Viðskiptaráð vill sækja um aðild að ESB

Stjórn Viðskiptaráðs Íslands mælist til þess að þegar í stað verði skilgreind samningsmarkmið og að sótt verði um aðild að ESB í kjölfarið. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar ráðsins sem samþykkt var í liðinni viku.

Þar segir að í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar sé mikilvægt að opin umræða um lausnir á efnahagsvandanum eigi sér stað og að þar verði tilteknir valkostir ekki útilokaðir.

Í þessu sambandi verði ekki hjá því litið að raunverulegir efnahagslegir kostir fylgi aðild að Myntbandalagi Evrópu og Evrópusambandinu. Þeir kostir verði ekki skoðaðir til hlítar nema með aðildarumsókn.(ruv.is)

Það skiptir miklu máli fyrir framgang þess máls,sem hér um ræðir hver afstaða Viðskiptaráðs er.

Jákvæð afstaða Viðskiptaráðs til ESB getur haft mikil áhrif.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Alþingi orðin afgreiðslustofnun

Undanfarið hefur gagnrýni á störf og þróun alþingis aukist.Alþingi hefur oft verið eins og afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn hverju sinn. Og þetta hefur aukist í tíð núverandi stjórnar  vegna mikils þingmeirihluta hennar.Eftir hrun bankanna og setningu neyðarlaganna hefur verið mikill hraði á afgreiðslu laga á alþingi. Það hefur verið réttlætt með því,að nokkurs konar neyðarástandi ríkti í landinu og hafa yrði hraðar hendur við afgreiðslu nýrra laga til þess að bjarga því sem bjargað yrði.

Það sem einkennir störf alþingis í dag og undanfarin misseri er þetta: Framkvæmdavaldið  vinnur öll frumvörp,sem samþykkja á og leggur málin fullsköpuð fyrir alþingi.Stundum er tíminn svo knappur að  ný frumvörp renna á færibandi gegnum þingið og ekki er einu sinni unnt að vanda vinnubrögð við afgreiðslu þeirra. Þingið bíður oft aðgerðarlaust dögum saman eftir að  ráðuneytin ljúki vinnu við frumvörp og síðan eru málin afgreidd á handahlaupum. Þetta vinnulag gengur ekki. Og það gengur ekki að alþingi sé aðeins afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdavaldið. Hér verður að gera róttækar breytingar á. Páll Magnússon,Framsókn,kom með þá athyglisverðu tillögu í útvarpsþætti um helgina,að fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis væri flutt niður í þing.Kvað  hann slíka breytingu mundu gerbreyta málum og bæta stöðu þingsins. Þetta er góð tillaga.Það verður að  gera þingið virkara í allri frumvarpagerð og  fjárlagafrumvarpið er ef til vill mikilvægasta frumvarp þingsins. Ef unnið yrði að gerð þess og undirbúningi í þinghúsinu mundi að skapa mikla breytingu.

Í umræðunni um hlut alþingis hefur einnig verið rætt um ýmsar róttækari tillögur um breytingar á framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Rætt hefur verið um að kjósa forsætisráðherra beinni kosningu og að láta ráðherra víkja af alþingi við skipan í ríkisstjórn. Ekki er ég hrifinn af hugmynd um beina kosningu forsætisráðherra. En hins vegar mætti gjarnan taka það upp að ráðherrar  létu af þingmennsku við skipan í stjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


Kvótann í hendur þjóðarinnar strax

Samfylkingin lagði kvótamálið til hliðar fyrir síðustu kosningar.Ég var mjög óánægður með það.Ég tel,að kvótamálið  sé stærsta og mikilkvægasta mál Samfylkingarinnar.Það er mesta réttlætismálið að leiðrétta kvótakerfið.Við endurskoðun stjórnarsáttmálans verður kvótamálið að vera eitt stærsta málið.

Nú verður  þessu lífshagsmunamáli þjóðarinnar ekki frestað lengur. Þjóðin verður strax að innkalla allar veiðiheimildir,taka þær í eigin  hendur og úthluta þeim á ný gegn gjaldi sem rennur í ríkissjóð eða bjóða Þær upp.Skuldir útgerðarinnar,7-800 milljarðar eru í ríkisbönkunum.Ríkið á allar veiðiheimildir en það á einnig skuldir útgerðarinnar. Það  má hugsa sér að liðka eitthvað til fyrir útgerðinni þegar veiðiheimildirnar eru kallaðar inn. En það þolir enga bið að það verði gert. Þjóðin þarf að nýta allar auðlindir sínar.Ríkissjóður þarf á  fjármunum að halda.

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin tekur tillit til almennings

Ummæli  Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde um helgina um hugsanlegar breytingar á ríkisstjórninni benda til þess að leiðtogar stjórnarinnar ætli að taka tillit til

óska almennings. Fréttablaðið hefur sagt,að breytinga á ríkisstjórninni sé að vænta um áramót. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessu efni.

Það er ákveðin krafa almennings,að gerðar verði breytingar.Aðalkrafan er sú,að efnt verði til kosninga næsta vor eða fyrr. Aðrar kröfur eru þær að breytingar verði gerðar á yfirstjórn Seðlabanka og FME.Sumir vilja,  að gerðar séu breytingar á ríkisstjórn,t.d. hefur forseti ASÍ sett fram þá kröfu.

Ingibjörg Sólrún sagði um helgina,að búast mætti við breytingum á yfirstjórn Seðlabanka,FME og á ríkisstjórn.Ég fagna því,ef svo verður,þar eð þá eru menn að axla ábyrgð.Svo alvarlegir hlutir hafa gerst í íslensku samfélagi ,að  þeir sem bera ábyrgðina verða að axla ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Álveri við Bakka frestað.Hætt við stækkun í Straumsvík

Rio Tinto Alcan er hætt við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Einnig er ljóst að fyrirhuguð bygging álvers á Bakka verður ekki á dagskrá næstu árin. Landsvirkjun og Þeistareykir hf. hafa samþykkt að ganga til könnunarviðræðna við áhugasama orkukaupendur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Jacynthe Côté, forstjóri Rio Tinto Alcan, tilkynnti Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra þá ákvörðun á miðvikudag að ekkert yrði af fjörutíu þúsund tonna stækkun álversins í Straumsvík. Fyrirtækið ætlaði að stækka álverið á næsta ári innan byggingarreits samkvæmt gildandi deiliskipulagi Hafnarfjarðar. Framleiðslugeta álversins átti þannig að fara úr 185 þúsund tonnum í 225 þúsund tonn. (mbl.is)

Þetta eru slæmar fréttir.Ég gerði mér vonir um að framkvæmdir við stækkun álvers í Straumsvík og bygging álvers við Bakka mundu geta hjalpað okkur í kreppunni en nú þurfum við á öllum nýjum framkvæmdum að halda. En mikil verðlækkun á áli og rekstrarerfiðleikar Rio Tinto Alcan setja strik í reikninginn.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Hætt við stækkun í Straumsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar á ríkisstjórn í vændum?

 

Fréttastofa Ríkisútvarpsins segist hafa það eftir heimildum að stokkað verði upp í ríkisstjórninni fyrir áramót og líkleg verði fjórum ráðherrum skipt út. Einnig sé líklegt að breytingar verði á bankastjórn Seðlabankans og hugsanlega einnig á stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Í fréttum Sjónvarps kom fram, að rætt hafi verið um að Björn Bjarnason víki úr sæti dómsmálaráðherra fyrir Bjarna Benediktsson og að Kristján Þór Júlíusson taki við af Árna M Mathiesen í fjármálaráðuneytinu.

Þá hafi heyrst Björgvin G. Sigurðsson stígi til hliðar og hleypi Ágústi Ólafi Ágústssyni í viðskiptaráðuneytið. Einnig sé hugsanlegt að Þórunn Sveinbjarnardóttir víki úr embætti umhverfisráðherra. (mbl.is)

Ekkert hefur verið staðfest af þessu. En bæði Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde hafa gefið til kynna,að breytingar  á ríkisstjórninni kunni að vera   í vændum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Mathiesen skiptir um skoðun á ESB

Árni Mathiesen vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði hann í þættinum Mannamál í kvöld. Árni sagði að sér hefði snúist hugur. Honum hefði hingað til ekki hugnast aðild að bandalaginu í vegna sjávarútvegsins og auðlindastjórnunar. Nú væri hann hinsvegar þeirrar skoðunar að skoða ætti af fullri alvöru aðild að ESB.

Mikið hefur verið rætt undanfarna daga um yfirvofandi hrókeringar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Fréttastofa RÚV hafði í kvöld eftir heimildarmönnum að meðal annars ætti að skipta Árna út, líklega fyrir Kristján Þór Júlíusson. Árni sagðist ekkert kannast við málið.

Sögusagnir þess efnis að Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra ætli að bjóða sig fram gegn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í varaformannsembætti Sjálfstæðisflokksins telur Árni ekki réttar. Hann sagðist ekki eiga von á því að nokkur færi gegn Geir H. Haarde eða Þorgerði á landsfundi flokksins í janúar.

Björgvin Guðmundsson


Þáttur Egils Helgasonar ræðst á Jón Ásgeir á ný

Menn muna,að Egill Helgason réðst með miklu offorsi  á Jón Ásgeir í þætti sínum skömmu eftir bankahrunið.Kenndi hann honum um fall bankanna og fjármálahrunið og hellti sér yfir Jón Ásgeir með slíkum látum,að Jón  kom varla orði að. Þetta var allt endurtekið í þætti Egils Helgasonar í dag.Þá kom Egill Helgason með Jón Sullenberger í þáttinn. Sullenberger flutti sömu ræðuna og Egill hafði áður flutt en bætti við,að Jón Ásgeir hefði stofnað fjölda fyrirtækja sem öll væru svindlfyrirtæki.Væri réttast að stinga Jóni Ásgeiri inn. Það er skrítið við þátt Egils Helgasonar,að hann tekur aðeins einn af útrásarvíkingunum fyrir,þ.e. Jón Ásgeir  en lætur alla hina í friði.Ekkert er minnst á Björgólf,Bakkabræður eða aðrar útsásarvíkinga.:Þó var banki Björgólfs,Landsbankinn, með Icesave reikningana,sem leggja okkur þyngstu byrðar á herðar.

 

Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg Sólrún varpaði pólitískri sprengju

Mikill taugatitringur hefur myndast í stjórnarherbúðunum vegna ummmæla Ingibjargar Sólrúnar í þætti RUV Í vikulokin í gær.Umæli Ingibjargar Sólrúnar hafa verið túlkuð svo,að hún hafi hótað stjórnarslitum.Hún var spurð hvað mundi gerast,ef Sjálfstæðisflokkurinn felldi að sækja um aðild að ESB.Hún sagði,að þá væru í stjórninni tveir flokkar sem væru með gerólíka stefnu í peningamálum ( gjaldmiðilsmálum) og Evrópumálum og þá yrði að ganga til kosninga. Um stjórnina sagði hún: Þá væri sjálfhætt.  

Hvað þýða þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar? Þau þýða,að það verði að ganga til kosninga næsta vor,ef Sjálfstæðisflokkurinn fellir aðild að ESB. En ég tel,að hvort sem er verði að ganga til kosninga næsta vor. Ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir aðild að ESB þarf að að ganga til kosninga einnig annað hvort í vor eða haust. Og það þarf að kjósa einnig vegna bankahrunsins til þess að stjórnmálamenn geti axað ábyrgð af því sem gerst hefur.Þegar kosið er fellur umboð ríkisstjórnar niður og ný stjórn er mynduð eftir kosningar,annað hvort stjórn sömu flokka ef til vill með breyttu ráðherraliði eða nýir flokkar mynda stjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


Geir óttast ekki klofning

Geir H. Haarde forsætisráðherra óttast ekki að Sjálfstæðisflokkurinn klofni þegar Evrópumálin verða gerð upp á landsfundi flokksins í janúar. Geir er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar er hann spurður hvort hann óttist klofning við uppgjörið.

Forsætisráðherra neitar því og kveður Sjálfstæðisflokkinn miklu stærri og merkilegri heldur en þessi deila um Evrópusambandið. Hann efast um að margir Sjálfstæðismenn hafi skipað sér í stjórnmálaflokk út frá þessu tiltekna máli. Verði menn ekki sáttir við niðurstöðu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi þá eigi þeir ekki aðra kosti en að ganga til liðs við Vinstri græna og hann hefur litlar áhyggjur af því að margir sjálfstæðismenn rati rakleiðis til Vinstri grænna. Varðandi uppstokkun í ráðherraliði flokksins svarar Geir ekki, en útilokar það þó ekki.(visir.is)

Afstaðan til ESB verður mikið átakamál hjá Sjálfstæðsflokknum. En hvort flokkurinn klofnar vegna málsins eða ekki er erfitt að segja.Ef til vill verður þróunin eins og í Noregi ,þegar Norðmenn greiddu atkvæði um ESB. Þá mynduðust þverpólitískar hreyfingar andstæðinga og fylgjenda ESB,nei hreyfing og já hreyfing.Afstaðan til ESB fer ekki endilega eftir flokkum svo slíkar hreyfingar gætu veriið eðlilegar.

 

Björgvin Guðmundsson



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband