Miðvikudagur, 25. júní 2008
Það fækkar við Kárahnjúka
Haldi einhver að framkvæmdum sé að mestu lokið við Kárahnjúkavirkjun þá er það hinn mesti misskilningur. Lætur nærri að um 700 manns verði þar að störfum í sumar. Það er vissulega langt frá fjöldanum þegar mest lét, hátt í 1.800 manns fyrir um tveimur árum, en engu að síður töluverður mannafli miðað við aðrar framkvæmdir á landinu þetta sumarið.
Aðalverktakinn, Impregilo, er enn með um 350 manns á sínum vegum. Borun lauk sem kunnugt er í apríl sl. og eru risaborarnir þrír farnir úr landi. Tveir eru þegar komnir í önnur verk hjá Impregilo, annar í Kína og hinn í Sviss.
Unnið er við frágang á Jökulsárgöngum, að taka niður tæki og mannvirki og fjarlægja vinnubúðir við aðgöng 1, 2 og 3, sem og aðalbúðirnar við Laugarás. Búist er við því að síðasti mannskapur Ítalanna ljúki sér af seint í haust.
Helstu virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka eru vegna Hrauna- og Jökulsárveitu austan Snæfells. Vegna gjaldþrots Arnarfells tók Landsvirkjun það verk yfir fyrr á árinu og bauð það síðan út. Ístak var ráðið til verksins og er þar nú með um 200 manns. Fljótlega verður fjölgað upp í um 250 manns. Verið er að klára að steypa inntak, sprengja jarðgöng við Kelduá og gera jarðvegsstíflur þar og við Grjótá. Reiknað er með að þessum framkvæmdum ljúki ekki fyrr en á næsta ári.
Að sögn Sigurðar St. Arnalds, talsmanns Kárahnjúkavirkjunar, er Hálslónið að fyllast á ný, eftir að hafa lækkað um eina 27 metra í vetur. Þar er búist við að lónið fyllist og ekki verði þörf á að veita vatni úr nærliggjandi veitum í ár.(mnl.is)
Enda þótt 700 manns sé talsverður mannafli er þetta þó aðeins brot af því sem mest var,1800 manns.Mikið af útlendingunum er farið til síns heima. Og eftir sumarið verða flestir farnir. Það helst einnig í hendur við lok framkvæmda eystra,að atvinnuleysi eykst nú innan lands og erlendum verkamönnum finnst ekki árennilegt að vera hér.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Um 700 manns við Kárahnjúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Nýtt hjúkrunarheimili reist í Kópavogi
Bygging 44 rýma hjúkrunarheimilis sem reist verður við Boðaþing í Kópavogi hefur verið boðin út. Tilboð verða opnuð 22. júlí næstkomandi. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2009.
Heimilið verður tæpir þrjú þúsund fermetrar að stærð í tveimur tveggja hæða álmum sem verða tengdar þjónustumiðstöð sem þegar er í byggingu á vegum Kópavogsbæjar. Í hvorri álmu verða 22 hjúkrunarrými ásamt tilheyrandi stoðrýmum og starfsmannarýmum. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er tæpar 940 milljónir króna. Hlutur ríkisins af kostnaði er 85%, þar af 40% sem greiðast úr Framkvæmdasjóði aldraðra en Kópavogsbær greiðir 15%.
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur auglýst eftir tilboðum í framkvæmdirnar fyrir hönd félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Kópavogsbæjar og var verkið boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn eru til sýnis og sölu hjá Ríkiskaupum í Borgartúni 7c í Reykjavík og vettvangsskoðun verður haldin 24. júní klukkan 1314. Tilboð verða opnuð 22. júlí næstkomandi.(mbl.is)
Í gær skýrði ég frá byggingu hjúkrunarheimlis við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Og nú greini ég frá byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi. Ríkið greiðir 85% af báðum þessum heimilum.Heimilið í Kópavogi verður tilbúið fyrr eða 2009 en heimilið í Rvk. verður ekki tilbúið fyrr en 2010.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Bankarnir græða 80 milljarða á gengislækkuninni
Stóru viðskiptabankarnir þrír, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, hafa haft rúmlega 80 milljarða í tekjur á öðrum ársfjórðungi þessa árs vegna veikingar krónunnar, sé mið tekið af gjaldeyrisstöðu bankanna eins og hún var í lok fyrsta ársfjórðungs.
Tekjur Kaupþings eru mestar; milli 40 og 45 milljarðar. Tekjur Landsbankans eru tæplega 20 milljarðar og Glitnis litlu minni, í kringum nítján milljarðar.
Edda Rós Karlsdóttir, hjá greiningardeild Landsbankans, segist ekki telja bankanna vera vísvitandi að fella gengi krónunnar. Ég hef ekki trú á því einhver bankanna standi að þessu, segir Edda. Ég lít svo á að krónan sé of veik. Þessi staða gengur ekki til lengdar, það gefur auga leið. Fólk má ekki gleyma því þegar það talar um veikingu krónunnar að hún kemur illa við viðskiptavini banka og einnig bankana sjálfa til lengri tíma, segir Edda.
Krónan styrktist um 0,18 prósent í gær en hefur veikst um rétt um tíu prósent frá því í lok mars.
Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, segir marga tapa á veikingu krónu.(mbl.is)
Það er full ástæða til þess að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið rannsaki hvort bankarnir séu vísvitandi að stuðla að veikingu krónunnar með gjaldeyrisbraski í þeim tilgangi að hagnast á því. Þetta gerðist einnig á fyrra uppgjörstímabili bankanna,að þeir högnuðust mikið á veikingu krónunnar.Vissulega vekur þetta tortryggni.
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Bankarnir fá 80 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Obama sigurstranglegur
Barack Obama, forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata hefur aukið forskot sitt á John McCain, frambjóðanda repúblíkana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun bandarískra stórblaðsins Los Angeles Times.
Samkvæmt könnuninni nýtur Obama nú stuðnings 49% kjósenda en McCain nýtur stuðnings 37%.
Könnunin sýnir einnig að mikill meirihluti stuðningsmanna Hillary Clinton, sem barðist um það við Obama að verða forsetaefni flokksins, hafi ákveðið að styðja Obama. Segast einungis 11% þeirra ætla að kjósa McCain.-
Hillary Clinton hefur nú lýst yfir stuðningi við Obama og hefur með því lagt sitt af mörkum til þess að skapa samstöðu í demokrataflokknum um frambjóðanda. Væntanlega sigrar Obama. Það er kominn tími til þess að demokrati flytjist í Hvíta húsið eftir valdatímabil Bush.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Forskot Obama eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Sjálfstæðisflokkurinn í Rvk. afhendir einkaaðilum Droplaugarstaði,sem borgin reisti
Reykjavíkurborgvill leita eftir samstarfi við aðra um rekstur hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaði, að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkur. Í dag hyggst hún leggja fram tillögu á fundi ráðsins um að óskað verði eftir leyfi heilbrigðisráðuneytisins til þess fá nýjan aðila til að reka hjúkrunarheimilið. Samstaða er um málið í meirihluta borgarstjórnar, að sögn Jórunnar.
Fáist leyfi ráðuneytisins kvaðst Jórunn búast við að gerður yrði þjónustusamningur um rekstur Droplaugarstaða. Við [Reykjavíkurborg] verðum áfram ábyrg, nema ríkið sé tilbúið að taka Droplaugarstaði að sér sem það hefur ekki verið, sagði Jórunn.
Droplaugarstaðir hafa verið reknir með halla í mörg ár. Sagði Jórunn að hann stefndi í að verða 40-50 milljónir króna á þessu ári. Viðræður hafa staðið yfir við heilbrigðisráðuneytið því borginni hefur ekki tekist að lækka rekstrarkostnaðinn. Jórunn sagði slæmt að horfa á eftir skattpeningum í hallarekstur. Borginni veitti ekki af þeim fjármunum til að veita lögbundna þjónustu, en rekstur hjúkrunarheimilis félli ekki undir hana.
Jórunn sagði það hafa verið nefnt m.a. við Grund, Hrafnistu og Sóltún að taka við rekstri Droplaugarstaða. Engar formlegar viðræður hefðu þó farið fram eða neinar tölur verið sýndar um reksturinn. En við vitum að það er áhugi á að skoða það, sagði Jórunn. Hún segir alls óvíst að nokkur sé tilbúinn að reka Droplaugarstaði á daggjöldum eða treysti sér til þess. Með því að samræma rekstur Droplaugarstaða annarri skyldri starfsemi megi ef til vill ná fram hagræðingu sem geri það kleift að reka hjúkrunarheimilið á daggjöldum. Stærð Droplaugarstaða sé óhagkvæm og ef til vill eigi það stóran þátt í því að ekki hefur tekist að ná niður hallarekstrinum.
Borgin á einnig hjúkrunarheimilið Seljahlíð sem líka hefur verið rekið með tapi. Í Seljahlíð er nú leitað nýrra leiða í rekstrinum og stefnt í auknum mæli að því að fara út í íbúðaform með mikilli heimaþjónustu og lofar sú breyting góðu, að sögn Jórunnar.
( mbl.is)
Það er ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík stefnir nú að því að einkavæða hjúkrunarheimilin í Rvk.Flokkurinn þarf ekki að halda,að reksturinn verði ódýrari í höndunum á einkaaðilum. Ef íhaldið afhendur einkaaðilum hjúkrunarheimilin mun það láta vistmenn greiða það sem á vantar til þess að reksturinn standi undir sér. Svo einfalt er það. Íhaldinu finnst þægilegra að láta einkaaðila rukka slík aukagjöld heldur en að láta borgina gera það.Það má ræða um að spara og skera niður og hagræða í samvinnu við Grund og Sóltún, það er rætt um að spara en það er búið búið skera þennan rekstur inn að beini. Landspítalinn bauð út rekstur heilabilunardeildar spítalans á Landakoti. Grund bauð í og gat ekki rekið deildina fyrir sömu peninga og Landspítaalinn hafði gert. Grund fékk því hærri upphæð.Landspítalinn hefði alveg eins getað haldið þessum rekstri áfram og greitt meira fyrir hann. Eins verður þetta með .Droplaugarstaði. Þetta verður boðið út. Einkaaðilar bjóða hærri upphæð en það hefur kostað borgina að reka staðinn og borgin greiðir háu upphæðina með glöðu geðii,Síðan rukka einkaðilar einnig aukagjöld.Einkarekstur er trúaratriði hjá íhaldinu.Þetta er hreinn skrípaleikur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Áform um breyttan rekstur Droplaugarstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Kaupmáttur landsmanna minnkað um 17000 kr. á síðasta ári
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur vísitala launa hækkað um 7,9% frá því í maí á síðasta ári en vísitala neysluverðs um 12,3%. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og þróun launavísitölunnar má ætla að meðaltekjur íslensks heimilis séu um 440 þúsund krónur. Miðað við rýrnunina má hugsa sér að 3,9% eða rúmar 17 þúsund krónur séu horfnar úr veskinu. Fyrir þær má til dæmis fylla 2-3 sinnum á bensíntankinn eða kaupa fjjögurra gígabæta iPod Nano í Fríhöfninni.
Neyslumynstur landsmanna hefur breyst nokkuð síðustu ár í takt við vaxandi kaupmátt. Mælingar Hagstofunnar gefa til kynna að hlutfall mat- og drykkjarvara af neysluútgjöldum hafi dregist saman á árunum 2002 til 2006. Húsnæðisliðurinn jókst mest, þ. á m. viðhald og viðgerðir á húsnæði.
Það er gengislækkun krónunnar og hækkun eldsneytisverðs,sem á stærsta þáttinn í þessari lífskjaraskerðingu.Það er mikil spurning hvort Ísland getur verið með fljótandi gengi eins og verið hefur undanfarin ár.Ef Ísland á að vera með fljótandi gengi þurfa vextirnir einnig að vera eins og úti í Evrópu eða a.m.k. 10 prosentustigum lægri en hér.Ef við eigum að sæta göllum af þessu frjálsræðiskerfi þurfum við einnig að njóta kosta þess.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Launin endast skemur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Bygging hjúkrunarheimilis hafin
Framkvæmdir við byggingu Hjúkrunarheimilis á Suðurlandsbraut hófust fyrir skömmu. Um er að ræða nýbyggingu á fjórum hæðum auk kjallara þar sem verða 110 hjúkrunarrými auk 3 hjúkrunarrýma fyrir skammtímavistun.
Verkkaupi er félags- og tryggingamálaráðuneytið og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar. Aðdragandi að verkefninu var hugmynd sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts ehf. að byggja húsnæði fyrir aldraða við Suðurlandsbraut (Sogamýri) þar sem yrði fjölbreytt starfsemi, þar á meðal þjónustubúðir aldraðra og hjúkrunarheimili. Reistar voru þjónustuíbúðir en verkkaupar ákváðu að sjá um að reisa hjúkrunarheimilið.
Árið 2004 var mat heilbrigðisráðuneytisins að þörf væri á 250 nýjum hjúkrunarrýmum í Reykjavík. Viðræður við Markarholt leiddu til þess að ráðuneytið og Reykjavíkurborg ákváðu að annast framkvæmdir við hjúkrunarheimilið.
Eins og fyrr segir hafði Markarholt ehf. annast að hluta undirbúning. Deiliskipulagsvinna hefur þróast og hafa lóðir verið aðgreindar fyrir þjónustuíbúðirnar (Suðurlandsbraut 58-64) og hjúkrunarheimilið (Suðurlandsbraut 66). Aðkoma bíla að lóðunum verður samnýtt og er frá Suðurlandsbraut. Aðalinngangur og vörumóttöku verður vestanmegin við húsið.
Hjúkrunarheimilið sem byggt verður er nýbygging þar sem verða 110 hjúkrunarrými auk 3 hjúkrunarrýma fyrir skammtímavistun. Öll rými hjúkrunarheimilisins sem eru aðgengileg vistmönnum eru hönnuð með tilliti til þarfa hreyfihamlaðra.
Byggingin er á fjórum hæðum ofanjarðar og með kjallara sem er að hluta til niðurgrafinn. Samkvæmt aðaluppdráttum er fyrirkomulag starfseminnar á einstökum hæðum í húsinu eftirfarandi:
Í kjallara eru skrifstofur/ stjórnun og móttaka, matsalur sjúkra- og iðjuþjálfun, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofa, búningsherbergi starfsfólks, geymslur, sorp og tæknirými.
Á 1., 2. og 3. hæð eru 30 hjúkrunarrými á hverri hæð. Þar af má sameina fjögur hjúkrunarrými í tveggja herbergja hjúkrunarrými. Á hverri hæð er borðstofa og setustofur, fylgirými, sjúkrabað og skrifstofa deildarstjóra.
Á 4. hæð eru 20 hjúkrunarrými, borðstofur og setustofur, fylgirými, sjúkrabað og skrifstofa deildarstjóra svo og reykingarherbergi. Gert er ráð fyrir að 4. hæðin verði notuð sem geðdeild.
Brúttóflötur hjúkrunarheimilisins er 7.687,5 m² en brúttórúmmál 28.938,5 m³.
Það er mikið fagnaðarefni,að bygging umrædds hjúkrunarheimilis skuli hafin. Að visu verður það ekki tilbúið fyrr en 2010. Samfylkingin talaði í þingkosningunum um 400 ný hjúkrunarrými á 2 árum.Í stjórnarsáttmálanum var talað um að flýta byggingu 400 hjúkrunarrýma.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Mikil kaupmáttarskerðing sl.12 mánuði
Vísitala neysluverðs var 304,4 stig í mai sl.Það þýðir 12,3% hækkun á sl. 12 mánuðum. Launavísitalan var í mai 342 stig.Það þýðir hækkun um 7,9% sl. 12 mánuði.Kaupmáttur hefur því rýrnað stórlega sl. 12 mánuði og hann er enn að rýrna,þar eð krónan er í frjálsu falli og féll um 3% í gær og hefur fallið um 39% síðan um áramót.Kauphækkunin,sem samið var um í feb. sl. hverfur öll í gengislækkunina.Það er alger " brandari" að semja um miklar kauphækkanir með mikilli fjölmiðlaathygli ,þegar sú kauphækkun endist varla á meðan blekið á undirskriftunum er að þorna.Það eru alls ekki nægilegir varnaglar í samningunum. Það á ekki að endurskoða samningana fyrr en í byrjun næsta árs. Það verða að vera vísitökuákvæði í samningunum,sem segja,að ef verðlag hækkar umfram ákveðin mörk þá hækki laun. Einnig ættu að vera ákvæði í samningunum um að ef gengi krónunnar lækkar t.d. meira en 10% þá séu samningarnir lausir.Samningarnir eru gagnlausir eins og þeir eru nú.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
Mikill niðurskurður hjá Icelandair
Icelandair kynnir í dag aðgerðir til þess að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi vegna hækkandi eldsneytisverðs og óvissu í efnahagsmálum. Aðgerðirnar fela í sér samdrátt í vetraráætlun fyrirtækisins, fækkun starfsfólks, skipulagsbreytingar, fækkun í stjórnendahópi og eldsneytissparandi aðgerðir í flugi.
Við þessar breytingar er ljóst að starfsmannaþörf félagsins minnkar og því er gert ráð fyrir að stöðugildi hjá Icelandair muni fækka um 190, úr um 1.230 á síðasta vetri í 1.040 í vetur, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.
Sumir eru í hlutastörfum og mun starfsfólki í heild fækka um 240 einstaklinga. Þar af fá rúmlega 200 upsagnarbréf fyrir lok júnímánaðar, 64 flugmenn og 138 flugfreyjur, en einnig fækkar starfsmönnum á tæknisviði, flugumsjónarmönnum og starfsmönnum á söluskrifstofum félagsins, að hluta með uppsögnum og að hluta með því að ekki er ráðið í störf sem losna.
Í heild mun fækka í starfsmannahópi Icelandair um 240 einstaklinga í haust, umfram þá breytingu sem jafnan fylgir því að mun meiri umsvif eru í flugi á sumrin en veturna. Við uppsagnirnar er farið að lögum um hópuppsagnir og haft samráð við viðkomandi stéttarfélög. Boðið er upp á ráðgjöf og aðstoð fyrir þá sem missa atvinnuna, samkvæmt tilkynningu Icelandair.( mbl.is)
Þetta eru sársaukafullar aðgerðir.Margir,sem unnið hafa lengi hjá Icelandair, missa vinnuna.Þessar gífurkegu samdráttaraðgerðir hjá Icelandaur lýsa vel því ástandi,sem skapast hefur nú í efnahags-og atvinnulífi okkar.Icelandair segir,að ástæða uppsagnanna sé hækkun eldsneytis og óvissa í efnahagsmálum.Það er vægt til orða tekið að segja,að óvissa sé í efnahagsmálum. Það er slæmt ástad í þeim málum og mikill tekjusamdráttur.
Björgvin GuðmundssonMiki
.
![]() |
Icelandair boðar niðurskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júní 2008
Krónan fallið um tæp 40% frá áramótum
Gengi krónunnar lækkaði um 3% í dag og hefur ekki verið lægra frá árinu 2001. Evran hefur aldrei verið dýrari en hún kostaði ríflega 131 krónu við lok viðskipta í dag. Frá áramótum hefur krónan veikst um rúm 39%.
Í hálffimm fréttum Kaupþings segir að ástæða lækkunarinnar sé sú að hávaxtamyntir eins og íslenska krónan lækki þegar varkárni ríki á mörkuðum. Einnig hafi erlendir fjárfestar selt krónur fyrir Evrur. Í síðustu viku voru 15 milljarðar króna í svokölluðum krónubréfum á gjalddaga sem fjárfestar hafi ekki framlengt.
Evran skiptir verulegu máli í utanríkisviðskiptum Íslendinga og fara 60% inn- og útflutningsviðskipta fram í evrum. Til samanburðar fer ríflega fjórðungur viðskiptanna fram í bandaríkjadollurum. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir að til að gera sér betur grein fyrir sveiflunum í gengi íslensku krónunnar sé kannski best að skoða hana í samanburði við þessa tvo gjaldmiðla. Evran fór fyrst yfir 100 krónur fyrir tæpum 4 mánuðum. Við lok viðskipta í dag kostaði ein evra rúmlega 131 krónu og hefur ekki verið dýrari. 3. janúar, fyrsta viðskiptadag eftir áramót, mældist hún ríflega 92 krónur. Evran hefur því það sem af er ári hækkað um 39 krónur. Dollarinn kostaði hins vegar rúmar 84 krónur við lok viðskipta í dag en kostaði hátt í 63 krónur í upphafi ársins. Alls munar þar rúmum 20 krónum á hálfu ári.
Ekki eru sérfræðingar á eitt sáttir um það hvert framhald gengismála verði.Flestir telja,að gengislækkunin gangi ekki til baka. En sumir telj,að þegar Ísland tekur stóra lánið,500 milljarða, muni það styrkja gengið og eitthvað af gengislækkuninni ganga til baka.Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til eflingar Íbúðalánasjóði hafa engin áhrif á gengismálin.Þær efla aðeins fasteignamarkaðinn og geta eflt bankana vegna peninga sem Íbúðalánasjóður mun veita til þeirra til endurfjármögnunar íbúðalána.
Björgvin Guðmundsson