Sunnudagur, 25. maí 2008
43,4% styðja Samfylkinguna í Rvk.
Flestir, sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins, vilja að Hanna Birna Kristjánsdóttir verði borgarstjóri þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við því embætti í mars á næsta ári. Samfylkingin er með mest fylgi einstakra flokka í Reykjavík samkvæmt könnuninni.
40,2% aðspurðra nefndu Hönnu Birnu þegar spurt var hver úr röðum sjálfstæðismanna menn vildu að yrði borgarstjóri. 15,2% nefndu Gísla Martein Baldursson, 10,8% Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, 5,5% Júlíus Vífil Ingvarsson, 3,9% Kjartan Magnússon, 3% Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur og 0,3% Jórunni Ósk Frímannsdóttur.
Þegar spurt var um stuðning við stjórnmálaflokka sögðust 43,4% þeirra, sem tóku afstöðu, myndu kjósa Samfylkingu ef kosið væri nú. 33,8% sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, 14,1% VG, 4,2% Framsóknarflokk og 4,2% Frjálslynda flokkinn. Miðað við þetta fengi Samfylking 7 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 6, VG 2 en aðrir engan mann.
Þá sögðust 27,7% styðja núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista en 72,3% sögðust ekki styðja hann.
Þessi könnun er.svipuð og könnun sem var fyrir skömmu.Samfylkingin er með imikið meira fylgi en ´Sjalfstæðisflokkurinn.Það kemur hins vegar á óvart hvað Hanna Birna fær mikið fylgi sem borgarstjóri.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. maí 2008
Staksteinar lítið hrifnir af ríkisstjórninni
Staksteinar ( Styrmir? ) fjalla um ársafmæli ríkisstjórnarinnar
í dag og virðast lítt hrifnir.Þar segir m.a.: Ríkisstjórnir eiga ekki að halda upp á það hvað þær eru gamlar.Nema náttúrulega ef þær verða óvenju gamlar.Hins vegar er sjálfsagt,að þær haldi upp á vel unnin verk.Núverandi ríkisstjórn er svo ung að árum,að hún hefur ekki haft tíma til þess að vinna mikil afrek.Síðar segir: Það er of snemmt að segja til um það hvort núverandi ríkisstjórn marki spor.
M.ö.o: Það er engin afmælishrifning í Staksteinum. Og í Reykjavíkurbréfi er ekki eitt orð um ársafmæli ríkisstjórnarinnar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði myndað stjórn með VG hefði allt Reykjavíkurbréfið verið undirlagt á ársafmæli.
En leiðtogar stjórnarinnar,Geir og Ingibjörg Sólrún eru mjög ánægð með " afrek" stjórnarinnar.Staksteinar segja: Þegar horft er á myndir úr ráðherrabústaðnum fer ekki á milli mála að miklir hlýleikar eru með þeim Geir og Ingibjörgu Sólrúnu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 25. maí 2008
Dagur barnsins er i dag
Dagur barnsins á Íslandi er haldinn í fyrsta sinn í dag, 25. maí. Þetta er samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar en Sameinuðu þjóðirnar hafa í meira en hálfa öld tileinkað börnum sérstaklega einn dag á hverju ári.
Markmiðið er að koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma. Hugmyndin er að hvetja til samveru foreldra með börnum sínum. Deginum hefur verið valin yfirskriftin Gleði og samvera. Verndari dagsins er Dorrit Moussaieff forsetafrú en hún verður viðstöddd athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan tíu mínútur í tvö, þar sem verðlaun verða afhent í samkeppni um stef og merki fyrir dag barnsins.
Þar verður einnig skemmtidagskrá. Víða um land er boðið upp á ókeypis sund, keppnir í sandkastalabyggingu, gönguferðir, náttúruskoðun, frítt á söfn, dorg og leiki.
Ríkisstjórnin hefur tekið málefni barna föstum tökum og hefur Jóhanna Sigiurðardóttir staðið sig mjög vel í þeim málaflokki.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 25. maí 2008
Eurovision hefur gengið sér til húðar
Íslenska lagið,This is my life lenti í 14.sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld.Það var þokkalegur árangur en þó ekki nógu góður,þar eð þessi úrslit þýða,að Ísland verður aftur að fara í forkeppnina næst,ef við ætlum að taka þátt í keppninni áfram. Mér finnst það að vísu mikið álitamál hvort taka á þátt í þessari keppni í framtíðinni. Það er ljóst,að þetta er orðin nokkurs konar söngvakeppni Mið-og Austur Evrópu,þar sem öll ríkin þar styðja hvert annað.Rússar unnu keppnina að þessu sinni og hlutu atkvæði allflestra ríkja Mið og Austur Evrópu. Mér fannst lag þeirra alls ekki verðskulda sigur.Keppnin er orðin hálfgerður skrípaleikur.Sömu ríkin styðja alltaf hvort annað og var það athyglisvert að Sigmar,þulur RUV i keppninni, gat yfirleitt sagt fyrirfram hvaða Austur Evrópu ríki styddu hvaða ríki.Það stóðst yfirleitt alltaf. Síðan er þetta ekki lengur söngvakeppni heldur "show". Ísland ætti að beita sér fyrir nýrri keppni Norðurlanda og V-Evrópu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. maí 2008
Frjálslyndir breyta um stefnu.Vilja bjóða flóttafólki til Íslands
Við skorumst ekki undan ábyrgð í málum flóttafólks og viljum að Íslendingar taki virkan þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum sem innlendum vettvangi. Hvetur þingflokkurinn Alþingi og ríkisstjórn til þess að auka fjármagn til málaflokksins á komandi árum. Íslendingar eru rík þjóð sem á að vinna vel að mannúðar- og hjálparstarfi," segir í ályktuninni.
Þingflokkurinn segir að erlendis blasi verkefnin við hvert sem litið er og skortur og neyð bjargarlauss fólks sé yfirþyrmandi.
Íslendingar eiga að beita sér í auknum mæli fyrir bættum hag flóttafólks. Stórefla á hjálparstarf annars vegar sem veitt er á erlendum vettvangi og hins vegar til þess að veita flóttamönnum móttöku hérlendis án tillits til kynþáttar eða trúarbragða þeirra.
Þingflokkur Frjálslynda flokksins telur nauðsynlegt að jafnan sé vandað til verka þannig, að sú aðstoð, sem við veitum, nýtist sem best, sérstaklega þar sem þörfin er mest.Móttaka flóttafólks sem vandasamt og flókið verkefni sem krefst mikils og vandaðs undirbúnings og góðrar kynningar meðal íbúanna svo að sem víðtækust samstaða geti orðið um móttöku þess. Mikilvægt er til þess að tryggja góðan árangur, að sýna erlendum flóttamönnum að þeir séu velkomnir til landsins og til þáttöku í þjóðfélaginu svo þeir aðlagist því," segir flokkurinn.
Þá segir, að af þeirri gagnrýni, sem fram hafi komið, verði ekki dregin önnur ályktun en sú, að betur hefði mátt standa að málum varðandi væntanlega komu flóttafólks til Akraness. Hvetur þingflokkurinn stjórnvöld til þess að bætt verði úr nú þegar og að þau beiti sé fyrir góðri upplýsingagjöf um komu flóttamanna á þessu ári. Eðlilegt sé að íbúalýðræði sé vikjað á Akranesi sem annarsstaðar við lausn mála.
Ljóst er af þessari ályktun,að Frálslyndir hafa breytt um stefnu. Nú vilja þeir taka á móti flóttamönnum hingað' til lands en vilja vanda undirbúninginn.Ef til vill taka frjálslyndir nú forustuna í því að bjóða erlendum flóttamönnum hingað.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vilja bjóða flóttafólki búsetu hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 24. maí 2008
Lítið efnt af kosningaloforðunum
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir,að búið sé á 1.ári rikisstjórnarinnar að efna 80% af stjórmarsáttmálanum.Ekki veit ég hvernig Geir fær það út. Að vísu er stjórnarsáttmálinn mjög loðinn og ekki þarf að gera mikið í ýmsum greinum sáttmálans til þess að unnt sé að segja að þær hafi verið efndar.Sem dæmi má taka að í sáttmálanum segir að bæta eigi stöðu aldraðra og öryrkja. Þetta segir ekki neitt.Það er nóg að hækka lífeyri aldraðra um 1 þúsund krónur og þá er unnt að segja að staða aldraðra hafi verið bætt. Kjósendur láta sig stjórnarsáttmálann lítið varða. Þeir miða við kosnialoforðin.Ef litið er á þau kemur í ljós ,að lítið hefur miðað.Það vantar að auka jöfnuð í þjóðfélaginu og að hækka skattleysimörkin upp í 150 þús. kr á mánuði eins og Samfylkingin barðist fyrir í kosningunum ( skattleysismörk fylgi launavísitölu).Einnig er alveg eftir að hækka lífeyri aldraðra þannig að hann dugi fyrir framfærslukostnaði samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands eins og lofað var. Ekki hefur verið hækkað um 1 krónu sem áfanga á þeirri braut.Þegar sagt var í kosningaloforðum og raunar einnig í stjórnarsáttmála að bæta eigi kjör aldraðra og öryrkja er ekki verið að meina hluta þessara hópa,það er ekki verið að tala aðeins um þá sem eru vinnumarkaði,nei það er verið að tala um aldraða og öryrkja sem heild.Þess vegna gengur ekki að bæta aðeins kjör hluta eldri borgara og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson.
Laugardagur, 24. maí 2008
Ólafur Ragnar sjálfkjörinn sem forseti
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er sjálfkjörinn til þess að gegna embættinu næstu fjögur árin sem er fjórða kjörtímabil hans, þar sem ekkert annað framboð barst áður en framboðsfrestur rann út á miðnætti í nótt samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins.
Það þarf því ekki að efna til forsetakosninga 28. júní næstkomandi og er gert ráð fyrir að Hæstiréttur gefi út kjörbréf forseta fljótlega. Nýtt kjörtímabild hefst síðan 1. ágúst næstkomandi með innsetningu forseta. Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn forseti árið 1996.
Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel sem forseti og þess vegna er ágætt að hann skuli vera sjálfkjörinn. Það sparast talsverður kostnaður við það.Ólafur Ragnar hefur breytt forsetaembættinu talsvert. Hann hefur látið embættið sinna meira viðskliptamálum á erlendum vettvangi en áður og hefur opnað viðsliptaaðilum dyr,t.d. í Asíu.Það er gott.Næstu 4 ár verður 4.kjörtimabil Ólafs.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Forsetinn sjálfkjörinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. maí 2008
Börnum boðið í ráðherrabústaðinn á afmæli ríkisstjórnarinnar
Óvenjulegt barnaafmæli var haldið í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegið en þá var börnum í leikskólanum Tjarnarborg boðið í samsæti í tilefni þess að ríkisstjórnin er eins árs í dag.Fór vel á með börnunum og ráðherrunum í veislunni.
Ég held,að ekki hefði verið unnt að halda betur upp á afmæli ríkisstjórnarinnar en með því að bjóða börnunum í ráðherrabustaðinn.Það var vel til fundið. Ef til vill er þetta vísbending um,að 2.ár ríkissjórnarinnar verði henni gæfusamt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Barnaafmæli" í Ráðherrabústað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. maí 2008
Jóhanna: Ibúðalánasjóður verður ekki einkavæddur
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að nú reyndi á hvort bönkunum væri treystandi til að standa vaktina á fasteignamarkaði og bregðast við erfiðleikum þar, m.a. með skuldbreytingum hjá þeim viðskiptavinum, sem eru í verulegum vanskilum.
Þá sagði hún að Íbúðalánasjóður hefði sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins og það væri sjóðnum að þakka, að ekki væri alkul á þeim markaði. Sagði Jóhanna, að á meðan hún væri ráðherra húsnæðismála yrðu sjóðurinn ekki einkavæddur eða starfsemi hans einungis bundin við félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum.
Það stendur yfir umræða á Alþingi utan dagskrár um fasteignamarkaðinn að ósk Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns VG. Jóhanna sagði, að staðan á fasteignamarkaði væri mjög erfið vegna hagstjórnarmistaka síðustu ríkisstjórnar, óábyrgra aðgerða bankanna og alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sagði hún að það lægi í loftinu, að vanskil fari að aukast í íbúðalánakerfinu.
Ég fagna því,að Jóhanna stendur vel í ístaðinu fyrir Íbúðalánasjóð. En hef samt enn áhyggjur af því að vextir sjóðsins hækki ef ríkisábyrgðin verður afnumin. Best væri að fá undanþágu hjá ESA og halda ríkisábyrgðinni .
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Jóhanna: Nú reynir á hvort bönkum sé treystandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. maí 2008
Þingvallastjórnin 1 árs
Eitt ár er í dag liðið frá undirritun stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar en ríkisstjórn þessara flokka tók við 24. maí 2007. Hefur börnum á leikskólanum Tjarnarborg m.a. verið boðið í ráðherrabústaðinn í dag af þessu tilefni.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum að morgni 23. maí og tilkynnti honum að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar hafi verið mynduð. Kvöldið áður höfðu flokksráð Sjálfstæðisflokks og flokksstjórn Samfylkingar samþykkt stjórnarmyndunina og ráðherraefni flokksins.
Þau Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, kynntu síðan nýja ríkisstjórn og stefnuyfirlýsingu hennar á blaðamannafundi á Þingvöllum laust fyrir hádegi þennan dag. Daginn eftir tók ríkisstjórnin við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Mér finnst frekar rýr árangur ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum á 1.árinu.Sérstaklega finnst mér lítið hafa gerst í málefnum lífeyrisþega. Hið eina sem hefur gerst í málefnum aldraðra og öryrkja er breyting á tekjutengingum.Dregið hefur verið úr þeim. En lífeyrir aldraðra hefur ekkert hækkað á heilu ári.Lífeyrir aldraðra sem hlutfall af lágmarkslaunum hefur minnkað eða úr 100% árið 2007 í 93,74% nú 2008. Ég geri ráð fyrir,að hér hafi strandað á Sjálfstæðisflokknum,þar eð Jóhanna Sigurðardóttir tryggingamálaráðherra vill bæta kjör lífeyrisþega. En ef hér verður ekki breyting á og Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir ekki myndarlegar kjarabætur til handa lífeyrisþegum hefur Samfylkingin ekkert í þessari ríkisstjórn að gera.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ríkisstjórnin ársgömul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |