Sunnudagur, 11. maí 2008
Mbl.is:Eftirlaunalögin verða felld úr gildi
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi, samkvæmt áformum stjórnarflokkanna. Þá er til alvarlegrar athugunar að afnema áunninn réttindi þeirra sem hafa fengið þau, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.Þetta kemur fram á Mbl.is
Náist víðtæk sátt um málið verði hægt að afgreiða nýtt frumvarp í vor.
Í desember árið 2003 voru samþykkt lög frá Alþingi sem bættu eftirlaunakjör forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Fulltrúar allra þingflokka lögðu frumvarpið fram saman. Halldór Blöndal var fyrsti flutningsmaður en þegar að atkvæðagreiðslu kom féllu Vinstri græn og Frjálslyndir frá stuðningi við frumvarpið. Það var þó samþykkt með atkvæðum stjórnarliða og Guðmundar Árna Stefánssonar. Lögin urðu strax umdeild og viðbrögð verkalýðsforystunnar voru frá fyrsta degi harkaleg, að því er fram kom í kvöldfréttum Sjónvarpsins.
Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er skýrt kveðið á um að endurskoða beri þessi eftirlaunalög og nú er sú vinna á lokastigi.
Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á að víðtæk sátt náist um þetta mál og því geti hún ekki fullyrt á þessu stigi hvort þetta frumvarp verður stjórnarfrumvarp eða hvort fleiri þingflokkar komi að því.
Það er fagnaðarefni,að það skuli eiga að fella eftirlaunalögin umdeildu úr gildi.Best væri ef þverpólitísk samstaða næðist um málið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Þegar heilagur andi kom yfir postulana
Í dag er Hvítasunnudagur.Þann dag kom heilagur andi yfir postulana og þeir tóku að tala tungum.Almenningur í Jerusalem varð svo forviða er postularnir fóru að tala tungum að hann hélt,að þeir væru drukknir af sætu víni. Pétur postuli reis þá upp og ávarpaði íbúa jerusalem og sagði: Eigi eru þessir menn drukknir eins og þér ætlið þvi nú er þriðja stund dags.
Hvasunnuhátíðin á fastan sess hjá Íslendingum.Margar fjölskyldur nota hana til hvíldar og til þess að sameinast eftir mikinn eril. Sumir fara í garðvinnu og aðrir í ferðalög. Þetta er mikil ferðahelgi.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 11. maí 2008
Jóhanna: Samfylkingin ekki framlenging af Sjálfstæðisflokknum!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn reiðubúinn að gera breytingar á heilbrigðisþjónustunni en einkavæðing komi ekki til greina. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir Samfylkinguna ekki framlengingu af Sjálfstæðisflokki.
Samfylkingin hélt í gær opinn fund um heilbrigðismál. Ingibjörg Sólrún segir heilbrigðis- og velferðarmál vera kjarnamál hjá Samfylkingunni. Hún benti á að 102 milljarðar króna fari í heilbrigðisráðuneytið á þessu ári en það er fjórðungur af fjárlögum.
Ingibjörg Sólrún segir að Samfylkingin styðji breytingar svo nýta megi betur það fé sem varið er til heilbrigðismála. Flokkurinn sé tilbúinn til að skoða mismunandi rekstrarform en einkavæðing komi ekki til greina.
Jóhanna segir mikilvægt að mál þróist ekki á þann veg að efnafólk fái betri og skjótari heilbrigðisþjónustu en aðrir. Hún segir Samfylkinguna hafa sjálfstæða stefnu í heilbrigðismálum.
Fsgna ber þeim ummælum forustumanna Samfylkingar að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu komi ekki til greina. Hlutafélagsvæðing Landspítala hefur .þá væntanlega veriið slegin út af borðinu. Í ræðum Ingibjargar og Jóhönnu var sleginn nýr tónn og róttækari en áður.Einkum eru athyglisverð ummæli Jóhönnu um að Samfylkingin sé ekki framlenging af Sjálfstæðisflokki.Mér hefur virst Sjálfstæðisflokkur ráða nokkuð miklu í málefnum aldraðra og öryrkja,. Væntanlega benda ummmæli Jóhönnu til þess að þar verði breyting á.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Ætlar Vilhjálmur ekki að taka borgarstjóraembættið?
Í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag er rætt um ástandið í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.Þar er m.a. vitnað i gamla forustugrein Mbl. ,þar sem sagt var að Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson hefði fallið frá því að taka við embætti borgarstjóra,þegar Ólafur F.Magnússon lætur af því starfi . Þetta kann að vera rétt túlkun. En ég skildi mál þetta svo á sínum tíma,að Vilhjálmur hefði fallið frá því að taka sjálfvirkt og án kosningar við embætti borgarstjóra eins og hann átti rétt á samkvæmt samkomulagimu við Ólaf F. Magnússon. En þess í stað ætlaði hann hugsanlega að taka þátt í kosningu um borgarstjóra í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. M.ö.o. Hann ætlaði að sitja við sama borð og aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og vera í kjöri til borgarstjóra, þegar hann yrði kosinn.Þsð kemur sjálfsagt fljótlega í ljós hvor skilningurin er réttur.
Ástandið í meirihluta birgarstjórnar hefur lítið lagast. Það er hver uppákoman af annarri. Ólafur F. er ekki nógu góður borgarstjóri. Yfirlýsingar hans í ýmsum málum eru mjög misvísandi og iðulega verður hann tvísaga í málum. Það er ekki traustvekjandi,þegar æðsti embættismaður borgarinnar á í hlut.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. maí 2008
Sóltún á ekki rétt á 22,7 millj.,sem heimilið fer fram á.Hefur sennilega fengið 108 millj. kr. ofgreiddar
Hér fer á eftir kafli úr athugasemdum Ríkisendurskoðunar við rekstur Sóltúns.
Á grundvelli þeirra athugana sem Ríkisendurskoðun hefur gert á RAI-skráningu
hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni og gerð er grein fyrir telur
stofnunin að við skráningu upplýsinga fyrir árið 2006 hafi leiðbeiningum um
notkun gagnasafnshluta RAI-mælitækisins ekki verið fylgt með viðunandi hætti
sem aftur gerir það að verkum að þyngdarstuðull heimilisins fyrir það ár varð
hærri en ætla mætti. Gildi þyngdarstuðuls sem hafði mælst 1,26 varð við
endurútreikning 1,07. Vegna fyrirliggjandi kröfu forráðamanna Sóltúns um
22.712.963 kr. viðbótargreiðslu vegna ársins 2006 þykir rétt að ítreka að samningur
aðila gerir því aðeins ráð fyrir viðbótargreiðslum fari þyngdarstuðullinn
fram úr 1.20, sbr. 7. og 8. gr. hans.
Í fyrrnefndu bréfi heilbrigðisráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar kemur fram
að það telji niðurstöður athugunarinnar þess eðlis að efni séu til að gera sambærilega
athugun á framkvæmd RAI-mats árin 2003, 2004 og 2005. Ráðuneytið
hefur þegar greitt Sóltúni 108 m.kr. vegna magnbreytinga þessi ár skv.
niðurstöðu sáttanefndar. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að verða við beiðni
heilbrigðisráðuneytisins um athugun vegna þessara ára. Rétt er að taka fram
hér að forsvarsmenn Sóltúns telja að sátt frá 25. janúar 2007, sem gerð var á
grundvelli 16. gr. samningsins varðandi magnleiðréttingar vegna RAI-mats á
framangreindu tímabili, sé endanleg og bindandi fyrir aðila þar sem frestur sem
ráðuneytið hafði til að gera athugasemdir hafi runnið út 1. apríl 2007. Ráðuneytið
telur á hinn bóginn að í sáttinn hafi ekki falist viðurkenning á réttmæti
leiðréttingarinnar og því sé hún ekki bindandi fyrir það.
Athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru mjög vel rökstuddar. Sóltún deilir við dómarann. Ásta Möller formaður heilbrigðisnefndar þorir ekki að styggja Sóltún og segir,að rekstur þess sé til fyrirmyndar.Hún tekur enga afstöðu til athugasemda ríkisendurskoðunar. Að vísu verður ekki séð hvað alþingi hefur með þetta mál að gera. Þetta er mál ráðuneytisins. Þetta snýst um það hvort Sóltún fer eftir samningi,Rai mati,lögum og reglugerð. Nú er talað um sáttanefnd. Ef Sóltún hefur tekið of mikla peninga er það ekki mál sáttanefndar. Þá á heimilið að endurgreiða.svo einfalt er það.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 10. maí 2008
Lífeyrir aldraðra 93,74% af lágmarkslaunum!
Lífeyrir aldraðra frá TR ( grunnlífeyrir,tekjutrygging og heimilisuppbót) nam rúmlega 100% af lágmarkslaunum árið 2007. Nú nemur lífeyrir aldraðra 93,74 af lágmarkslaunum eftir að núverandi ríkisstjórn hefur setið tæpt ár við völd. Erum við ánægð með það? Er það þetta sem við stefndum að?
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 10. maí 2008
Björgvin G. Sigurðsson Evrópumaður ársins
Á fundi Evrópusamtakanna í dag Evrópudaginn bar meðal annars til tíðinda að útnefndur var Evrópumaður ársins 2008 og varð Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fyrir valinu. Björgvin þykir hafa verið ódeigur að halda uppi umræðu um Ísland og Evrópusambandið, kynna kosti aðildar og upptöku evru og er sannarlega vel kominn að þessu sæmdarheiti.
Ég er sammála þessu vali. Björgvin G. Sigurðsson er vel að því kominn. Hann er skeleggur baráttumaður fyrir inngöngu Islands í ESB og hefur verið óragur við að berjast fyrir skoðun sinni í þessu efni enda þótt hann sé í ríkisstjórn með Sjalfstæðisflokknum,sem er andvígur aðilkd að ESB.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 10. maí 2008
Eldri borgarar mótmæla of lágum lífeyrisgreiðslum
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur mótmælt afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á hækkun lífeyris til aldraðra í kjölfar nýrra kjarasamninga Segir nefndin,að það vanti 9100 kr. á mánuði upp á að lífeyrir aldraðra hafi hækkað til jafns við hækkun á lágmarkslaunum verkafólks. Lágmarkstekjutrygging launþega í dagvinnu hækkaði um 16% eða í 145 þús. kr. á mánuði en lífeyrir aldraðra hækkaði um 7,4% eða í 135.900 kr. Hér munar 9100 kr. á mánuði.Þess er krafist að þetta verði leiðrétt frá 1.febrúar. Samtök eldri borgara, eldri sjálfstæðismenn og 60+ í Samfylkingu óskuðu þess við þingflokka stjórnarflokkanna,að þetta yrði leiðrétt en svo virðist sem stjórnarflokkarnir ætli að hundsa erindið. Kjaranefnd segir,að leiðrétta verði þetta strax.Ekki megi fresta leiðréttingu.
Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða.Það er verið að hlunnfara eldri borgara.Það er verið að hafa af þeim 9100 kr. á mánuði,þegar það ætti að vera öfugt. Það ætti að hækka laun eldri borgara umfram það sem laun hækkuðu um. Það þýðir ekkert í þessu sambandi, að vísa i það,að rikisstjórnin ætli að hækka lífeyri aldraðra eitthvað seinna á árinu. Við erum að tala um hækkun vegna kjarasamninga en ekki leiðréttingu síðar,t.d. vegna þess að eldri borgarar séu ekki í lífeyrissjóði. Það er allt annað mál og á ekki að blanda saman við afgreiðslu vegna kjarasamninga.
Bj0rgvin Guðmundsson
Laugardagur, 10. maí 2008
Tók Sóltún of háa greiðslu frá ríikinu
Ríkisendurskoðun telur,að hjúkrunarheimilið Sóltún hafi fengið of háa greiðslu frá ríkinu með því að gefa rangar upplýsingar um meðferðir,sem veittar voru. Hefur ríkisendurskoðun faruð itarlega yfir gögn heimilisins og komist að þessari niðurstöðu.
Fjallað var um greinargerð Ríkisendurskoðunar um svonefnda RAI-skráningu hjá hjúkrunarheimilinu Sóltúni á fundi heilbrigðisnefndar Alþingis í gær.
Fulltrúar Ríkisendurskoðunar og heilbrigðisráðuneytis og forsvarsmenn Sóltúns komu á fund nefndarinnar. Það er ákveðinn ágreiningur á milli aðila um túlkun á samningnum og á skilgreiningum sem notaðar eru til grundvallar greiðslu. Það eru uppi mismunandi túlkanir á skilgreiningum, segir Ásta Möller, formaður nefndarinnar. Fram kom á fundinum að heilbrigðisráðherra hefur skipað sáttanefnd til þess að komast að niðurstöðu í þessu máli. Verður m.a. kallaður til erlendur aðili sem er sérfróður um RAI-matið, sem er grundvöllur greiðslnanna, segir Ásta.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja,að þetta dæmi sýni,að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu geti veriuð varasöm.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fá erlendan sérfræðing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. maí 2008
Hækkar Seðlabankinn stýrivexti meira?
Seðlabanki Íslands hefur ekki aðra úrkosti en að hækka stýrivexti sína enn frekar þrátt fyrir að hafa hækkað stýrivexti í tvígang á árinu án þess að það hafi dugað til þess að verja krónuna falli. Þetta segir Eileen Zhang, sérfræðingur hjá Standard & Poor's í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.
Zhang segir að peningamálastefnan hafi ekki ekki virkað sem skyldi en seðlabankinn hafi ekki haft marga aðra kosti í stöðunni. Ef verðbólga eykst enn frekar þá getur seðlabankinn ekki annað en hækkað vexti. Þetta er erfitt starf hjá seðlabankanum, bætir Zhang við.
Í frétt Bloomberg er fjallað um óvænta stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands þann 10. apríl í 15,5% og að þeir séu þeir hæstu sem um getur á vesturlöndum. Næsti stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt þann 22. maí nk. Krónan hefur veikst um 26% gagnvart evru það sem af er ári.
Ekki líst mér á að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn meira. Það er löngu ljóst,að þessar vaxtshækkanir Seðlabankans verka ekki til lækkunar á veðbólgunni. Ég held,að þær séu farnar að verka öfugt. Það er brýn nauðsyn að byrja vaxtalækkunarferli sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Spá frekari hækkun stýrivaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)