Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Gleðilegt sumar!
Það er gamall og góður íslenskur siður að halda sumardaginn fyrsta hátíðlegan.Það mun hvergi gert nema á Íslandi.Langur og dimmur vetur hér og stuttir dagar leiddu til þess að Íslendingar töldu ástæðu til þess að fagna þegar birta tók á ný og sumar gekk í garð.Lengi vel stóð Barnavinafélagið Sumargjöf fyrir hátíðarhöldum í Reykjavík á sumardaginn fyrsta en síðan tók Reykjavíkurborg við hátíðarhöldunum. Þetta er fyrst og fremst dagur barnanna og efnt er til hátíðarhalda fyrir þau,skrúðgöngur,leikir,söngur o.fl. Áður voru hátíðarhöldin fyrst og fremst í miðbænum í Rvk.en síðan færðust þau út í hverfin.Veðrið hefur verið að batna síðustu daga,hiti ágætur, í kringum 10 stig syðra og sólarglæta öðru hverju. Það á að vísu að kólna eitthvað á ný á næstu dögum en við skulum samt vona,að sumarið sé komið.- Gleðilegt sumar!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Lítið miðar í kjaraviðræðum BSRB
Mjög hægt miðar í kjaraviðræðum ríkisins og BSRB-félaganna. Ekki er enn komið í ljós hvort samkomulag tekst um að gera samning til eins árs eins og BSRB hefur lagt til. Ríkið hefur ekki fallið frá tillögu sinni um þriggja ára samning.
SFR átti í gær fund með samninganefnd ríkisins og sagði Árni Stefán Jónsson, formaður félagsins, að á fundinum hefði verið rætt um samningstímann án þess að menn kæmust að neinni niðurstöðu. Menn væru að skoða tiltekin atriði og myndu hittast aftur fljótlega.
Ríkið mun hafa boðið ríkisstarfsmönnum svipaðar kjarabætur og samið var um milli ASI og SA á almennum vinnumarkaði en þar er aðalatriðið að þeir lægst launuðu fá 18000 kr. hækkun á mánuði strax. Ríkið vill 3 ja ára samning en
BSRB vill semja til skamms tíma. Launþegar sjá nú,að allar kjarabætur brenna upp strax á verðbólgubálinu og vilja því ekki semja til langs tíma.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hægt miðar í kjaraviðræðum BSRB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Krónan dugar ekki til framtíðar
Íslenska krónan er efnahagslífinu ekki vörn til framtíðar, hún er frekar hættuvaldur, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Íslendingar hafa tveggja kosta völ, evru eða krónu og eiga sækjast eftir aðild að Evrópska myntbandalaginu þegar skilyrðum þess er náð.
Samfylkingin hefur fyrir löngu markað sér þá stefnu að Ísland eigi að skipa sér í sveit Evrópuþjóða innan Evrópusambandsins, þar eiga Íslendingar heima, segir Ingibjörg Sólrún.
Ég er sammmála Ingibjörgu Sólrúnu um það,að íslenska krónan dugi ekki til framtíðar.Við verðum að taka upp annan gjaldmiðil og þar kemur evran einna helst til greina.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Ólafur Þ.Stephensen nýr ritstjóri Mbl.
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri 24stunda, hefur verið ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins og aðalritstjóri Árvakurs hf. frá og með 2. júní næstkomandi. Auk Morgunblaðsins gefur Árvakur út 24 stundir og mbl.is.
Sama dag lætur Styrmir Gunnarsson af starfi ritstjóra Morgunblaðsins fyrir aldurs sakir. Styrmir Gunnarsson hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 1972, en hann kom fyrst til starfa á Morgunblaðinu sem blaðamaður 2.júní 1965.
Þetta er gott val og kemur ekki á óvart.Ólafur hefur staðið sig vel sem ritstjóri 24ra stunda.Það verður talsverð breyting á Mbl. með tilkomu Ólafs sem ritstjóra. Hann er mun frálslyndari en Styrmir og hann er hlynntari ESB en Styrmir sem er alger andstæðingur sambandsins.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ólafur nýr ritstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Staða eldri borgara í kjölfar kjarasamninga rædd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Bankarnir skulduðu 5997,6 milljarða erlendis um síðustu áramót
Hinn 15.mars sl. skrifaði ég eftirfarandi:
Samkvæmt hagtölum Seðlabankans nema heildarskuldir þjóðarinnar erlendis 7138,3 milljörðum króna,miðað við síðustu áramót. Árið áður námu þær 5207,2 milljörðum.Hið opinbera skuldar aðeins 243,5 milljónir.En bankar og aðrar innlánsstofnanir skulda 5997,6 milljarða,miðað við 4262,8 milljarða árið áður. Samkvæmt þessum tölum er ljóst,að bankarnir hafa farið mjög óvarlega á síðasta ári með því að auka svo mjög erlendar skuldir sínar. Heita má,að nú hafi verið skrúfað fyrir bankana erlendis varðandi auknar lántökur. Þeir geta fengið lán en á mikið verri kjörum en áður.
Seðlabankinn á að hafa eftirlit með bönkunum og hann hefði getað sett bönkunum skorður varðandi lántökur erlendis.En hann kaus að loka augunum og gera ekki neitt.
Þessar erlendu skuldir hafa stórhækkað vegna gengislækkunar krónunnar.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Almenningi ofbýður hátt verð á bensíni og olíum
Atvinnubílstjórar eru nú að loka Suðurlandsvegi við Olís-stöðina við Rauðavatn í báðar áttir. Samkvæmt upplýsingum blaðamanna mbl.is sem er á staðnum eru um tuttugu flutningabílar á staðnum og fjölgar jafnt og þétt í hópnum.
Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, sagði í samtali við mbl.is í morgun að bílstjórarnir væru að taka hvíldartíma og að það væri misjafnt eftir mönnum hversu langan vinnutíma þeim bæri að taka.
Þá sagðist hann bíða eftir því að þjóðin fari að standa í lappirnar" og taka þátt í mótmælaaðgerðum bílstjóranna. Spurður um það hvort það flæki ekki málið að bílstjórar séu að mótmæla álögum sem varði allt samfélagið annars vegar og atriðum er varða atvinnumál þeirra hins vegar sagði hann að svona væri þetta bara. Sum hagsmunamál varði aðallega þrönga hópa en önnur bæði einstaka hópa og samfélagið í heild.
Fram til þessa hafa aðgerðir bílstjóra notið nokkuð mikillar samúðar almennings. Spurning er þó hvað sú samúð helst lengi.Ég hygg t.d. ,að barátta bílstjóra fyrir undanþágum frá vinnutímareglum ESB njóti ekki mikillar samúðar,þar eð þar er um umferðaröryggi að ræða.Bílstjórar þurfa sinn hvíldartíma eins og bílstjórar úti í Evrópu. Samgönguráðherra hefur sagt,að ekki verði slakað á umferðaröryggiskröfum. Almenningur er áreiðanlega sammála því. En hins vegar ofbýður öllum hið háa verð á besíni og dieselolíu.Í þeirri baráttu njóta bílstjórar mikillar samúðar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bílstjórar taka hvíldartíma" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Hillary vann í Pennsylvania.En dugar það?
Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður New York, sigraði keppinaut sinn Barack Obama, öldungadeildarþingmann Illinois, í forkosningum demókrata í Pennsylvaníu í gær. Clinton fékk 55% atkvæða og Obama 45%.
Kosið var um 158 kjörmenn í Pennsylvaníu og samkvæmt fréttavef Reuters hafði Clinton tryggt sér 75 kjörmenn og Obama 65 í Pennsylvaníu. Obama hefur tryggt sér alls 1720 kjörmenn og Clinton 1588. Frambjóðandi þarf 2025 kjörmenn til að tryggja sér útnefningu á flokksþingi Demókrataflokksins í júní.
Stjórnmálaskýrendur segja að Clinton hafi þurft á sigrinum að halda til þess að eiga möguleika á að verða útnefnd forsetaefni demókrata. Þeir efast hins vegar um að sigurinn hafi verið nógu afgerandi til að hleypa nýju lífi í framboð Clinton.
Talið var áður en þessar kosningar í Pennsylvania fóru fram,að sigur þar væri alger forsenda fyrir Hillary til þess að halda baráttunni áfram. En sigur hennar yfir Obama er samt engan veginn öruggur.Obama er enn með fleiri kjörmenn yfir landið. Írslitin ráðast á flokksþingi demobkrataflokksins. Heyrst hafa raddir um að fá verði þriðja frambjóðandann til þess að sameina fylkingarnar og hefur nafn Al Gore einkum verið nefnt í því sambandi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Clinton sigraði í Pennsylvaníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
3,6 milljarðar hafðir af lífeyrisþegum í ár!
Félagsmálanefnd alþingis hélt fund í gær til þess að ræða breytingar á lífeyri aldraðra og öryrkja vegna nýgerðra kjarasamninga.Á fundinn voru boðaðir fulltrúar aldraðra og öryrkja ásamt fulltrúum ASÍ. Það var samdóma álitaldraðra,öryrkja og ASÍ á fundinum að miðað við samkomulag sem gert var við stjórnvöld 2006 hefðu lífeyrisþegar nú átt að fá sömu hækkun á lífeyri sínum og láglaunafólk fékk á sínum launum eða 18000 kr. á mánuði.( 15% hækkun)Lífeyrisþegar fengu hins vegar aðeins 9,4% hækkun að meðtalinni hækkun um áramót. Sögðu fulltrúar ASÍ, að hér munaði 10 þús. kr á mánuði eða 3,6 milljörðum króna á árinu.Er ljóst samkvæmt þessu,að haldið er áfram sama leik og leikinn var í langri stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar en frá 1995 voru tugir milljarða hafðir af lífeyrisþegum.Nú er áfram vegið í sama hnérunn og nú 3,6 milljarðar hafðir af bótaþegum.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Birkir Jón Jónsson: Ekki staðið við eldra samkomulag um viðmið bóta almannatrygginga
Birkir Jón Jónsson alþingismaður skrifar eftirfarandi:
Ég óskaði á dögunum eftir fundi í félags- og tryggingamálanefnd Alþingis til að fara yfir hvort það væri hugsanlegt að ríkisstjórnin hefði gengið á bak fyrirheitum um að bæta hag aldraða og öryrkja í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Fundurinn fór fram í morgun og mættu fulltrúar ASÍ, aldraðra og öryrkja á fundinn. Það var samdóma álit þessara aðila að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við það samkomulag sem ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gerði árið 2006. Fyrrverandi ríkisstjórn gerði þá samkomulag við ASÍ, ÖBÍ og aldraða um viðmið bóta almannatrygginga. Ný ríkisstjórn hefur breytt þessu viðmiði sem veldur því að bætur almannatrygginga eru um 10 þúsund krónum lægri á mánuði heldur en ella hefði orðið. Þannig skerðast árleg fjárframlög til lífeyrisþega um 3,6 milljarða króna með nýrri viðmiðun samkvæmt útreikningum ASÍ.
Viðmið ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var meðaltal dagvinnutryggingar launafólks, sem eru hin raunverulegu lágmarkslaun í landinu. Fyrir því höfðu samningsaðilar ríkisins barist fyrir um árabil. En ný ríkisstjórnin hefur nú breytt um kúrs og miðar nú við meðaltal lægsta taxta verkafólks, sem í raun gefur ekki raunsanna mynd af tekjum á vinnumarkaði. Þessu hafa ASÍ, aldraðir og öryrkjar harðlega mótmælt ásamt okkur framsóknarmönnum.
Þetta er ljótt.Ef núverandi ríkisstjórn hefur ekki staðið við það samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði
2006 um viðmið tryggingabóta er það mjög alvarlegt mál,sem verður ekki látið kyrrt liggja.
Björgvin Guðmundsson