Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Laun karla 40 % hærri en kvenna á landsbyggðinni
Á landsbyggðinni eru heildarlaun karla næstum fjörutíu prósentum hærri en kvenna. Á landsvísu eru karlar að jafnaði með tæplega 20% hærri grunnlaun en konur í sambærilegum störfum. Þessar niðurstöður koma fram í könnun á launum karla og kvenna sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið síðastliðið vor.
Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður, er í forsvari fyrir rannsóknina. Hún segir þetta stríða gegn lögum um jafnrétti. Úrtak könnunarinnar var tekið úr þjóðskrá meðal fólks á aldinum 18-67 ára víðs vegar um landið.
Þegar skoðaður er launamunur að teknu tilliti til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnu og ábyrgðar í starfi kemur fram að karlar í opinbera geiranum fá tæplega 30% hærri laun en konur.
Í einkageiranum eru laun þeirra um 23% hærri. Á höfuðborgarsvæðinu eru karlarnir með 10% hærri laun en konur. En mestur er munurinn á landsbyggðinni þar sem laun karla eru 38% hærri en kvenna. (ruv.is)
Það er alveg sama hvað talað er mikið um launajafnrétti karla og kvenna og hvað mörg lög eru sett um málið. Það gerist ekki neitt. Launamunurinn minnkar ekkert.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Höft á fjármagnshreyfingar til bráðabirgða
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti nú í kvöld fyrir breytingum á lögum um gjaldeyrismál. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða sem gefa Seðlabanka heimild til að takmarka eða stöðva tímabundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu ef slíkar hreyfingar valda að mati bankans alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Fyrsta umræða tók fljótt af og fer málið nú fyrir viðskiptanefnd. (visir.is)
Það er óhjákvæmilegt að setja höft á fjármagnshreyfingar úr landi og aðrar takmarkanir á gjaldeyrisyfirfærslur á meðan verið er að sjá hvernig krónan hagar sér meðan unnið er að því að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Er gjafakvótinn upphaf ófaranna?
Þorvaldur Gylfason sagði á borgarafundinum sl. mánudagskvöld,að ef til vill væri gjafakvótinn upphaf ófara okkar í íslensku efnahagslífi.Tveir .þingmenn tóku undir þetta á alþingi í gær,þeir Ellert B.Schram og Jón Magnússon.
Með innleiðingu gjafakvótans hóf græðgisvæðingin innreið sína í íslenskt samfélag. Þá fengu örfáir útvaldir einkstaklingar úthlutað ókeypis verðmætum,sem þeir gátu síðan braskað með að vild og selt fyrir offjár,jafnvel milljarða síðustu árin.Með einkavæðingu bankanna fengu nokkrir vildarvinir þáverandi stjórnarflokka afhenta bankana á gjafverði. Þeir notuðu bankana í brask en ekki venjulega bankastarfsemi. Þeir létu bankana kaupa og selja fyrirtæki og skuldsettu þá svo mikið,að þeir fóru í þrot á 6 árum. Bankastjórar og bankaráðsmenn tóku sér ofurlaun og voru aldrei ánægðir. Þeir vildu alltaf meira og meira. Já,ef til vill byrjaði þetta allt með gjafakvótanum. Það er kominn tími til þess,að ríkið innkalli kvótann og taki hann í eigin hendur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Umboðsmaður Alþingis: Það vantar viðurlög gagnvart stjórnvöldum
Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað ábendingar um að ástæða kunni að vera til þess að Alþingi setji í lög ákvæði um viðurlög gagnvart stjórnvöldum, t.d. um bótagreiðslur, þegar þau fylgja ekki réttum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins við úrlausn á málum borgaranna. Umboðsmaður segir lagagrundvöll fyrir miskabótum sjaldnast fyrir hendi þegar stjórnvald fylgir ekki lögum. Það eigi sérstaklega við þegar umsækjendur um opinber störf eiga í hlut.
Þessi ítrekun er sett fram í nýlegu áliti umboðsmanns vegna kvörtunar konu sem sótti um tvö störf hjá ríkisstofnun en fékk ekki. Konan taldi að framkvæmdastjóri ríkisstofnunarinnar hefði ýtt umsóknum sínum til hliðar og byggt ákvörðun sína um ráðningu í störfin á sögusögnum og hentistefnu í stað þess að leita eftir upplýsingum um hana hjá þeim meðmælendum sem hún benti á.
Það er álit umboðsmanns að annmarkar hafi verið á málsmeðferð ríkisstofnunarinnar. Hlutaðeigandi stjórnvald hafi ekki fylgt tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga við meðferð á máli umsækjandans.
ð haggar hins vegar ekki, að mati umboðsmanns, gildi ráðninganna og þar með telur umboðsmaður ekki tilefni til þess að beina tilmælum til ríkisstofnunarinnar um að taka málið til meðferðar að nýju. ina úrræði umboðsmanns er því að beina tilmælum til stjórnvaldsins um að fylgja betur umræddum lagareglum framvegis.
Ég fæ því iðulega þá spurningu frá þeim sem í hlut á hvort stjórnvaldið sé þá laust allra mála og það skipti í raun engu máli þótt það hafi ekki fylgt lögum við meðferð á máli hans. Ég get að vísu bent viðkomandi á að hann geti leitað til dómstóla og sett fram kröfu um bætur. Raunin er hins vegar sú að í fæstum tilvikum, sérstaklega þegar umsækjendur um opinber störf eiga í hlut, getur viðkomandi sýnt fram á fjárhagslegt tjón vegna þeirra annmarka sem voru á meðferð stjórnvaldsins á máli hans. Lagagrundvöllur fyrir miskabótum er sjaldnast fyrir hendi, segir í áliti umboðsmanns.
Umboðsmaður segist hafa valið að geta þessara sjónarmiða þegar hann lýkur umfjöllun um þetta tiltekna mál. Þá rifjar umboðsmaður upp að hann hefur áður hreyft því að ástæða kunni að vera til þess að Alþingi setji í lög ákvæði um viðurlög gagnvart stjórnvöldum, t.d. um bótagreiðslur, þegar þau fylgja ekki réttum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttarins við úrlausn á málum borgaranna.
Slíkt væri einnig liður í því að auka aðhald með því að stjórnsýslan fylgi þeim lögum sem Alþingi hefur sett um störf hennar.(mbl.is)
Hér hreyfir umboðsmaður þörfu máli.:það hefur vakið athygli,þegar ráðherrar hafa brotið lög við embættaveitingar,t.d. jafnréttislög,að þeir hafa verið furðu kærulausir,þó um brot á lögum væri að ræða.Þeir hafa sagt:Það verður þá bara höfðað skaðabótamál!.Það er því vissulega þörf á viðurlögum gagnvart stjórnvöldum.
Björgvin Guðmundsson
ö
![]() |
Vantar viðurlög gagnvart stjórnvöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
72 sagt upp hjá Eimskip
Eimskip segir upp 72 starfsmönnum um mánaðamótin. Þá lækka laun starfsmanna sem hafa yfir 300 þúsund krónur á mánuði um 10%. Skipum félagsins verður fækkað um þrjú.
Hf. Eimskipafélag Íslands hefur gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í ljósi efnahagsaðstæðna, sem meðal annars koma fram í verulegum samdrætti á innflutningi til landsins.
Þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til er fækkun skipa sem þjónað hafa inn- og útflytjendum félagsins á Íslandi. Fækkað var úr 11 skipum í átta, auk þess sem gripið var til margra annarra hagræðingaraðgerða er snúa að siglingakerfinu, innanlandskerfinu og öðrum þáttum í rekstri félagsins.
Í tengslum við flutningaþjónustu Eimskips á Íslandi starfa um 1.500 starfsmenn þar af um 900 á Íslandi. Til að komist verði hjá verulegri fækkun starfsmanna hefur verið ákveðið að lækka laun um 10% hjá þeim starfsmönnum sem hafa yfir 300.000 króna mánaðarlaun ásamt því að draga úr vakta- og yfirvinnu.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir var ekki komist hjá því að grípa til uppsagna í lok mánaðarins og verður 25 starfsmönnum á Íslandi og 47 starfsmönnum í Evrópu sagt upp.
Áætlaður sparnaður á ársgrundvelli mun vera 2.4 milljarðar króna þar af 550 milljónir vegna lækkunar launakostnaðar.
Rétt eins og önnur fyrirtæki í landinu er Eimskip að sigla í gegnum erfitt skeið sem kemur meðal annars fram í verulegum samdrætti í innflutningi. Ofan á þetta bætast erfiðar aðstæður á alþjóðflutninga- og fjármagnsmörkuðum. Því var okkur nauðugur einn kostur að grípa til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða. Af tveimur slæmum kostum var það frekar vilji okkar að lækka laun starfsmanna sem hafa yfir 300 þúsund í mánaðarlaun, fremur en segja upp fleiri starfsmönnum í því erfiða árferði sem nú ríkir á vinnumarkaði og almennt í íslensku þjóðfélagi, segir Gylfi Sigfússon forstjóri.(mbl.is
Uppsagnir halda áfram vegna erfiðleika í rekstri. Atvinnuleysið er komið í 4% en spáð hefur verið 10% atvinnuleysi næsta ár. Það er mjög mikið atriði að ríki og sveitarfélög auki framkvæmdir til þess að skapa aukna atvinnu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Uppsagnir og launalækkun hjá Eimskip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Ris pappirsverksmiðja á Hellisheiði
Verið er að skoða möguleika á því að setja upp Pappírsverksmiðju við Hellisheiðarvirkjun. Það er dótturfyrirtæki Papco hf í Reykjavík, Icelandic Paper, sem stendur að þessu verkefni, að því er kemur fram á fréttavefnum Suðurglugganum.is.
Haft er eftir Þórði Kárasyni, framkvæmdastjóra Papco, er um að ræða 7000 fermetra verksmiðju með um 30.000 tonna framleiðslugetu á ári. Fyrirhugað er að verksmiðjan framleiði pappír fyrir neytendavörur eins og eldhúsrúllur, servíettur og salernispappírr og færu um 25,000 tonn til útflutnings á markaðsvæði í Evrópu, Bretlands og Norðurlanda en hitt til framleiðslu Papco.
Verksmiðjan yrði staðsett á iðnaðarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun, en uppsetning verksmiðjunnar miðast við að nýta affalssvatns frá virkjuninni.
Þórður segir að beðið sé eftir úrskurði Skipulagsstofnunar um það hvort verksmiðjan þurfi að fara í umhverfsimat en bæjarráð Ölfuss hafi þegar gefið umsögn um að verksmiðjan þurfi ekki að fara í mat.
Samkvæmt upprunarlegum áætlunum Icelandic Paper er gert ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun árið 2010, en í henni verða til um 35-40 störf. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði starfrækt allan sólarhringinn með framleiðslu á 100 tonnum á sólahring.
Þórður segir vel hafa gengið að fjármagna verkefnið og að áhugi sé mikil fyrir verkefninu erlendis, en núverandi ástand sé vissulega óstöðugt.(mbl.is)
Mér líst vel á þessa hugmynd. Það er einmitt þörf sem flestum slíkum hugmyndum í dag til þess að ná okkur sem fyrst upp úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Pappírsverksmiðja á Hellisheiði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
100 sagt upp hjá Húsasmiðjunni
Húsasmiðjan segir 99 fastráðnum starfsmönnum fyrirtækisins upp um mánaðamótin. Þá verður töluverðum fjölda lausamanna sagt upp. Þetta kom, samkvæmt heimildum mbl.is, fram á fundum, sem haldnir hafa verið með starfsfólki fyrirtækisins, í dag og kvöld.
Stjórnendur Húsasmiðjunnar hafa að undanförnu þingað um aðhaldsaðgerðir vegna verulegs samdráttar í sölu hjá verslunum fyrirtækisins. Sömuleiðis hefur skuldastaða fyrirtækisins verið mjög erfið en reksturinn hefur að stórum hluta verið fjármagnaður með erlendum lánum.
Í dag var tilkynnt að fundað yrði með starfsmönnum hverrar rekstrareiningar fyrir sig og voru fundir tímasettir eftir lokun. Síðasti fundur verður í Skútuvogi en þar er opið til klukkan 21 í kvöld.
Um 750 manns starfa hjá fyrirtækinu og er því rúmlega tíunda hluta starfsmanna sagt upp nú. Fyrr á árinu gripu stjórnendur Húsasmiðjunnar til aðhaldsaðgerða og sögðu þá upp starfsfólki.
Húsasmiðjan rekur 21 verslun og á auk þess Blómaval, EGG, Ískraft og heildverslun HGG og eru þessar verslanir samtals 31 á landsvísu.
Verslun Húsasmiðjunnar í Ögurhvarfi í Kópavogi verður lokað og sömuleiðis pípuverslun fyrirtækisins í Skútuvogi. Afgreiðslutími verslana Húsasmiðjunnar og Blómavals í Skútuvogi verður styttur frá því sem nú er og veðrur aðeins opið til klukkan 19 í stað 21 eins og nú er.(mbl.is)
Samdráttur er mjög mikill í byggingariðnaðinum og þess vegna koma þessar uppsagnir ekki á
óvart. Búast má við að það sama gerist hjá öðrum byggingavöruverslunum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Uppsagnir hjá Húsasmiðjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Ibúðalánasjóður má yfirtaka íbúðalán bankanna
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um heimild Íbúðalánasjóðs til að yfirtaka íbúðaveðlán fjármálafyrirtækja. Reglugerðin er sett með stoð í nýju ákvæði í lögum um húsnæðismál sem samþykkt var á Alþingi 6. október síðastliðinn vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.
Samkvæmt reglugerðinni verður Íbúðalánasjóði heimilt að kaupa skuldabréf fjármálafyrirtækja sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði hér á landi að því tilskildu að kaupin séu til þess fallin að tryggja öryggi lána á íbúðalánamarkaði og hagsmuni lántakenda. Heimildin á jafnt við um lán í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum. Ef skuldabréf sem sjóðurinn yfirtekur er í erlendri mynt verður skuldbinding lántakanda áfram í sömu mynt.
Hvorki Íbúðalánasjóður né einstaklingar geta haft frumkvæði að því að lán flytjist til sjóðsins heldur þurfa fjármálastofnanir að óska sjálfar eftir því að Íbúðalánasjóður yfirtaki íbúðaveðlán á þeirra vegum. Ef ekki næst samkomulag milli Íbúðalánasjóðs og fjármálafyrirtækis um samningsskilmála og kaupverð sem sjóðurinn telur fullnægjandi með hliðsjón af útlánahættu skal hann synja umsókn fjármálafyrirtækisins um yfirtöku.
Þegar Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið skuldabréfalán öðlast lántakendur sömu réttindi gagnvart sjóðnum og aðrir lántakendur hans og bera jafnframt sömu skyldur. Kjör og skilmálar skuldabréfalána gagnvart lántakendum sem Íbúðalánasjóður yfirtekur verða óbreytt frá því sem var fyrir yfirtöku sjóðsins á láninu eftir því sem við getur átt.
Íbúðalánasjóði er heimilt við kaup á skuldabréfum að gera samkomulag við viðkomandi fjármálafyrirtæki um að það sjái áfram um afgreiðslu. (mbl.is)
Þetta er gott. Hins vegar er það galli að skilmálar,m.a. vextur verða þeir sömu og áður en það eru einmitt vextirnir,sem fólk er að kikna undan.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Mestu mótmælin á Austurvelli voru 30.mars 1949
Ísland gengur í Atlantshafsbandalagið, þrítugasta mars 1949. Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli eftir hitafund við Miðbæjarskólann. Búist er við ryskingum og menn gera ráðstafanir. Hægri menn hafa búið til sérstakar varasveitir lögreglunnar til að aðstoða lögreglu ef til átaka við mótmælendur kemur.
Fjöldi fólks mótmælir á Austurvelli í í október og nóvember 2008 eftir að bankakerfið er hrunið og svartasta efnahagskreppa sem skollið hefur á Íslandi nútímans, læsir klónum í þjóðina.
Kvikmynd frá 1949 eftir Sigurð Norðfjörð kvikmyndagerðarmann sýnir á einstakan hátt lögreglumenn og borgaralega aðstoðarmenn þeirra beita mótmælendur ofbeldi. Þess vegna var hún að sögn fjölskyldu hans bönnuð á sínum tíma eftir að hafa verið sýnd aðeins einu sinni í Austurbæjarbíói.
Þeir sem telja hörkuna sem hlaupin er í mótmælin núna tákn fyrir hnignun nútímans, ættu að hugsa sig tvisvar um. Jón Sigurðsson, standmynd sem steypt er í eir, veit betur þar sem hann gnæfir yfir mannfjöldann í miðju þessara beggja atburða.(mbl.is)
Ég var í skóla 30.mars 1949 þegar mótmælin á Austurvelli stóðu sem hæst en kom þangað í lok fundar og sá allt ruslið á Austurvelli eftir fundinn.Það sem var sérstakt við' samkomuna á Austurvelli þennan dag var það,að bæði mótmælendur og stuðningsmenn inngöngu í NATO hvöttu menn til þess að mæta á Austurvelli. Flokkarniir,sem stóðu að ríkisstjórninni,Alþýðuflokkur,Framsókn og Sjálfstæðosflokkur hvöttu stuðningsmenn sína til þess að mæta. Og harkan var mikil.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Jafnréttislög brotin í nýju bönkunum
Sif Friðleifsdóttir þingmaður spurði fjármálaráðherra hvað gert hefði verið til þess að tryggja jafnrétti kynjanna í nýju bönkunum.Í svari ráðherra kom fram,að ekkert hefði verið gert.Bankastjórar og bankaráð ættu að fara að lögum. Sif sagði dæmi til þess,að karlmaður væri á tvöföldum launum konu í sama starfi í banka.Hún rakti skipan fólks í stjórnunarstöður í bönkunum og samkvæmt því eru margfalt fleiri karlar en konur í þessum stöðum. Það er því ljóst,að lög um jafnrétti kynjanna eru þverbrotin í nýju bönkunum,bæði að því er varðar laun og stöðuveitingar.Það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að framfylgja þeim.
Björgvin Guðmundsson