Þáttur Egils Helgasonar ræðst á Jón Ásgeir á ný

Menn muna,að Egill Helgason réðst með miklu offorsi  á Jón Ásgeir í þætti sínum skömmu eftir bankahrunið.Kenndi hann honum um fall bankanna og fjármálahrunið og hellti sér yfir Jón Ásgeir með slíkum látum,að Jón  kom varla orði að. Þetta var allt endurtekið í þætti Egils Helgasonar í dag.Þá kom Egill Helgason með Jón Sullenberger í þáttinn. Sullenberger flutti sömu ræðuna og Egill hafði áður flutt en bætti við,að Jón Ásgeir hefði stofnað fjölda fyrirtækja sem öll væru svindlfyrirtæki.Væri réttast að stinga Jóni Ásgeiri inn. Það er skrítið við þátt Egils Helgasonar,að hann tekur aðeins einn af útrásarvíkingunum fyrir,þ.e. Jón Ásgeir  en lætur alla hina í friði.Ekkert er minnst á Björgólf,Bakkabræður eða aðrar útsásarvíkinga.:Þó var banki Björgólfs,Landsbankinn, með Icesave reikningana,sem leggja okkur þyngstu byrðar á herðar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð oddsson hatar forsetann,Egill Helgason hatar Jón Ásgeir svo einfalt er nú það!

eggert rúnar birgisson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

almennt er fólk sammála um að Jón Ásgeir og Jóhannes faðir hans hafi leitt þennan þjofnað á íslandi undanfarin misseri - þess vegna er oftast talað um Baug en ekki Bakkabræður eða Björgólfsfeðga - við skulum samt passa okkur á þvi að gleyma ekki því sem þessir menn hafa gert okkur - ég gef ekkert fyrir verzlunarrekstur þeirra og versla ekki hjá þeim frekar en forstjóranum Einari Benediktssyni sem kenndur er við Olís - hef ekki verzlað þar síðan 2002 - Olís og Ellingsen er undir sömu eigendum - bara get ekki sætt mig við svindl

og fyrst ég er lagður af stað hér - þá vil ég sjá utanríkisþjónustuna skorna niður að lágmarki 70%

Jón Snæbjörnsson, 14.12.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband