Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Mallorka veður á Íslandi
Spáð er 22 stiga hita og sólskini á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt vef Veðurstofunnar, en spáin fyrir Húsafell hljóðar upp á heilar 29 gráður og sól.
Strax á morgun gerir Veðurstofan ráð fyrir að heldur slái á hitann, og mega höfuðborgarbúar jafnvel búast við vætu á morgun.
Svipaða sögu er að segja af veðurspánni fyrir helgina, heldur minni hiti en vænta má í dag, og jafnvel væta víða um land.(mbl.is)
Þetta er sannkallað Mallorka veður. Það er nóg fyrir landann að fara upp að Húsafelli.Það má spara sér Mallorka ferðina. Einnig má fara a Þingvöll en þar var 25 stiga hiti í gær og verður áreiðablega mjög gitt í dag.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Mest gjaldþrota.50-60 manns fá ekki laun
Stjórn Mest fór í gær fram á það,að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta.50-60 manns vinna hjá féklaginu og mun þeir engin laun fá útborguð um mánaðamótin.21.júlí tók Glitnir yfir steypustöðvar félagsins,hellusteypu og verslun með múrvörur. Var nýtt félag,Steypustöðin Mest stofnað um þessa starfsemi. En annar rekstur var í höndum nýs félags Tæki,tól og byggingavörur ehf,
Mönnum þótti nokkuð mikill uppgangur vera við Suðurlandsveg þegar þar reis mjög stór byggingarvöruverslun. Ljóst er,,að fyrirtækið fór of hratt. Svo hefur verið með mörg fleiri fyrirtæki að undanförnu. Þau byggja og byggja nýjar verslanir og nýja starfsemi en hugsa ekki nóg um hvort grundvöllur er fyrir rekstrinum.Ljóst er,að mikill samdráttur er nú að verða í byggingariðnaðinum og það mun bitna á fyrirtækjum í þeirri grein,bæði byggingarverktökum og þjónustufyrirtækjum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Ólafur F, sprengdi sjálfur meirihlutann
Það sem nú er að koma fram í dagsljósið í skipulagsmálum í Reykjavík, sýnir svo ekki verður um villst hvers vegna síðasti borgarstjórnarmeirihluti sprakk. Þetta er mat borgarstjórans á heitum borgarmálum, svo sem Listaháskóla og Bitruvirkjun. Það voru ekki málefnalegar forsendur til að halda samstarfi áfram, segir Ólafur F. Magnússon.(mbl.is)
Þetta segir Ólafur F.,þegar allir vita,að hann sjálfur sprengdi meirihlutann vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn bauð honum borgarstjórastólinn.Það hafði ekkert með skipulagsmál að gera,að meirihlutinn sprakk. Hann sprakk vegna þess að íhaldið keypti Ólaf með borgarstjórastólnum. Ef ástæður hefðu verið málefnalegar þá hefði Ólafur latið reyna á þær í fyrri meirihluta.Það gerði hann ekki. Og ef hugsjónir og málefni hefðu setið í fyrirrúmi þá hefði Ólafur F.ekki farið fram á borgarstjórastólinn, Þá hefði honum dugað að koma fram sínum málefnum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Skýrir hvers vegna síðasti meirihluti sprakk" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Mannréttindabrot aukast í Kína
Amnesti International hefur birt nýja skýrslu um ástand mannréttindamála í Kína. Samkvæmt henni hefur ástand mannréttindamála ekkert batnað í Kína. Þvert á móti hefur það versnað.Þegar ákveðið var að leyfa Kína að halda olympíuleikkana á þessu ári lofaði Kína að bæta ástandið í´mannréttindamálum.Ekki hefur verið staðið við það.Handtökur hafa aukist og brot gegn fjölmiðlum eru mikil m.a. vegna olympíuleikanna.Það eina,sem Kínverjar skilja og taka mark á er hörð gagnrýni alþjóðasamfélagsins.Allir þjóðhöfðingjar og ráðherrar erlendra rikja hefðu átt að sniðganga opnunarhátíð olympíukeikanna.Það er slæmt að forseti Íslands og menntamálaráðherra skuli fara á opnunarhátíðina,þegar fyriur liggur að mannréttindabrot hafa aukist í Kína.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Ólafur F.sýnir einræðistilburði
Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi Frjáslynda flokksins er sammála borgarstjóra um að varðveita beri götmynd Laugavegar og verðlaunatillaga um Listaháskóla sé ekki heppileg. Hún segist þó furða sig á ógeðfelldum stjórnarháttum hans og einræðistillburðum en hann rak Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur úr Skipulagsráði eftir að hún sagði ekki eðlilegt að tjá sig um tillöguna fyrr en skipulagsráð hefði komið saman.
Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi hefur fylgt minnihlutanum að málum eftir að Ólafur F. Magnússon myndaði núverandi meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Hún segir að meirihlutinn hafi oft verið tæpur og sé það einnig núna. Hanna Birna reyni þó að bakka borgarstjórann upp, ekki síst til að vernda sína pólitísku framtíð sem borgarstjóri eftir fyrsta mars á næsta ári.
Margrét Sverrisdóttir vonar að meirihlutinn springi ekki á þessu máli. Hún segir að almenningur sé búinn að fá nóg af hringlandahætti. Best sé að núverandi meirihluti haldi áfram að grafa sína eigin gröf fram að kosningum. Þá sé hægt að byrja með hreint borð.(mbl.is)
Ég er sammmála Margréti um ,að stjórnarhættir Ólafa F. eru ógeðfelldir og vissulega sýnir hann einræðistilburði.Ummæli Guðnýjar í útvarpinu réttlættu ekki aðfarir Ólafs.Það er furðulegt að ætla að víkja henni úr skipulagsráði fyrir þær "sakir" einar,að hún var ekki tilbúinn til þess að taka afstöðu til skipulagstillögunnar um listahaskólann,þegar hún var spurð um hana i útvarpi.
Björgvn Guðmundsson
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Erlend lán heimilanna 223 miljarðar
Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans nema erlend lán heimilanna í landinu 223 milljörðum kr.Hafa þau hækkað úr 94 milljörðum á einu ári.Af heildarskuld heimilanna er 91 milljarður vegna íbúðalána og hefur hækkað úr 32 milljörðum´ á einu ári.
Þeir,sem eru með erlend íbúðaláb eru í vondum málum vegna falls krónunnar. Krónan hefur fallið um 30 % frá áramótum og erlend lán hækkað samsvarandi. Margir eru í greiðsluerfiðleikum og þyrftu að fá endurfjármögnun en bankarnir eru lokaðir og veita enga slíka endurfjármögnun.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Ísland sæki um aðild að ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Ástrós í Finnlandi
Ástrós Hilmarsdóttir,sonardóttir mín,er í Finnlandi,í heimsókn hjá Björgvin syni mínum og Pirjo konu hans.Ástrós fór út til Finnlands sl. miðvikudag til vikudvalar og kemur því aftur heim á miðvikudag. Það var tekið vel á móti Ástrós og henni hefur þóttt mjög skemmtilegt í Finnlandi.Þau Björgvin og Pirjo búa í Kouvola en eiga einnig sumarhús skammt frá Lappenranta.Ástrós er 10 ára gömul og ferðaðist alein til Finnlands. Henni var boðið að vera á Saga Class svo hún var alveg eins og prinsessa á leiðinni út. Tíminn hefur flogið áfram hjá henni úti.Við sendum henni bestu kveðjur.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 28. júlí 2008
Skattar á lífeyrissjóðstekjur alltof háir
Lífeyrissjóðstekjur eru ævisparnaður lífeyrisþega.Það er ranglátt að skattleggja þennan lífeyri eins og atvinnutekjur með 35% skatti.70-8ö% af þessum tekjum eru fjármagnstekjur og eiga því með réttu aðeins að sæta 10% fjármagnstekjuskatti.Þetta verður að leiðrétta. Ég vil leiðrétta þetta ranglæti og lækka skattinn af lífeyri úr lífeyrissjóði.
Jafnframt þessari leiðréttingu þarf að afnema skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var meiningin,að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei ætlunin,að lífeyrir úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri frá almannatryggingum
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 28. júlí 2008
Dohaviðræðurnar að fara út um þúfur?
David Shark, talsmaður bandarísku sendinefndarinnar í Doha-viðræðunum sem nú standa yfir í Genf, gagnrýndi Indverja og Kínverja harðlega í morgun og sagði afstöðu þeirra stofna sjö ára vinnu, við gerð nýs heimsviðskiptasamnings, í hættu.
Shak sagði Bandaríkjamenn hafa kyngt mörgu og sætt sig við miklar málamiðlanir til að reyna að stuðla að því að samningur næðist um afnám hafta í viðskiptum með framleiðsluvörur og landbúnaðarafurðir.
Shark gagnrýndi hins vegar Indverja harðlega fyrir að hafna málamiðlunartillögu Pascal Lamy, framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og sakaði Kínverja um að falla frá samþykki ákvæða sem þeir hafi verið búnir að lýsta stuðningi við í síðustu viku.
Framkoma þeirra hefur stefnt Doha viðræðunum í mestu hættu sem að þeim hefur steðjað undanfarin sjö ár. Sagði Shark er hann ávarpað 153 fundarmenn í Genf í Sviss í morgun.
Samningar hafa hvað eftir annað strandað á ágreiningi ríkra og fátækari þjóða frá því Doha viðræðurnar voru hafnar í Katar árið 2001.
Vonir höfðu staðið til þess að samningar næðust í þessari viku sem m.a. fæli í sér lækkun tolla og niðurgreiðslna í landbúnaði og á framleiðsluvörum.
Góðar vonir þóttu til þess á föstudag að slíkt samkomulag gæti náðst á grundvelli málamiðlunartillögu Pascal Lamy og var viðræðunum því haldið áfram um helgina.
Tillögur hans fela meðal annars í sér að ríkisstyrkir til landbúnaðar í Evrópu verði lækkaðir um 80% og í Bandaríkjunum um 70%, auk lækkunar tolla á innflutning landbúnaðar- og iðnaðarvara.
Shark segir nú að Indverjar og Kínverjar krefjist þess hins vegar að fá undanþágur sem geri það að verkum að þeir geti hækkað niðurgreiðslur á útflutningsvörur í stað þess að lækka þær eins og stefnt hafi verið að. Þá sakar hann Indverja og Kínverja um að nýta sér stuðning enn fátækari þjóða í eiginhagsmunaskyni en Kúba, Haíti, Indónesía, Filippseyjum, Venesúela eru á meðal 30 ríkja sem styðja Indverja og Kínverja í málinu.(mbl.is)
Það er mikill skaði ef Dohaviðræðurnar fara út um þúfur.Það er búið að leggja mikla vinnu í þær og útlit var fyrir árangur.Fræðilega séð gætum við Íslendingar gert einhliða það sem viðræðurnar mundu leggja okkur á herðar,þe. minni ríkisstyrki og lægri tolla. En hætt er við að við gerum það ekki nema vegna alþjóðlegs samkomulags.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Doha viðræðurnar í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |