Föstudagur, 31. október 2008
Einkavæðingin setti bankana á hausinn
Með einkavæðingu bankanna var opnuð leið,sem leiddi til þess að bankarnir fóru út í
óvarkárar lántökur sem settu bankana í þrot. Ef bankarnir hefðu áfram verið í höndum ríkisins hefðu þeir ekki tekið öll þau lán erlendis,sem einkabankarnir tóku.Sem ríkisbankar hefðu bankarnir hugsað um starfsemi innan lands fyrst og fremst,viðskiptamannaþjónustu en ekki fjárfestingarstarfsemi út um allan heim eins og einkabankarnir gerðu. Einkabankarnir stjórnuðust af græðgisstefnu,sem leiddi þá lengra og lengra út í fjárfestingar og lántökur erlendis. Þessar skefjalausu lántökur erlendis og fjárfesting ytra varð bönkunum að falli.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 31. október 2008
Eru dagblöðin að renna saman í eitt?
Nýlega var tilkynnt að 365 hefði eignast hlut í Árvakri ,nokkuð stóran hlut,35% að mig minnir.Þar með er eignarhald á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu á einni hendi.Árvakur á bæði blöðin,Morgunblaðið og Fréttablaðið.Þetta var réttlætt með því að sameina ætti dreifingu blaðanna og koma á hagræðingu í henni . Sjálfsagt sparast einhver kostnaður við það og það er erfitt að halda úti blöðunum,þegar efnahagslægð er og auglýsingar fara minnkandi. En hér er hætta á ferðum . Enda þótt bæði blöðin séu með sjálfstæðar ritstjórnir og haldi sjálfstæði sínu að því leyti er sú hætta fyrir hendi ef rekstrarerfiðleikar aukast að blöðin verði sameinuð. Við sjáum hvernig fór með 24 stundir. Það var einfaldlega lagt niður eftir að Árvakur var búinn að reka bæði blöðin um skeið.Hér er hætta á ferðum.Það er nauðsynlegt að hafa samkeppni í dagblaðaútgáfu.Samkeppni Morgunblaðsins og Fréttablaðsins þarf að halda áfram og raunar þurfa þessi bæði blöð að fá samkeppni frá þriðja aðila.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 31. október 2008
12-13000 atvinnulausir í janúar
Búast má við að 12-13.000 manns verði án atvinnu í janúar, að mati Vinnumálastofnunar, sem hélt í dag ársfund sinn, í skugga kreppu og ört vaxandi atvinnuleysis. Þetta jafngildir 6-7% atvinnuleysi.
Í september síðastliðnum mældist atvinnuleysi 1,3%. Alþýðusambandið gerir ráð fyrir að það verði 4,5% á næsta ári, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir heldur meira atvinnuleysi eða 5-6%.(ruv.is)
Þetta eru uggvænlegar horfur.Nauðsynlegt er að hraða sem mest ráðstöfunum til aukningar vinnu.Róttækar tillögur hagfræðinga þurfaað koma til skoðunar,þar á meðal tillaga Jóns Danielssonar um að prenta seðla í því skyni að styrkja og efla atvinnulífið og heimilin.Þegar kreppan skall á með fullum þunga í Bandaríkjunum og Roosevelt kom til valda sem forseti Bandaríkjanna greip hann til þess ráðs að láta ríkið eyða sem mestu og hann hvatti alla til þess að eyða og skapa eftirspurn. Þessi leið hans keppnaðist og hjól atvinnulífsins fóru að snúast á ný.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 31. október 2008
Jóhanna flytur frv. sem draga á úr uppsögnum
Lagt var fram frumvarp til laga á ríkisstjórnarfundi í morgun sem miðar að því að hvetja fyrirtæki til að draga úr uppsögnum starfsfólks og nýta frekar nýtt úrræði um hlutabætur. Þetta kom fram í ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra á ársfundi Vinnumálastofnunar sem nú stendur yfir.
Nú má ekki gefast upp og það er grundvallaratriði að reisa við atvinnulífið og standa vörð um heimilin í landinu, sagði Jóhanna.
Kjarni frumvarpsins er að sá tími sem heimilt verði að greiða atvinnuleysisbætur verði lengdur í samræmi við lækkað starfshlutfall. Starfsmaður sem hefur áunnið sér fullan rétt til atvinnuleysisbóta en lækkar úr 100% starfshlutfalli í 50% geti þannig fengið greiddar tekjutengdar atvinnuleysisbætur í samtals sex mánuði í stað þriggja áður.
Skerðing atvinnuleysisbóta vegna launagreiðsla fyrir hlutastarf verður einnig fellt niður. Föst laun til starfsmanns fyrir 50% starfshlutfall eða meira munu ekki skerða hlutfallslegar atvinnuleysisbætur eins og verið hefur.
Einnig er frumvarpinu ætlað að vernda réttindi launafólks hjá Ábyrgðasjóði launa. Verði fyrirtæki gjaldþrota munu greiðslur úr Ábyrgðarsjóði launa miðast við tekjur samkvæmt því starfshlutfalli sem viðkomandi gegndi áður en til samdráttar kom í fyrirtækinu á tímabilinu 1.október sl. til og með 31.janúar 2009 og að fram hafi komið krafa um gjaldþrotaskipti á búi atvinnurekanda innan tólf mánaða frá þeim tíma sem starfshlutfall starfsmanns var lækkað.
Foreldrar á vinnumarkaði munu halda áunnum rétti sínum til greiðslna samkvæmt lögum um fæðngar- og foreldraorlof og lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna þrátt fyrir atvinnumissi.
Stefnt er að því að frumvarpið fái skjóta úrvinnslu og verði að lögum sem fyrst sagði Jóhanna.
Fyrirtæki verða þannig hvött til þess að lækka starfshlutfall frekar en að segja upp eða lækka laun. (mbl.is)
Ég fagna þessu frv. Jóhönnu. Ljóst er,að hún leggur sig nú mjög fram um að finna ráð til þess að sporna gegn atvinnuleysi og til þess að vernda heimilin í landinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Spornað við uppsögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. október 2008
Vöruskiptin hagstæð í sept. um 7,8 milljarða
Vörur voru fluttar út í septembermánuði fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 42,4 milljarða krón. Vöruskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 7,8 milljarða króna. Í september 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,8 milljarða króna á sama gengi.
Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar voru fyrstu níu mánuðina 2008 fluttar út vörur fyrir 322,6 milljarða króna en inn fyrir 365,1 milljarð króna. Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 42,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 95,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 53 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Nú liggja fyrir nýjar upplýsingar um verslun með flugvélar við útlönd fyrir þriðja ársfjórðung. Helstu áhrif þeirra eru að tölur fyrir september sýna 7,8 milljarða króna afgang á vöruskiptum í stað þess að vöruskiptin væru í járnum eins og bráðabirgðatölur fyrir september gáfu til kynna. Hins vegar eykst halli júlímánaðar.
Fyrstu níu mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 54,1 milljarði eða 20,1% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 51,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 53,1% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 35,7% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,2% minna en á sama tíma árið áður. Mest aukning var í útflutningi á áli en á móti kom samdráttur í útflutningi sjávarafurða, aðallega frystra flaka.
Fyrstu níu mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 1 milljarði eða 0,3% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og á eldsneyti og smurolíum en á móti kom samdráttur í innflutningi á fjárfestingarvöru og flutningatækjum, aðallega flugvélum og fólksbílum.(mbl.is.)
Það er ánægjulegt,að vöruskiptin þróast nú á réttan hátt og má búast við að vöruskiptajöfnuðurinn verði hagstæður í vetur,þar eð eysla mun minnka en útflutningur aukast.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vöruskipti hagstæð í september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. október 2008
Ísland fær aðgang að 4000 milljarða neyðarsjóði ESB
Ísland mun fá aðgang að sérstökum 25 milljarða evra, eða tæplega 4.000 milljarða kr. neyðarsjóði Evrópubandalagsins. Þetta kemur fram í frétt á Timesonline.
Sjóður þessi var nýlega tvöfaldaður upp í fyrrgreinda upphæð en öll lönd innan ESB, sem og "valin nágrannalönd" eiga aðgang að sjóðnum. Fram kemur á Timesonline að fram að þessu sé Ísland eina nágrannalandið sem kost eigi á að aðstoð úr sjóðnum en verið sé að athuga umsóknir frá öðrum löndum eins og t.d. Úkraníu.
Jose Manuel Baroso forseti Evrópunefndarinnar segir að ESB sé reiðubúið að veita aðildarlöndum sínum sem eiga í erfiðleikum með að ná endum saman verulega fjárhagsaðstoð.
Reiknað er með að stjórn ESB muni setja fram áætlun um aðgerðir á vegum sjóðsins í næsta mánuði. Segir í fréttinni að aðgerðaáætlun til skamms tíma eigi að liggja fyrir þann 26. nóvember.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 31. október 2008
Bæta þarf hag heimilanna og gera sérstakar aðgerðir í húsnæðismálum
Ingibjörg Sólrún ræddi efnahagsmálin á alþingi í gær..Hún sagði m.a.:
Verkefnið framundan er bæði brýnt og margslungið en í stuttu máli má skipta því í fernt:
Í fyrsta lagi aðgerðir til að bæta hag heimilanna, í öðru lagi aðgerðir til að styrkja stöðu fyrirtækja og forða þeim frá gjaldþrota, í þriðja lagi aðgerðir sem lúta að því að skapa hér skilyrði fyrir heilbrigt samfélag í framtíðinni, og loks aðgerðir sem lúta að því að gera upp með heiðarlegum hætti þá atburði sem leiddu til kollsteypu íslenska fjármálakerfisins.
Eitt brýnasta verkefni næstu daga er að hrinda í framkvæmd markvissum aðgerðum í þágu heimilanna í landinu. Leita þarf allra leiða til að draga úr gjaldþrotum einstaklinga og fyrirtækja en jafnframt að rýmka ákvæði í gjaldþrotalögum, til að þeir sem verða gjaldþrota komist sem allra fyrst á réttan kjöl á ný.
Við þurfum að grípa til sérstakra aðgerða í húsnæðismálum, bjóða upp á greiðsluaðlögun húsnæðislána sem gefa því fólki sem á þarf að halda aukið svigrúm í formi léttari greiðslubyrði meðan það er að ráða fram úr sínum málum.
Við þurfum að leita eftir samstarfi við Íbúðalánasjóð og sveitarfélögin til að fjölga leiguíbúðum og gefa þeim sem horfa fram á að missa húsnæði sitt kost á að leigja húsnæðið með það fyrir augum að eignast það á ný þegar hagurinn vænkast.
Nauðsynlegt er að grípa til skjótra úrræða til að draga úr atvinnuleysi, skapa ný störf og bæta framtíðarmöguleika þeirra sem missa vinnuna, með úrræðum á sviði endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Þar er mikilvægt að við leitum nýrra lausna og vil ég nefna í því sambandi hugmyndir sem nú er verið að útfæra í iðnaðarráðuneytinu.
Þar kemur til álita að Atvinnuleysistryggingasjóður taki upp samstarf við Samtök iðnaðarins og Samtök sprotafyrirtækja um að skapa hundrað ný störf í sprotafyrirtækjum fyrir fólk sem misst hefur vinnuna. (Sömuleiðis hefur komið fram hugmynd um sérstakt frumkvöðlasetur fyrir fyrrum starfsmenn í fjármálafyrirtækjum, í samvinnu Nýsköpunarmiðstöðvar og Landsbankans.)
Við þurfum að bjóða þeim sem missa vinnuna endurmenntun við hæfi .
Ingibjörg Sólrún nefndi fleiri leiðir sem væru í athugun.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 30. október 2008
VG með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn!
Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist nú meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna í 15 ár. 46% segjast styðja ríkisstjórnina og er þetta í fyrsta skipti á kjörtímabilinu sem stuðningur við ríkisstjórnina mælist undir 50%.
Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Samfylkingar 31,3%, en var 33% í könnun Gallup fyrir mánuði. Fylgi VG mælist nú 27,3% en var 22% í síðustu könnun og 14% í þingkosningum á síðasta ári. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 26,2% en var 31% í september, fylgi Framsóknarflokks er nú 10,4%, sama og síðast og fylgi Frjálslynda flokksins er 3,3%. Íslandshreyfingin mælist með 1% fylgi.
Ef þetta væri niðurstaða kosninga fengi Samfylking 21 þingmann, VG 18, Sjálfstæðisflokkur 17 og Framsóknarflokkur 7. Frjálslyndir næðu ekki manni á þing.
.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. október 2008
Breytt landslag í pólitíkinni
Fimmtudagur, 30. október 2008
Kjör aldraðra og öryrkja drógust aftur úr í góðærinu
Frá 1990 til 2005 jókst kaupmáttur þjóðarinnar um 50,6% á meðan kaupmáttur hámarkslífeyris frá Tryggingastofnun jókst um 18%. Það endurspeglar kjaraþróun þeirra lífeyrisþega sem lítið annað hafa en almannatryggingar til að stóla á. Þeir sem fá að auki lágar eða hóflegar greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa einnig setið eftir, en það er stór hluti eldri borgara og öryrkja.
. Stjórnvöld eiga stærstu sök á því að kjör lífeyrisþega drógust aftur úr í góðærinu frá 1995 ekki .síst vegna aukinnar skattbyrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk. frá 1990 til 2005.
Björgvin Guðmundsson