Ingibjörg Sólrún varpaði pólitískri sprengju

Mikill taugatitringur hefur myndast í stjórnarherbúðunum vegna ummmæla Ingibjargar Sólrúnar í þætti RUV Í vikulokin í gær.Umæli Ingibjargar Sólrúnar hafa verið túlkuð svo,að hún hafi hótað stjórnarslitum.Hún var spurð hvað mundi gerast,ef Sjálfstæðisflokkurinn felldi að sækja um aðild að ESB.Hún sagði,að þá væru í stjórninni tveir flokkar sem væru með gerólíka stefnu í peningamálum ( gjaldmiðilsmálum) og Evrópumálum og þá yrði að ganga til kosninga. Um stjórnina sagði hún: Þá væri sjálfhætt.  

Hvað þýða þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar? Þau þýða,að það verði að ganga til kosninga næsta vor,ef Sjálfstæðisflokkurinn fellir aðild að ESB. En ég tel,að hvort sem er verði að ganga til kosninga næsta vor. Ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir aðild að ESB þarf að að ganga til kosninga einnig annað hvort í vor eða haust. Og það þarf að kjósa einnig vegna bankahrunsins til þess að stjórnmálamenn geti axað ábyrgð af því sem gerst hefur.Þegar kosið er fellur umboð ríkisstjórnar niður og ný stjórn er mynduð eftir kosningar,annað hvort stjórn sömu flokka ef til vill með breyttu ráðherraliði eða nýir flokkar mynda stjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband