Jóhanna: Ibúðalánasjóður verður ekki einkavæddur

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að nú reyndi á hvort bönkunum væri treystandi til að standa vaktina á fasteignamarkaði og bregðast við erfiðleikum þar, m.a. með skuldbreytingum hjá þeim viðskiptavinum, sem eru í verulegum vanskilum.

Þá sagði hún að Íbúðalánasjóður hefði sannað gildi sitt sem lífæð fasteignamarkaðarins og það væri sjóðnum að þakka, að ekki væri alkul á þeim markaði. Sagði Jóhanna, að á meðan hún væri ráðherra húsnæðismála yrðu sjóðurinn ekki einkavæddur eða starfsemi hans einungis bundin við félagslegar aðgerðir í húsnæðismálum.

Það stendur yfir umræða á Alþingi utan dagskrár um fasteignamarkaðinn að ósk Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns VG. Jóhanna sagði, að staðan á fasteignamarkaði væri mjög erfið vegna hagstjórnarmistaka síðustu ríkisstjórnar, óábyrgra aðgerða bankanna og alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sagði hún að það lægi í loftinu, að vanskil fari að aukast í íbúðalánakerfinu.

Ég fagna því,að Jóhanna stendur vel í ístaðinu fyrir Íbúðalánasjóð. En hef samt enn áhyggjur af því að vextir sjóðsins hækki ef  ríkisábyrgðin verður afnumin. Best væri að fá undanþágu hjá ESA og halda ríkisábyrgðinni .

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Jóhanna: Nú reynir á hvort bönkum sé treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband