Grandi dregur saman seglin á Akranesi

HB Grandi ætlar að leggja af landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi og hefja þar þess í stað sérvinnslu á léttsöltuðum, lausfrystum þorsk- og ufsaflökum í byrjun júní. Öllum starfsmönnum HB Granda í landvinnslunni á Akranesi verður sagt upp störfum 1. febrúar og síðan verða endurráðnir 20 starfsmenn í flakavinnslu og til vinnslu loðnuhrogna. Nú starfa þar 59 starfsmenn.

Haraldur Böðvarsson og Co var gífurlega öflugt útgerðar-- og fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi og til fyrirmyndar í alla staði. Grandi gleypti fyrirtækið  með loforðum um mikinn rekstur áfram á Akranesi en það hefur  nú verið svikið.Það verða aðeins 20 starfsmenn áfram hjá fyrirtækinu á Akranesi. Það   er allt sem eftir er af Haraldi Böðvarssyi og Co eftir að Grandi er búinn að fara höndum um  það og  gleypt það. Það er alls staðar sama sagan:  Stóru fyrirtækin  efna til samstarfs og sameiningar við  minni fyrirtæki með fallegum orðum um að rekstur í heimabyggð verði óbreyttur en síðan er það allt svikið. Tilgangurinn er sá einn að ná kvótanum.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Grandi hættir landvinnslu botnfisks í núverandi mynd á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átök innan Framsóknar halda áfram

Þeir,sem horfðu á Silfur Egils í gær og hlýddu á Guðjón Ólaf Jónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknar, urðu vitni að því að heiftarleg átök innan Framsóknarflokksins halda áfram. Guðjón Ólafur gerði í Silfri Egils  ofsafengna árás á Björn Inga borgarfulltrúa. Minna þessi átök einna helst á hin heiftarlegu átök Halldórs Ásgrímssonar og Guðna Ágústssonar,sem lýst er vel í bók Guðna,Af lífi og sál.Uppgjöri innan Framsóknarflokksins virðist hvergi nærri lokið.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foringjaræðið er blettur á stjórnmálaflokkunum

Bókin um Guðna  fyrrverandi ráðherra sem Sigmundur Ernir  Rúnarsson skrifar er mjög athyglisverð. Hún er vel rituð, lýsir vel uppvexti Guðna Ágústssonar og harðri lífsbaráttu föður hans,Ágústs Þorvaldssonar, sem   átti oft ekkert að  borða þegar hann var að alast upp. Bókin lýsir því vel hve stutt er síðan alþýðufólk á Íslandi átti við sára fátækt að stríða.En athyglisverðast er þó að lesa í bókinni um hin heiftarlegu átök í Framsóknarflokknum. Menn vissu,að ágreiningur innan Framsóknar var mikill en  menn höfðu ekki  ímyndunarafl til þess að  reikna með slíkum heiftarátökum og bókin lýsir. Svo virðist sem ein aðalástæða  átakanna innan Framsóknar hafi verið einræðistilburðir Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins. Hann vildi ráða öllu í flokknum, stefnunni, hverjir væru ráðherrar og hver tæki við sem formaður, þegar hann hætti.Þetta foringjaræði í Framsóknarflokknum er ekki  einstakt fyrir Framsóknarflokkinn. Það hefur tíðkast í fleiri flokkum og er mikill blettur á lýðræðisþróun  íslenskra stjórnmála.Guðni lýsir því vel í bókinni hvernig Halldór vildi ekki aðeins ráða því hver tæki við formennsku í Framsókn,  þegar hann hyrfi úr formannsstólnum heldur vildi hann einnig ráða því hver yrði varaformaður og  hann gerði kröfu til  þess  að Guðni hyrfi úr forustunni um leið og hann ( Halldór). Guðni segir í bókinni, að  Halldór gæti ráðið því hvenær hann hætti sjálfur í stjórnmálum en hann gæti ekki ráðið því hvenær hann,Guðni,hætti.
Auðvitað er það mjög undanlegt,að Halldór skyldi leggja ofurkapp á það að draga Guðna með sér út úr pólitíkinni um leið og hann ákvæði sjálfur að hætta. Halldór var orðinn óvinsæll og búinn að fara illa með Framsókn á löngu samstarfi við íhaldið en Guðni var vinsæll og sterkur í sínu kjördæmi  og gat því haldið lengi áfram enn í pólitík.
Björgvin Guðmundsson

Mikil hækkun fasteignamats

Fasteignaeigendur munu hafa tekið eftir því nú,að fasteignamat húseigna þeirra var orðið hærra en brunabótamatið.Samkvæmt nýrri fasteignaskrá frá 31. desember 2007 var heildarfasteignamat á landinu öllu 4.065 milljarðar kr. Þar af var húsmat 3.345 milljarðar og lóðarmat 720 milljarðar. Fasteignamat hækkaði samtals um 18,5% frá fyrra ári. Brunabótamat fasteigna var 3.876 milljarðar og hafði hækkað um 9,5% frá fyrra ári.Er þetta í fyrsta sinn sem svo er. Ástæðan er sú,að fasteignaverð hefur hækkað meira  en byggingarkostnaður að undanförnu.

Flest sveitarfélög láta fasteignagjöldin hækka jafnmikið og fasteignamatið.Það er ekki sjálfsgefið,að svo sé.Þegar fasteignamat hækkar  jafnmikið og gerst hefur að undanförnu ættu fasteignagjöldin að hækka minna. Raunar er það fullkomin spurning hvort miða á einhver gjöld sveitarfélaga við mat á fasteignun. Það mætti endurskoða þann gjaldstofn.

 

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Fasteignamat í fyrsta sinn hærra en brunabótamat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félagshyggjumenn eiga að standa saman

Ég er ekkert hissa á því,að Björn Ingi sé orðin þreyttur á innanflokksátökum í Framsóknarflokknum.Þessi síðasta árás Guðjóns Ólafs er mjög lúaleg.Mér skilst,að samstarfið í meirihlutanum í borgarstjórn  gangi vel ekki síst samstarfið milli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Björns Inga,borgarfulltrúa,milli Samfylkingarinnar og Björns Inga.Félagshyggjumenn  eiga að standa saman. Ef til vill geta félagshyggjumenn í borgarstjórn Rvíkur treyst samstarfið sín á milli

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hallinn á vöruskiptunum 84 milljarðar

 
Fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 voru fluttar út vörur fyrir 269,3 milljarða króna en inn fyrir 353,4 milljarða króna fob (382,8 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 84,1 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 135,4 milljarða á sama gengi.


Fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 nam verðmæti vöruútflutnings 50 milljörðum eða 22,9% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,9% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 41% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 35,2% meira en árið áður. Aukningu útflutnings má einna helst rekja til aukins álútflutnings.


Fyrstu ellefu mánuði ársins 2007 nam verðmæti vöruinnflutnings einum milljarði eða 0,3% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í innflutningi á flugvélum og fjárfestingarvöru en á móti kom aukning í innflutningi á mat- og drykkjarvöru og annarri neysluvöru.

Framangreindar tölur leiða í ljós,að vöruskiptajöfnuðurinn hefur þróast í rétta átt árið 2007, útflutningur hefur aukist en innflutningur minnkað. En þó er vöruskiptajöfnuðurinn  óhagstæður um 84 milljarði fyrstu 11 mánuði ársins.Það er 84 milljörðum of mikið.Þessi halli á þátt í  óstöðugleika í efnahagslífinu  og verðbólgu. Það  þarf að binda endi á hallann, fyrst og fremst með auknum útflutningi  en hátt gengi krónunnar hefur hamlað  útflutningi lengi undanfarið.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvers vegna er lífeyrir aldraðra ekki hækkaður?

Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum eins og lofað var fyrir kosningar? Hvers vegna segir ríkisstjórnin, að hún sé að bæta kjör aldraðra, þegar hún er eingöngu að draga úr tekjutengingum,sem aðeins koma hluta eldri borgara til góða? Ellilífeyrisaldur er 67 ára.Þegar fólk hefur náð  þeim aldri getur það farið á eftirlaun. Það hefur þá lokið starfsævi sinni. Þeir eru tiltölulega fáir,sem vilja halda áfram að vinna.Aðgerðir ríkisstjórnar til þess að bæta kjör aldraðra eiga að sjálfsögðu að miðast við þá,sem eru orðnir ellilífeyrisþegar og hættir störfum. Aðgerðirnar eiga ekki eingöngu eða fyrst ig fremst að miðast við þá sem eru heilsuhraustir og kjósa að vinna áfram. Það er mikill minnihluti  aldraðra Og það á ekki að blekkja eldri borgara og tala eins og það sé verið að bæta  kjör allra eldri borgara, þegar aðeins er verið að bæta kjör þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum.
Það eru nú 8 mánuðir frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við völdum en samt hefur lífeyrir aldraðra,sem hættir eru að vinna, enn ekki hækkað um eina krónu fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.
Björgvin Guðmundsson

Verkföll í undirbúningi

Starfsgreinasambandið  hefur nú hafið undirbúning verkfalla.Það eru tvær ástæður fyrir því. Aðalástæðan er sú,að  ríkisstjórnin með stuðningi vinnuveitenda hafnaði ósk verkalýðshreyfingarinnar um sérstakan skattafslátt fyrir þá lægst launuðu. Það var búið að leggja mikla vinnu í heildarsamninga  til langs tíma sem m.a. byggðust á sérstökum skattafslætti fyrir láglaunafólk. Það hef'i verið skynsamlegt að semja á þeim nótum. En vinnuveitendur ráku harðan áróður gegn slíkum samningum og drápu sérstakan skattafslátt. Hin ástæðan fyrir því að Starfsgreinasamnandið undirbýr nú verkföll er sú,að himinn og haf greinir að sjónarmið  aðila varðandi samningslengd. Vinnuveitendur vilja semja til langs tíma en Starfsgreinasambangið vill semja til stutts tíma. Verðbólga er það mikil og svo mikil óvissa  í efnahagsmálum að verkalýðshreyfingin þorir ekki að semja til langs tíma. Ef sérstakur skattafasláttur hefði náð fram að ganga hefði verkalýðshreyfingin getað sætt sig við hóflegar kauphækkanir. En nú verða verkalýðsfélögin að knýja fram verulegar kauphækkanir.
Björgvin Guðmundsson

Ástandið er verst hjá þeim,sem búa einir

 

 

 

 

 

 

 

 

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir,að ríkisstjórnin muni leggja áherslu á að auka jöfnuð með því að bæta kjör þeirra,sem höllustum fæti standa. Ríkisstjórnin hefur enn lítið gert í því   að efna þetta fyrirheit.Hún hefur þó byrjað að gera ráðstafanir til þess að  hjálpa börnum en ekkert hefur enn verið gert til þess að bæta kjör þeirra aldraðra,sem höllustum fæti standa. Meðal aldraðra er ástandið verst hjá þeim,sem búa einir og hafa engan lífeyrissjóð. Þetta er tiltölulega lítill hópur en þessir einstaklingar hafa ekki nema 130 þúsund á mánuði fyrir skatta  frá almannatryggingum eða ca. 116 þúsund á mánuði eftir skatta. Það lifir enginn mannsæmadi  lífi af þeirri fjárhæð, þegar leiga er komin í 80- 100  þúsund á mánuði.Það kostar ríkið ekki mikið að lyfta lífeyri einhleypinga,sem eru á lægsta lífeyrinum. Það þarf að hjálpa þessu fólki strax en ekki síðar.

Síðan eru um 10 þúsund eldri borgarar,sem hafa lítið meira til ráðstöfunar en framangreindur hópur þó þeir hafi eitthvað lítilræði úr lífeyrissjóði, þar eð tekjur úr lífeyrissjóði skerða tryggingabætur.  Eftir skatta og skerðingar verður lítið eftir.  Lífeyri  þessa hóps þarf einnig að hækka.Þessir tveir hópar eru forgangshópar. Það  er ekki síður mikilvægt að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóðstekna en vegna atvinnutekna. Sumir segja,að það sé jafnvel enn mikilvægara.

Björgvin Guðmundsson

ð


Mikilvægast að hækka lífeyrinn

 

Á heimasíðu Landssambands eldri borgara ( www.leb.is) er grein um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember 2007.Þar er fjallað um hvað raunverulega felst í þeirri yfirlýsingu..

  Ríkisstjórnin er ánægð með þessa yfirlýsingu  og telur,að hún hafi gert mikið í málefnum aldraðra og öryrkja með því gefa þessa yfirlýsingu út  enda þótt hún taki ekki gildi fyrr en eftir marga mánuði..

  Stærstu atriðin í þessari yfirlýsingu eru þessi:

Frá og með 1.júlí n.k. eiga eldri borgarar,67-70 ára,  geta unnið fyrir 100 þúsund krónum á mánuði án þess það skerði tryggingabætur þeirra. ( 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði).Þetta kostar 600 þúsund á árinu 2008.

Frá 1.apríl eiga tekjur maka ekki skerða tryggingabætur ellilífeyrisþega.. Kostnaður 1,3 milljarðar í ár.- Það er eftir samþykkja lög um þessar breytingar. Ráðgert er gera það næsta vor.

 Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst hefur reiknað út   auknar skatttekjur af  vinnu eldri borgara  á vinnumarkaðnum muni nema  4 milljörðum króna  á´ári við minni skerðingar tryggingabóta  eldri borgara. Þar er miðað við,að 30% eldri borgara nýti sér það vinna.

Samkvæmt þessu kostar það ríkið ekki neitt   minnka skerðingu tryggingabóta.

 Eldri borgarar telja mikilvægt   dregið úr skerðingu tryggingabóta og helst vilja þeir skerðingar verði með öllu afnumdar eins og gert hefur verið í Svíþjóð.

 En mikilvægast telja eldri borgarar það hækka lífeyrinn frá almannatryggingum. Lífeyrir aldraðra á vera það hár hann dugi fyrir neyslukostnaði samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands.Það þarf að hækka lífeyri einstaklinga um  tæpar 100 þúsund kr. á mánuði til þess  að ná því marki.Það hefði átt byrja á því hækka lífeyrinn. Það er ennþá mikilvægara en draga úr tekjutengingum.

 

   Björgvin Guðmundsson.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband