Á Ísland að ganga i ESB?

 
 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun.Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við  formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru  gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki  á óvart   .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra  Noregs  til Brussel  í sömu erindagerðum  og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru.
Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild?  Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir  vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins .Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið  lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og  umhverfismála. En hvað vantar þá upp á?  Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild  að stjórn ESB og  Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru.
Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar.Menn nota  það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar  gegnum aðildina að EES.Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar.Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi  í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB.Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB.Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður  og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru  að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum.
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB.. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en  norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni.Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef  Noregur fer úr EFTA  og gengur  í ESB líður EFTA sennilega undir lok.
  Hér mun ekkert gerast í þessu máli  á yfirstandani kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net

Hvað fór úrskeiðis i lífeyrismálum aldraðra?

Hvað hefur farið úrskeiðis í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja hjá núverandi ríkisstjórn? Það,sem hefur farið úrskeiðis er eftirfarandi: Ákvæði stjórnarsáttmálans um kjarabætur til handa öldruðum eru of veik.Það er sagt að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja en ekkert sagt hvernig.Hér ber Samfylkingin mesta sök. Hún átti sð krefjast þess að nægilega skýr ákvæði um kjarabætur aldraðra væru sett í stjórnarsáttmálann.Til þess að sjá hvað stjórnarflokkarnir ætluðu að gera fyrir aldraða verður að fara í kosningastefnuskrárnar.Samfylkingin setti fram sem fyrsta mál sitt í kjaramálum,að lífeyrir aldraðra frá TR yrði hækkaður svo mikið,að hann dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofunnar. En hvers vegna var þá ekki byrjað á Því að efna þetta ákvæði? Hvers vegna var byrjað á tekjutengingum?Það er vegna þess,að það er ódýrara fyrir ríkissjóð að draga úr tekjutengingum t.d. vegna atvinnutekna en að hækka lífeyrinn eins og lofað var. Það kostar ríkissjóð lítið sem ekkert að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. Og það kostar lítið að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka.Þetta er skýringin á því hvers vegna hækkun lífeyris situr á hakanum. Síðan er verið að koma með alls konar skýringar og gefa til kynna,að það að draga úr tekjutengingum sé jafngildi hækkunar lífeyris. En að sjálfsögðu er svo ekki. Breyting á tekjutengingum tekur til mikils minnihluta aldraðra og öryrkja en hækkun lífeyris tekur til allra. Sá er munurinn. Björgvin Guðmundsson

Ísland verður að leyfa innflutning á hráu kjöti

Vissir Framsóknarþingmenn með Guðna  Ágústsson í broddi fylkingar berjast nú gegn því,að Ísland samþykki matvælatilskipun EES sem m.a. gerir ráð fyrir innflutningi á hráu kjöti,einkum svínakjöti og kjúklingakjöti.Einar K.Guðfinnsson reyndi að slá sig til riddara á þessari tilskipun og lét í veðri vaka á fundi í Valhöll, að hann væri að berjast fyrir þessari breytingu af frjálræðisást einni saman. En Valgerður Sverrisdóttir benti á í ræðu á alþingi,að hér væri einungis um tilskipun frá EES að ræða sem Ísland  yrði að taka upp. Hún þyrfti að segja Guðna Ágústssyni það. Ekki var  annað á Valgerði að heyra en að hún væri samþykk  þessari tilskipun. En nú heldur Guðni með Bjarna Harðar í eftirdragi,að hann geti grætt einhver atkvæði á því að leggjast gegn þessari tilskipun.

Ísland á ekkert val í þessu efni. Við verðum að taka upp þessa tilskipun hvort sem okkur líkar betur eða ver. Ef við gerum það ekki getur ESB fellt úr gildi tollalækkanir á sjávarafurðum,sem, við njótum í ESB löndum.Það er engin hætta á ferðum fyrir íslenskan landbúnað þó flutt sé hingað inn hrátt svínakjöt og kjúklingakjöt. Framleiðsla á því kjöti hér heyrir ekki undir hefðbundinn landbúnað. Það verður meiri hætta fyrir íslenskan landbúnað,þegar allir tollar á innfluttu  kjöti verða felldir niður eins oig stefnt er að.

Björgvin Guðmundsson


Einkavæðing bankanna hér eins og í Rússlandi!

Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar mikla grein um efnahagsmál i Fréttablaðið í dag. Kemur hann víða við í greininni og fer yfir allt sviðið. Hann segir,að einkavæðing bankanna hér hafi farið fram eins og einkavæðing í Rússlandi. Bankarnir hafi verið afhentir vinum foringja stjórnarflokkanna, mönnum,sem höfðu enga reynslu af rekstri banka  en ekki fengnir fagmenn eða erlendir  aðilar til þess að reka bankana. ( Sendinefnd,sem kom frá Svíþjóð og hafði áhuga á fjárfestingu í bönkunum var strax send heim aftur.Horfið var frá dreifðri eignaraðild í bönkunum) Þorvaldur segir,að íslensku bankarnir hafi hagað sér eins og kálfar,sem sleppt er út á vorin. Þeir hafi slegið  ótæpilega lán erlendis og séu nú gífurlega skuldsettir.Undirstöður bankanna eru traustar en ef fjármálakreppan nær að kroppa í undirstöðurnar er voðinn vís. Þorvaldur segir,að  íslenskir sérfræðingar hafi varað við því,að svipað ástand  mundi geta skapast hér og gerðist í Asíu. Það hafi nú gerst. En þegar viðvaranir voru birtar var skellt skollaeyrum við þeim.

 

Björgvin Guðmundsson


Borgin:Áætlanir í orkumálum hafa hrunið eins og spilaborg

Kjartan Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir það liggja í augum uppi að Orkuveitan, OR, geti ekki farið eftir samningi sem kunni að vera ólögmætur og því beri fyrirtækinu ekki að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja, HS.

Hann segir enn óákveðið hvort Orkuveitan áfrýi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Orkuveitan megi ekki eiga meira en 3% hlut í Hitaveitunni.

Orkuveita Reykjavíkur þarf nú að endurmeta allt eignarhald sitt á hlutum í Hitaveitu Suðurnesja. Allar forsendur kaupa fyrirtækisins á hlutum í Hitaveitunni virðast vera brostnar, af ýmsum ástæðum. Á haustmánuðum var fyrirhugað að Orkuveitan legði hlut sinn inn í dótturfyrirtækið Reykjavík Energy Invest, REI. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur þegar borgarstjórnarmeirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks féll í október.

Allar fyrirætlanir Sjálfstæðisflokksins  í orkumálum,útrás utan lands og innan hafa hrunið eins og spilaborg.OR má ekki eiga nema 3% i Hitaveitu Suðurnesja. Og engin samstaða er meðal borgarfulltrúa Sjalfstæðisflokksins um útrás erlendis. Sumir vilja selja REI og hætta öllum útrásaráætlunum.Aðrir vilja fara mjög varlega í útrásarverkefni erlendis. Þeir vilja,að einkafyrirtæki taki þátt í útrásarverkefnum og áhætta OR verði í lágmarki. Björn Ingi Hrafnsson sagði í Kastljósi í gær,að Sjálfstæðisflokkurinn stæði í sömu sporum í þessum málum í dag eins og sl. haust. Stefnan hefði enn ekki verið ákveðin.

Björgvin Gu'ðmundsson'

 

 

 


Flytja fleiri fyrirtæki út?

Himinháir vextir hér á landi virka eins og sleggja á atvinnulífið og undan henni geta fyrirtæki ekki vikið sér nú með sama hætti og þegar aðgangur að ódýru erlendu lánsfé var greiður. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Ingimundar Sigurpálssonar, fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins, á aðalfundi samtakanna í gær. Fundurinn var haldinn undir kjörorðinu Út úr umrótinu – inn í framtíðina.

Sagði Ingimundur að við þær aðstæður sem nú væru á fjármálamörkuðum þurfi verulega lækkun vaxta, en hér sé þveröfugt farið. Því stefni í mikla erfiðleika í atvinnulífinu ef ekki rofi til á erlendum fjármálamörkuðum.

„Íslensku atvinnulífi er nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða sem allra fyrst,“ sagði Ingimundur. „Dragist það úr hófi mun það ef að líkum lætur brjótast undan oki hárra vaxta og stöðugra gengissveiflna með þeim aðferðum sem tiltækar eru.“

Ingimundir bætti því við að sú hætta blasti við að íslensk fyrirtæki, sem að stórum hluta starfi á erlendum mörkuðum, muni sjá hag sínum betur borgið með því að flytja starfsemi sína til annarra landa þar sem stöðugleiki er meiri og rekstrarumhverfi hagfelldara.

Hér eru dregnar upp alvarlegar staðreyndir.Hávaxtastefna Seðlabankans bitnar bæði á fyrirtækjum og einstaklingum.Og hið háa gengi krónunnar undanfarin misseri hefur gert útflutningsfyrirtækjum mjög erfitt fyrir. Ástandið hjá útflutningsfyrirtækjum hefur batnað við gengislækkun krónunnar en hinir háu vextir sliga fyrirtæki og einstaklinga. Það er alvarlegt mál,ef þessi stefna  Seðlabankans hrekur fyrirtækin úr landi.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hætta á að fyrirtæki flytji út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir: Tökum ekki einhliða upp evru

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins, að einhliða upptaka erlendrar myntar  kæmi ekki til greina hér á landi að hans mati. „Við erum ein þróaðasta og ríkasta þjóð í heimi og slíkar þjóðir taka ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar.

Ég er sammála Geir i þessu efni. Við tökum ekki einhliða  mynt annarrar þjóðar. En við getum tekið upp evru með því að ganga í Myntbandalag Evrópu og ESB.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Ein ríkasta þjóð í heimi tekur ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland háð erlendu vinnuafli

Baráttan um hæft starfsfólk á eftir að harðna og „það er ekkert víst að við [Íslendingar] séum með mjög sterka stöðu í þeirri samkeppni á alþjóðavísu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 

Samtök atvinnulífsins kynntu í dag nýtt rit, sem ber yfirskriftina Baráttan um besta fólkið, þar sem fjallað er um alþjóðavæðingu vinnumarkaðarins.

Þar kemur m.a. fram að Ísland stendur Norðurlöndunum í heild að baki við að takast á við áskoranir hnattvæðingarinnar.

Ísland stendur vel að vígi í alþjóðlegum samanburði hvað varðar laun og skatta en hátt verðlag og smæð landsins eru ekki aðlaðandi. Á heildina litið er samkeppnisstaða Íslands um hæft starfsfólk í meðallagi þegar litið er til kaupmáttar launa eftir skatt.

Íslendingum á vinnumarkaði mun fjölga tiltölulega hægt á næstu árum og áratugum. Stórir árgangar hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs og nýir árgangar sem koma í staðinn eru tiltölulega fámennir. Vinnuframlag erlends starfsfólks verður ein meginforsenda hagvaxtar. 

Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulifsins.SA telur,að  Ísland verði  algerlega háð erlendu vinnuafli eftir nokkur ár.Það má raunar segja, að þannig sé ástandið í dag.t.d. í fiskvinnslu og ýmsum þjónustustörfum á spítölum og víðar. Mikið er af erlendu vinnuafli í verslunum og í  byggingariðnaðinum. Erlendu vinnuafli mun væntanlega fækka á næstu árum en síðan kemur það aftur síðar samkvæmt skýrslu SA.Það þýðir ekkert fyrir Íslendinga að fúlsa við útlendingum. Við erum háðir þeim sem vinnuafli og  til þess að halda uppi hagvexti.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

PDF-skrá 

Fara til baka 


mbl.is Baráttan um hæft starfsfólk á eftir að harðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir fólks jukust um 15% milli ára.Róðurinn þyngist

Skuldir fólks sem leitaði í fyrra til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna  hækkuðu að meðatali um 15% milli ára. Þetta kom fram á fundi í  morgun þar sem ársskýrsla Ráðgjafarstofu var kynnt. „Þetta eru vísbendingar um að róðurinn sé að þyngjast,“ sagði Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um þessar tölur.

Alls  voru afgreiddar 612 umsóknir hjá Ráðgjafarstofu í fyrra. Símaráðgjöf var einnig veitt alla virka daga og voru að meðaltali afgreidd um 40 símtöl á mánuði. Ásta benti á að þau vanskil sem mest hefðu aukist milli ára væru raðgreiðslusamningar og bílalán.

Fram kom hjá Ástu að þeir sem helst leita til Ráðgjafarstofu vegna fjárhagsvandræða eru einstæðar mæður, sem voru 34% viðskiptavina ráðgjafarstofunnar í fyrra. Nærst stærsti hópurinn sem leitaði eftir aðstoð eru einhleypir karlar. Sagði Ásta það ánægjulegt að svo virtist sem þessi hópur sæktist í auknum mæli eftir aðstoð.

Mjög margir hafa keypt bíla á lánum og skuldsett sig of mikið við íbúðarkaup. Mikið af þessu  fólki á nú í fjármagsvandræðum. Einstæðar mæður eru margar  í fjárhagsvandræðum.Það er m.a. vegna þess að bætur,sem þær fá eru lágar. Þær eiga erfitt með að vinna,ef þeir eru með  mörg börn o.s.frv.

Sumir lenda í fjárhagsvandræðum vegna fákunnáttu í fjárálum. Ráðgjafarstofa heimilanna hefur vissulega hlutverki að gegna.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is „Róðurinn að þyngjast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðisspá Seðlabankans óábyrg með öllu

Þeir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G.Tómasson þáttastjórnandi ræddu  spá Seðlabanksn um 30% lækkun íbúðaverðs á Útvarpi Sögu í morgun. Guðmundur Ólafsson sagði, að spáin væri algerlega óábyrg og  raunar gaf Guðmundur í skyn, að um skemmdarstarfsemi væri að ræða hjá bankanum. Guðmundur sagði,að  Seðlabankinn væri að reyna að skapa "panik" ástand með hræðsluáróðri um 30% lækkun húsnæðisverðs.Hugmyndin á bak við þetta hjá Seðlabankanum væri sú,að ef bankinn gæti stuðlað að mikilli  lækkun íbúðaverðs mundi vísitalan lækka, þar eð húsnæðisliðurinn vigtar þungt í vísitölunni  og þá lækkaði verðbólgan. Ef þessi kenning  Guðmundar er rétt  ætti að víkja bankastjórn Seðlabankans frá.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband