Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Björgvin og Þórunn vilja kosningar
Margir hafa krafist þess undanfarið að boðað verði til kosninga sem fyrst svo stjórnvöld geti endurnýjað umboð sitt við þær gerbreyttu aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu.Þ.á.m. eru 2 ráðherrar; Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.
Þórunn hefur greint frá þessari skoðun sinni á þingflokksfundi en segir að þetta sé ekki almenn afstaða þingflokksins.Björgvin segir að hlusta eigi á kall almennings, sé meirihlutavilji fyrir því að kosningum verði flýtt. Hann vill sjálfur að kosið verði til Alþingis næsta vor. Viðtal við Björgvin verður flutt í Sjónvarpsfrétum í kvöld.(ruv.is)
Þetta eru góðar fréttir.Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn axli ábyrgð og láti kjósa.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Afhendum ekki útlendingum bankana!
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA rekur nú harðan áróður fyrir því,að við afhendum útlendingum bankana.Ég er algerlega andvígur því.Ég er sammála þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markaði með neyðarlögunum,þ.e. að skipta bönkunum í tvennt, nýja banka,sem ríkið hefur nú stofnað og gömlu bankana,sem sitja uppi með erlendu skuldirmar og nota bene einnig miklar eignir erlendis.Ef eignirnar duga ekki fyrir skuldum erlendis verður að afskrifa þessar skuldir Íslenska þjóðin á ekki að borga erlendar skuldir einkabanka erlendis.Og við eigum heldur ekki að afhenda erlendum kröfuhöfum bankana eins og Vilhjálmur leggur til.Við ætlum ekki að hafa hér tvöfalt bankakerfi og ekki kemur til greina að hleypa erlendum kröfuhöfum inn í rikisbankana.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Hverjir bera ábyrgð á bankahruninu?
Við höfum undanfarið heyrt i forsvarsmönnum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins(FEM) um bankahrunið. Einnig höfum við heyrt í fyrrverandi bankastjórum og bankaráðsmönnum viðskiptabankanna,sem hrundu. Ráðherrar úttala sig einnig ótt og títt um málið. Niðurstaðan er þessi: Það ber enginn ábyrgð.En er það rétt. Auðvitað ekki. Allir þessi aðilar bera ábyrgð,ef til vill misjafnlega mikla. En þeir eru ábyrgir.
Seðlabanki og FEM kenna hvor öðrum um.En þessir aðilar bera báðir ábyrgð sem eftirlitsaðilar með fjármálafyrirtækjum.Í stjórn FEM situr einn fulltrúi tilefndur af Seðlabanka Íslands ( endurskoðandi)Auk þess er formaður stjórnar FEM einnig varaformaður bankaráðs Seðlabankans.Þessar stofnanir báðar eru því vel tengdar saman enda ætlast til þess að þær starfi saman.Seðlabankinn er banki bankanna og á að sjá bönkunum fyrir lausafé ( gjaldeyri).Hann getur aukið bindiskyldu bankanna og á þann hátt takmarkað útlán þeirra. Einnig á Seðlabankinn að sjá til þess að nægur gjaldeyrisvarasjóður sé fyrir hendi og þannig mætti áfram telja.Seðlabankinn á að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika.Bankinn hefur því verulegu hlutverki að gegna, ef bankarnir fara ógætilega bæði varðandi lántökur og útlán. Fjármálaeftirlitið hefur ríkar heimildir til eftirlits í bönkunum.FEM veitir rekstrarleyfi og getur afturkallað þau.Ef þessar eftirlitsstofnanir hefðu rækt eftirlitshlutverk sitt nægilega vel hefðu þær lagt tillögur fyrir rikisstjónina um að bankarnir rifuðu seglin erlendis og seldu eignir.En þessar stofnanir sváfu á verðinum og hið sama er að segja um ríkisstjórnina.
Auðvitað bera bankastjórar og bankaráðsmenn viðskiptabankanna höfuðábyrgð á ógætilegum lántökum og lánveitingum. Þessir aðilar settu bankana í þrot með glæfraskap en eftirlitsaðilar brugðust einnig.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
IMF:Hagstæður vöruskiptajöfnuður næsta ár en mikill samdráttur í landsframleiðslu
Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir í yfirlýsingu, sem gefin var út í nótt eftir að lánveiting til Íslands var samþykkt, að Íslendingar muni glíma við erfiðleika og áætlun, sú sem gerð var um efnahagsuppbyggingu, sé háð afar mikilli óvissu og áhættu sem endurspegli hið fordæmalausa hrun íslenska bankakerfisins.
Með þetta í huga hafa stjórnvöld einsett sér að viðhalda ákveðinni stefnu en eru einnig reiðubúin að bregðast við, ef kringumstæður breytast, í náinni samvinnu við sjóðinn.
Á sama tíma eru horfur Íslands til lengri tíma áfram jákvæðar vegna sterkra undirstaðna vel menntaðs vinnuafls, jákvæðs fjárfestingaumhverfis og auðugra náttúruauðlinda," segir John Lipsky, aðstoðarforstjóri gjaldeyrissjóðsins í tilkynningu.
Þar kemur m.a. fram, að gert er ráð fyrir 9,6% samdrætti vergrar landsframleiðslu á næsta ári og 5,7% atvinnuleysi. Reiknað er með að skuldir ríkisins verði 108,9% af landsframleiðslu á þessu ári og 108,6% á því næsta. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að 10,3% afgangur verði af vöruskiptum á næsta ári og að viðskiptajöfnuður verði jákvæður um 1% af landsframleiðslu en halli hefur verið á viðskiptum við útlönd í mörg ár.(mbl..is)
Ekkert í yfirlýsingu IMF kemur á
óvart.Þetta var allt komið fram áður. Enn vantar að heyra hvort IMF setti einhver fleiri skilyrði en hækkun stýrivaxta í 18%.Mér skilst,að ekki sé sett krafa um hallalaus fjárlög næsta ár enda ætlar ríkisstjórnin að halda uppi talsverðum frakvæmdum næsta ár til þess að skapa vinnu og mun ekki byrja niðurslurð að ráði í ríkisútgjöldum fyrr en þar næsta ár. Ég tel þetta skynsama stefnu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mikil óvissa um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
IMF samþykkti lánið til Íslands i kvöld eftir að hafa legið lengi á lánsbeiðninni og tafið hana
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) samþykkti rétt í þessu beiðni Íslands um lán að andvirði 2,1 milljarðs Bandaríkjadollara, samkvæmt heimildum Mbl.(mbl.is)l
Það er fagnaðarefni,að lánið skuli loks hafa verið samþykkt.Það er til skammar fyrir IMF að samtökin skyldu tefja afgreiðslu lánsins og blanda deilu Íslands við Bretland og Hollands inn í málið. Ísland átti rétt á láni,sem fullgildur aðili að sjóðnum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
IMF samþykkir lán til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Geir kvaðst eiga hugmyndina að sameiningu Seðlabanka og FEM
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að hann hafi átt hugmyndina um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins en mikið hefur verið fjallað um mögulega sameiningu undanfarna tvo daga. Hafa þingmenn Samfylkingarinnar tekið undir þau orð Geirs að sameiningin væri góður kostur.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fjallaði meðal annars um ókosti þess að bankaeftirlitið var flutt úr Seðlabankanum yfir til Fjármálaeftirlitsins árið 1998 í ræðu á fundi Viðskiptaráðs í gær. Það má vera að það hafi verið mikil mistök að færa fjármálaeftirlit undan Seðlabanka, en það er önnur saga."
Í samtali við mbl.is að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins nú síðdegis sagði Geir að sameiningin væri ekki raunhæfur kostur fyrr en krónan færi á flot.
Hann segist eiga von á því að það yrði gert fljótlega eftir að lánið verður afgreitt frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem gæti gerst innan skamms.
Geir sagði að ákveðið hafi verið að skipa vinnuhóp varðandi sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.
Í Morgunblaðinu í dag lagði Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, á það áherslu að af sameiningunni yrði áður en krónunni yrði hleypt á flot, en til stendur að það verði fyrir áramót.(mbl.is)
Mér líst vel á þessa hugmynd og tel,að koma þyrfti henni í framkvænd sem allra fyrst
Bjðrgvin Guðmundsson
Ge
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Steingrímur J: Vildi leyniför til Noregs og þjóðstjórn
Fjallað er um fundinn í Austurglugganum. Steingrímur J. sagði VG tilbúna í hvers konar minnihluta-, bráðabirgða- eða björgunarstjórn sem í stuttan tíma sæti sem starfsstjórn uns óumflýjanlegar kosningar færu fram, helst í febrúar og alls ekki seinna en í maí.
Við buðum upp á þjóðstjórn í byrjun október. Ég var í Strassbourg 28. september þegar Glitnir var yfirtekinn og flýtti mér heim og átti fund með forsætisráðherra um kvöldið. Við sátum langt inn í nóttina og ég sagði við Geir Haarde að slíkir hlutir væru að ganga yfir landið að við ættum að mynda þjóðstjórn. Ég tel í raun og veru að hann hafi ekki verið mér ósammála um það. Tíminn var þó ekki kominn að hans mati og virðist ekki vera kominn enn. Ríkisstjórnin taldi sig vera einfæra um að leysa verkefnin og við það situr, sagði Steingrímur á fundi VG á Egilsstöðum.(mbl.is)
Þetta er athyglisvert hjá Steingrími.Vissulega hefði þjóðstjórn komið til greina og hún kemur enn til greina.Ef slík stjórn væri mynduð ætti hún að starfa stuttan tíma.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Alþjóðlegu lausafjárkreppunni lokið?
Watanabe bætti við, að fólk fylgdist nú með því hvernig ríkisstjórnir um allan heim bregðast við vandanum og vísaði með því til fyrirheita þjóðarleiðtoga á fundi 20 helstu iðn- og þróunarríkja í Washington um helgina.
Hann sagði, að viðbrögð kínverskra stjórnvalda myndu skipta miklu máli fyrir endurreisn hagkerfa í Asíu.
Nomura Holdings keypti starfsemi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu og Evrópu þegar bandaríski bankinn varð gjaldþrota í september. Tap á rekstri Nomura nam 1,5 milljörðum dala á fyrri hluta fjárhagsárs fyrirtækisins vegna umrótsins á alþjóðlegum fjármáalamarkaði.
Watanabe sagði, að stefnt væri að því að Nomura skilaði hagnaði eins fljótt og mögulegt er en ljóst væri, að fyrirtækið væri í mjög erfiðri stöðu. (mbl.is)
Nomura Holdings er eitt stærsta fjármálafyriitæki heims.Þeir vita því hvað þeir segja.Það var lausafjárkreppan í heiminum,sem felldi íslensku bankana. Svo það eru mikil tíðindi,að henni skuli vera lokið.Vonandi þýðir þetta upphaf betri tíma.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lausafjárkreppunni lokið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Norðurlöndin lána okkur 2,5 milljarða dollara
Finnar, Svíar, Norðmenn og Danir munu lána Íslendingum samtals 2,5 milljarð dollara. Frá þessi greinir finnska blaðið Kauppalehti í dag. Þá munu Rússar lána okkur 500 milljónir dollara auk þeirra fjármuna sem koma frá Póllandi, Færeyjum og Evrópusambandinu.
Forsætisráðherra sagði í byrjun vikunnar að þörf væri á 5 milljörðum dollara í íslenskt efnahagslíf, þar af koma 2 frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en lánsumsókn Íslendinga til sjóðsins verður tekin fyrir í dag. Miðað við það er nauðsynlegt fjármagn tryggt.(ruv.is)
Það er fagnaðarefni,að Finnnar,Svíar og Danir hafa nú loks ákveðið að lána okkur eins og Norðmenn höfðu ákveðið áður.Alls lána þessi lönd okkur 2,5 milljarða dollara..Með framlagi Pólverja,Færeyinga,Rússa og ESB verður þá komið það lán sem við þurfum og rúmlega það.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Verjum velferðarkerfið
Björgvin Guðmundsson skrifar grein
í Mbl. í dag undir fyrirsögninni: Verjum velferðarkerfið.Þar er fjallað um breytt viðhorf vegna fjármálakreppunnar.Þar segir svo m.a.:
Ég byrjaði að skrifa um það strax eftir kosningar 2007, að það ætti strax að efna kosningaloforð stjórnarflokkanna um verulegar kjarabætur til handa öldruðum. Ég vildi,að Samfylkingin flytti tillögu um slíkar kjarabætur strax á sumarþinginu 2007. En það var ekki gert. Ég hélt málinu stöðugt vakandi í blaðagreinum, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og í 60+, stjórn eldri borgara í Samfylkingunni. Viðhorfið innan stjórnarflokkanna
var það, að ekkert lægi á. Kjörtímabilið væri rétt að byrja. Það væri ekki venjan að framkvæma miklar kjarabætur í byrjun kjörtímabils.Én ég lét ekki segjast og hélt baráttunni áfram. Nú er komið í ljós, að það hefði verið nær að efna kosningasloforðin við aldraða strax eftir kosningar á meðan peningar voru til.Ef það hefði verið gert stæðu eldri borgarar betur að vígi í dag en þeir gera. En þetta var ekki gert. Málunum var ítt á undan sér.Aðeins var hugsað um þá eldri borgara sem eru á vinnumarkaði en ekkert sinnt um að leiðrétta kjör þeirra eldri borgara,sem hættir eru að vinna. Það verður einnig að leiðrétta kjör þeirra.
Brýnast af öllu í dag er þó að verja velferðarkerfið.Það verður sótt að því.En félagshyggjumenn,jafnaðarmenn og ríkisstjórnin öll verða að slá skjaldborg um velferðarkerfið.Það má ekki skerða lífeyristryggingar aldraðra og öryrkja,það má ekki skerða heilbrigðiskerfið. Allir eiga áfram að fá ókeypis sjúkrahúsþjónustu án tillits til efnahags
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)