hvernig alþingi brást við:

Alþingi kom saman 8.september.Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja.Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings.Formsatiðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni,þingsetningarræða forseta Íslands,ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra  að kvöldi þingsetningardags.Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von,að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á alþingi.Þar er allt fast í forminu.Kerfið er sterkt.Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu.Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir alþingi sig ekki! Þó álit almennings á alþingi sé i lágmark gerir alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar.Ef til vill hreyfa þingmenn sig þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0.Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn!

Hvað er til ráða?Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja? Getur alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því,að svo sé.

Þetta skrifaði ég rétt áður en þingið kom saman síðasta haust,En ástandið átti eftir að versna á alþingi:Alþingi felldi tillögur um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja.Þingmenn fengu sjálfir afturvirkar kjarabætur og ráðherrar,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu afturvirkar kjarabætur allt aftur til 1.mars 2015 en þingmenn felldu samt að aldraðir og öryrkjar fengju afturvirkar kjarabætur.Er þingmönnum ekki við bjargandi?

Aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun í 8 mánuði á meðan þingmenn,ráðherrar,dómarar og umboðsmaður alþingis fengu háar upphæðir í vasann ( afturvirkar kjarabætur).Og að þessum 8 mánuðum liðnum fengu aldraðir og öryrkjar miklu minni hækkun en launafólk hafði fengið.Þannig var réttlætið á alþingi 2015 og því miður hefur það ekki lagast á þessu ári.

 

Björgvin Guðmundsson


Neikvæð afstaða ríkisstjórnar til eldri borgara!

Á landsfundi Landssambands eldri borgara á síðasta ári( byrjun mai) voru gerðar margar merkar samþykktir um kjaramál aldraðra.Ríkisstjórnin hefur ekki framkvæmt neina þeirra.Hún hefur hundsað þær allar og með því undirstrikað neikvæða afstöðu sína til eldri borgara.Hvergi á Norðurlöndum er eins neikvæð afstaða ríkisstjórnar til aldraðra eins og hér!

1.Landsfundur LEB krafðist þess að lífeyrir almannatryggnga tæki að lágmarki sömu hækkunum og samið yrði um í næstu kjarasamnngum (í mai 2015).(Engin hækkun fékkst í 8 mánuði og eftir þann tíma miklu minni hækkun en launafólk fékk).

2.Hækkun persónuafsláttar væri besta kjarabótin fyrir láglaunafólk og þar með eftirlaunafólk.Skorað er á stjórnvöld að hækka skattleysismörkin myndarlega.

3.Lágmarkstekjur til framfærslu verði ekki skattlagðar.

4.Staðið verði við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna (kjaragliðnunina) frá 2009-2013.

5. Fjármagnstekjuskattur verði lækkaður og skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja afturkallaðar. 

6.Lífeyrir aldraðra hækki árlega í samræmi við hækkun launa og verðlags.

7. Virðisaukaskattur á lyfjum verði felldur niður.

8.Sveitarfélögum verði frjálst samkvæmt lögum  að fella niður fasteignaskatta á eldri borgurum af íbúðum til eigin nota.

EKKERT  hefur verið framkvæmt af þessu.Allar þessar ályktanir hafa verið hundsaðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Valkvæð yfirvinna bönnuð með lögum!!

 

 

 

Sú ráðstöfun ríkisstjórnar og alþingis að setja lög á flugumferðarstjóra vegna yfirvinnubanns þeirra er mjög umdeilanleg.Það, sem gerir kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia sérstæða,  er sú staðreynd,að flugumferðarstjórar hafa ekki verið í verkfalli heldur í yfirvinnubanni.Yfirvinna flugumferðarstjóra er valkvæð eða m.ö.o. flugumferðarstjórar ráða því hvort þeir vinna yfirvinnu eða ekki. Hvernig er þá unnt að setja lög á þá og banna þeim að vinna yfirvinnu? Það stenst ekki. Þetta er hrein valdníðsla. Flugumferðarstjórar gripu til mjög mildra aðgerða. Þeir gerðu ekki verkfall. Þeir felldu niður yfirvinnu að nóttu til, sem olli töfum á flugi. Þeir hefðu getað stöðvað flug í einn dag eða hálfan dag í einu. En það var einskis metið hjá þeim þó þeir gripu til mildari aðgerða.

 Mér er til efs,að brugðist hefði verið eins við yfirvinnubanni hjá öðrum stéttum.Raunar tel ég víst,að það hefi ekki verið gert.Þá finnst mér mjög villandi hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um launamál flugumferðarstjóra. Einungis hefur verið rætt um heildartekjur flugumferðarstjóra og býsnast yfir hvað þær væru háar. En það rétta er að fjalla á   um föst laun án yfirvinnu og bera þau saman við föst laun annarra stétta.Það er hinn rétti samanburður. En enginn fjölmiðill gerði það.Flugumferðarstjórar hafa löngum borið sig saman við flugmenn. Laun flugumferðarstjóra hafa dregist aftur úr launum flugmanna og launakröfur flugumferðarstjóra hafa miðast við að að brúa það bil. Það er eðlilegt.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Afnema verður tekjutengingar og stórhækka lífeyri!

Ef nýtt alþingi,sem kosið verður í kosningum í  haust,á að breyta almannatryggingum,þarf að gera tvennt: Afnema tekjutengingar í kerfi almannatrygginga og stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja.

Miðað við skoðanakannanir verða Piratar með stærsta þingflokkinn eftir kosningar.Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pirata vill afnema tekjutengingar í kerfi almannatrygginga.Í því máli er hann sammála öldruðum en það hefur lengi verið eitt helsta baráttumál þeirra að afnema tekjutengingar enda mjög ranglátt að refsa öldruðum fyrir að greiða í lífeyrissjóð og fyrir að vinna. Samkvæmt nýju tillögunum munu aldraðir og öryrkjar sæta meiri skerðingum vegna atvinnutekna en í dag.Samkvæmt nýju tillögunum á lífeyrir aldraðra og öryrkja ekkert að hækka,heldur að vera óbreyttur. Samt liggur fyrir,að ekki er unnt að lifa af lífeyrinum.Hann er svo lágur.Það verður því að umbylta nýju tillögunum eða semja algerlega nýjar.

 

Björgvin Guðmundsson


Alþingi brást algerlega!

Ég skoraði á alþingi 28.ágúst 2015,áður en þing kom saman,að gera þverpólitíska sátt um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og laun verkafólks höfðu hækkað og frá sama tíma.Ég sagði: 

Ég skora á alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái 5 mánaða hækkun með septemberhækkun, þegar hækkunin taki gildi eða 155 þúsund krónur. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Allir flokkar á alþingi taki höndum saman um þessa sjálfsögðu leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja. Náist þverpólitísk samstaða um þessa leiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja er unnt að afgreiða frumvarp um hana á einum degi. Þjóðin öll mundi standa með alþingi í þessu máli og álit alþingis mundi stóraukast.

Einnig fór ég fram á,að alþingi samþykkti að lífeyrir hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og lágmarkslaun.

En alþingi féll á prófinu. Það varð engin þverpólitísk sátt.Alþingi brást algerlega öldruðum og öryrkjum.Og til  þess að kóróna ósómann felldi alþingi að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og alþingismenn,ráðherrar,dómarar og umboðsmaður alþingis höfðu fengið!Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í 8 mánuði 2015.

Björgvin Guðmundsson


Eftir að efna stærsta kosningaloforðið við aldraða!

Nú eru aðeins 4 mánuðir til kosninga.Og aðeins 2 mánuðir eftir af starfstíma alþingis. Samt bólar ekkert á því að stjórnarflokkarnir efni stærsta kosningaloforðið,sem þeir gáfu eldri borgurum og öryrkjum fyrir þingkosningarnar 2013.Stærsta kosningaloforðið er loforðið um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans.Til þess að standa við þetta loforð og leiðrétta lífeyrinn þarf að hækka hann um 20-25% eða um 49 þúsund -62 þúsund krónur á mánuði.Það munar um þessa upphæð fyrir aldraða og öryrkja.Þessi upphæð getur einmitt skipt sköpum um það hvort eldri borgari eða öryrki geti framfleitt sér af lífeyrinum miðað við að ekki sé um aðrar tekjur að ræða.Fulltrúar stjórnarflokkanna segja,að staða ríkissjóðs sé góð svo og ástandið í þjóðarbúskapnum yfirleitt. Það á því að vera mjög auðvelt að efna þetta loforð nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 


" Aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna".

"Skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur."Þannig segir í lögum um málefni aldraðra.Þau fjalla fyrst og fremst um heilbrigis-og félagsþjónustu aldraðra.En þegar þessi lagaákvæði bætast við almenn lagaákvæði um bann við mismunun í stjórnarskrá og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum er ljóst,að það er stranglega bannað að mismuna öldruðum og raunar öllum.Samkvmt stjórnarskránni á að gæta jafnréttis og jafnræðis.

Rannsakað hefur verið hvort mismunað er á sjúkrahúsum og í heilbrigðiskerfinu yfirleitt.Og niðurstaðan var sú,að það hefði verið gert.Þeir sem yngri voru nutu iðulega forgangs en þeir eldri voru í mörgum tilvikum  látnir sitja á hakanum.Þetta kemur glöggt fram á hjúkrunarheimilum. Ef sjúklingar þar veikjast alvarlega eru þeir yfirleitt ekki sendir á spítala þó ekki sé unnt að veita þeim fullnægjandi meðferð á hjúkrunarheimilinu.Þetta er skýrt brot á lögunum um málefni aldraðra,sem vitnað er í hér í upphafi.Einnig á,að virða sjálfsákvörðunarrétt  aldraðra.Mikill misbrestur er á,að það sé gert.Það þarf að fara yfir öll þessi mál og tryggja að lögum sé framfylgt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband