Eldri borgarar láta ekki plata sig oftar

 

Meðan ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sátu við völd hér um 12 ára skeið  var tekið til þess hvað afstaða stjórnvalda var neikvæð  til aldraðra og öryrkja. Það þurfti  þá  að sækja sjálfsagðar og lögbundnar kjarabætur til dómstólanna.Þegar Samfylkingin kom í ríkisstjórn í stað Framsóknar var talið að afstaðan mundi breytast. Nú yrði afstaða stjórnvalda til  aldraðra og öryrkja jákvæð. En því miður. Afstaðan hefur ekki breytst  mikið. Afstaða stjórnvalda er enn neikvæð. Það er enn verið að láta einhverja mola falla til aldraðra og öryrkja og síðan hrópa stjórnvöld upp hvað þau séu góð við þessa þjóðfélagshópa.Mér finnst það jafnvel verra,að stjórnvöld skuli berja sér á brjóst og segja að þau geri vel við þessa þjóðfélagshópa þegar það er í skötulíki sem gert er og hvergi nærri það sem  lofað var fyrir kosningar.Það er komið í ljós,að  aldraðir og örykjar eru afgangshópar hjá þessari ríkisstjórn. Fyrst  er leyst úr öðrum málum og síðan að lokum og að síðustu kemur röðin  að öldruðum og öryrkjum,ef einhverjir fjármunir eru þá eftir.Þegar spurt er hvers vegna lífeyrir aldraðra hafi ekki verið hækkaður strax eftir kosningar er sagt: Þetta er nú bara fyrsta,ár kjörtímabilsins.Það er nú aldrei venja að gera mikið fyrsta árið!

 

 

 

Aðferðafræðin gagnvart öldruðum og öryrkjum  er furðuleg.Fyrst er tilkynnt 5.desember sl.,að í ár,1.apríl,1.júlí og 1.jan 2009 eigi að gera einhverjar ráðstafanir fyrir aldraða  og básúnað hvað þetta  muni kosta mikið fyrir ríkissjóð. Síðan er þetta aftur tilkynnt fyrir 1.april og aftur vegna 1.júli og verður áreiðanlega aftur básúnað út fyrir næstu áramót. Hvars vegna var ekki það sem tilkynnt var 5.desember látið taka gildi strax.Það tók ekki nema 3 daga að afgreiða eftirlaunaósómann á þingi og hann tók gildi strax.Þá þurfti ekki að veltast með málin lengi .

Það er í rauninni aðeins eitt mikilvægt atriði fyrir aldraðra og öryrkja,sem hefur tekið  gildi á þessu ári og það er afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka.,sem tók gildi 1.apríl.Hæstiréttur dæmdi fyrir mörgum árum að óheimilt væri að skerða bætur vegna tekna maka.Fyrri ríkisstjórn lofaði Landsambandi eldri borgara að þetta yrði framkvæmt um síðustu áramót. Það var því   engin undankoma með þetta mál.En ríkisstjórnin lætur eins og  hún hafi framkvæmt þetta af  einskærri góðmennsku.Hún átti engra annarra  kosta völ.Næsta mál ,sem  var framkvæmt er frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og öryrkja,alls 100 þús. kr. á mánuði  frá.1.júlí . Það er gott svo langt sem það nær en betra hefði verið fyrir eldri borgara að byrja á frítekjumarki vegna lífeyrissjóðstekna.Það eru mikið fleiri í lífeyrissjóðum en nemur fjölda þeirra sem eru á vinnumarkaði.Í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar sagði að setja ætti 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna og  lífeyrissjóðstekna    Það kostar   ríkissjóð ekkert að setja frítekjumark vegna atvinnutekna. Ríkið fær þann kostnað allan til baka í  auknum skatttekjum.

Aldraðir og öryrkjar fengu ekki sömu hækkun á lífeyri eins og  launþegar fengu á sínum lægstu launum í feb. sl. . Lágmarkslaun hækkuðu um 18000  kr. á mánuði eða  um 16% en lífeyrir hækkaði um 9400 kr. á mánuði eða um 7,4%.Hvað var að gerast hér? Stjórnvöld sögðu:Okkur ber engin skylda til þess að hækka lífeyri meira enda þótt hann hafi hækkað  eins og laun árið 2006. Kannast einhver við þessi viðbrögð. Eru þetta ekki sömu viðbrögðin og hjá fyrri ríkisstjórn,sömu neikvæðu  viðbrögðin.

Það er jafnvel farið að reikna einhverjar framtíðarhækkanir inn í hækkanir á lífeyri og segja,að þegar þær verði komnar til framkvæmda verði lífeyrisþegar búnir að fá sömu hækkun og  launþegar.Hvaða  bellibrögð eru þetta? Hvaða talnaleikfimi er þetta?Launþegar fengu hækkun frá 1.febrúar og lífeyrisþegar eiga að fá sömu hækkun frá sama tíma.Þannig var þetta 2006 og þannig tel ég að þetta eigi að vera nú.Ef það hefði verið gert væri ekki staðan sú,að lífeyrir aldraðra hefði lækkað sem hlutfall af lágmarkslaunum frá  árinu 2007 en nú nemur lífeyririnn 93,74% af lágmarkslaunum en nam 100 % í fyrra. Hann hefur lækkað!

Það gengur ekki að reikna einhverja hækkun   í júlí inn í þá hækkun,sem átti að koma 1.feb.Eldri borgarar eiga að fá hækkun frá 1.febrúar ( 16%) eins og láglaunafólk og síðan eiga þeir að fá hækkn  í júlí eða 1.ágúst  óháð hækkuninni 1.febrúar.Það er búið að plata eldri borgara svo oft

á undanförnum árum,að þeir láta ekki plata sig oftar. Þeir  vilja fá þá hækkun,sem þeim ber og þær kjarabætur sem þeim var lofað í kosningaloforðunum fyrir síðustu  kosningar. Út á þessi loforð situr ríikisstjórnin.

 Björgvin Guðmundsson 

 

 


Kaupmáttur á vinnustund lægstur hér á Norðurlöndum

Þorvaldur Gylfason prófessor birti athyglisverða grein í Fréttablaðinu í gær. Þar fjallar hann m.a. um  kaupmátt landsframleiðslu á hverja vinnustund.Hagfræðingar við háskólann í Groningen í Hollandi hafa gert athuganir á þessu í ýmsum löndum.Samkvæmt athugun hagfræðinganna er kaupmáttur  landsframleiðslu á vinnustund á Íslandi  2007 36 Bandaríkjadollarar  á móti 44 dollurum í Finnlandi:45 dollarar  í Danmörku, 46 dollarar í Svíþjóð og 70 dollarar í Noregi.Það er athyglisvert að kaupmáttur á hverja vinnustund er langminnstur hér þrátt fyrir alla umræðuna ,einkum hjá fyrri ríkisstjórn um mikinn kaupmátt hér á landi.Þetta þýðir,að Íslendingar verða að vinna mikið meira en nágrannaþjóðirnar til þess að hafa svipuð lífskjör og þær.Það er ýmislegt sem veldur þessu  en m.a. háir vextir,himinhátt matarverð o.fl. Þorvaldur Gylfason nefnir ýmsar aðrar ástæður fyrir litlum kaupmætti hér pr. vinnustund,svo sem litla fjárfestingu í vélum og tækjum sem valdi því að vinnandi fólk hafi ekki  nægan tækjabúnað í höndunum til þess að  auka afköst.Hins vegar taki húsbyggingar til sín  stóran hluta fjárfestingar.Stjórnvöld hafi ekki gefið nægan gaum að menntun í atvinnulífinu og þannig megi áfram telja segir Þorvaldur Gylfason. Ég hvet  alla til þess að lesa grein Þorvaldar í Fréttablaðinu í gær. Þetta er mjög góð og merk grein.

 

Björgvin Guðmundsson


Deila um fundargerðir við fyrrverandi forstjóra OR

Yfirlýsingar Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um þau gögn sem hann tók með sér er hann lét þar af störfum, stangast á ýmsan hátt á við upplýsingar heimildarmanna um hvaða gögn er að ræða.

Eftir því sem næst verður komist eru þetta ýmis fundargögn og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ná þau allt að tíu ár aftur í tímann. Staðhæft er að þ.á.m. séu frumrit af ýmsum gögnum sem séu óumdeilanlega í eigu fyrirtækisins, m.a. ýmsar viðskiptaupplýsingar sem lagðar hafa verið fram á stjórnarfundum OR.

.

Í yfirlýsingu sem Guðmundur sendi frá sér í gær segir hann að gögn þau sem farið sé fram á að verði skilað hafi verið geymd í skrifstofu hans frá upphafi. Þetta séu afrit af frumgögnum og innihaldi eintök hans af fundargögnum stjórnarfunda OR frá 1999 þar til hann fór í leyfi til að gegna starfi forstjóra REI sl. sumar.

Mér virðist þetta stormur í vatnsglasi.Auðvitað hefði Guðmundur getað tekið ljósrit af öllum fundargerðum og jafnvel öðrum fundargögnum.Það er nú orðið svo,að fundargerðir flestra opinberra stofnana eru opinberar og jafnvel birtar á netinu.Frétt útvarpsins um að Guðmundur hefði tekið einhver gögn ófrjálsri hendi er furðuleg,þar eð hvorki var haft samband við Guðmund né núverandi forstjóra OR um málið.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


mbl.is Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa 80 milljarðar sl. ár

Afli íslenskra skipa var tæp 1.396 þúsund tonn á síðasta ári, 73 þúsund tonnum meiri en árið 2006. Aflaverðmæti var rúmir 80 milljarðar króna og jókst um 5,4% frá fyrra ári. Stærsti hluti afla íslenskra fiskiskipa var unninn á Austurlandi, enda er stórum hluta uppsjávaraflans landað þar. Aflakaupendur á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu keyptu mestan afla, að andvirði um 14,5 milljarða hvor. Þetta kemur fram í riti Hagstofu Íslands, Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2007.

Í ritinu kemur m.a. fram að á árinu 2007 var stærsti hluti botnfiskaflans  unninn á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum eða rúm 40%. Af þorskaflanum fór mest í salt en stærstur hluti ýsuaflans var frystur í landi.(mbl.is)

Þetta er góður afli þrátt fyrir þorsksamdrátt.Athyglisvert er,að aflaverðmætið jókst um 5,4% frá árinu 2006.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Aflaverðmætið 80 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur: Kostnaður við Laugaveg 4 og 6 1000-1100 millj.

Í borgarráði í dag var samþykkt að auglýsa nýtt skipulag á Laugavegi 4 og 6 eftir hálfs árs undirbúning. Órökstuddar fullyrðingar um að kostnaðar borgarinnar vegna verkefnisins verði um 200 milljónir króna þegar upp verður staðið hafa verið settar fram í fjölmiðlum, segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

„Gögn málsins bera hins vegar með sér að heildarfjárútlát Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins verði á bilinu 1.000 - 1.100 milljónir króna.

Miðað við að gott verð fáist fyrir eignirnar (miðað við gott ástand á markaði) geta fengist allt að 520 milljónir fyrir þær. Því er ljóst að fórnarkostnaður Reykjavíkurborgar verður ekki undir hálfum milljarði króna, samkvæmt upplýsingum frá Degi.

Þessar tölur Dags leiða í ljós,að kaupin  á  Laugaveg 4 og 6 eru til marks um sukk og spillingu núverandi meirihluta borgarstjórnar.það var látið undan dintum Ólafs F. til þess að mynda nýjan meirihluta með bolabrögðum og ekkert hugsað um það hvað þetta sukk myndi kosta.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Dagur: Kostnaður mun meiri en haldið er fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bættur hagur lífeyrisþega á vinnumarkaði

Bættur hagur lífeyrisþega er leiðarljósið við breytingar á lögum um almannatryggingar.

Fyrsti áfangi breytinganna kom til framkvæmda 1. apríl sl., annar áfangi tekur gildi 1. júlí

og þriðji áfangi 1. janúar 2009.Þannig auglýsir Tryggingastofnun ríkisins.Þessi auglýsing er villandi. Réttara væri að segja: Bættur hagur lífeyrisþega á vinnumarkaði er leiðaljósið.

Það er nefnilega ekki verið að bæta hag allra lífeyrisþega. Það er fyrst og fremst verið að bæta hag þeirra sem eru á vinnumarkaðnum.En auk þess er hætt að skerða bætur vegna tekna maka. Þeir,sem ekki eru á vinnumarkaði og ekki eiga maka fá ekki neitt!

 

Björgvin Guðmundsson


600 millj. kr. fyrir Laugaveg 4 og 6!

Húsin á Laugavegi 4 og 6 verða endurbyggð í upprunalegri mynd. Á bak við þau rís verslunar- og þjónustu húsnæði, verði nýtt deiliskipulag samþykkt. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur hefur auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar við Laugaveg 4 og 6.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir að tillagan marki tímamót í umræðunni um Laugaveginn. Hún feli í sér verndun á húsunum sem þarna eru, að götumyndinni sé viðhaldið og öfluga og mikilvæga uppbyggingu fyrir verslun og þjónustu á Laugaveginum.

Hanna Birna segir að borgin ætli að selja húsin; aldrei hafi staðið til að eiga húsin til frambúðar. Reykjavíkurborg keypti húsin við Laugaveg 4 og 6 fyrir rúmar sexhundruð miljónir fyrr á þessu ári. Nú ætlar borgin að leggja út í dýrar framkvæmdir við uppbyggingu. Hanna Birna segir að endanlegur kostnaður vegna kaupanna og uppbyggingarinnar liggi ekki fyrir.

Kaup borgarinnar á húsum og lóðum við Laugaveg 4 ög 6 eru að mínu mati fáránleg. Þetta var ákveðið í flaustri að kröfu Ólafs F. Magnússonar og ekkert athugað áður hvað hús í miðbænum þyrfti að vernda eða kaupa.Borgin hefur greitt 600 milj. kr. fyrir húsin og lóðirnar.Þetta er algert bruðl.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Tollbindingar á ísl. búvörum lækka um 66-75%

Tollbindingar á helstu landbúnaðarvörum Íslands lækka um 66-75 prósent og heimildir til framleiðsluhvetjandi innanlandsstuðnings um 52,5%, nái langt komin samningsdrög aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um verslun með landbúnaðarafurðir fram að ganga.

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, segir samtökin hafa áhyggjur af drögunum, þau geti ekki þýtt annað „en að það þurfi að koma til frekari endurskoðun á því umhverfi sem landbúnaðurinn er í“.

„Það er ekki þannig að þetta komi flatt upp á okkur [...] Bændur og stjórnvöld hafa undanfarin ár verið að vinna í samningum, með vitneskju um hvað stefndi í.

Hluti af þessum stuðningi sem þarna er verið að tala um að draga saman er í formi tollverndar [...] Við bíðum eftir samtali við stjórnvöld um hvernig þetta verður útfært. Á þessari stundu tel ég að það verði mjólkurafurðir sem þetta snerti fyrst og fremst.“ (mbl.is)

Það hefur lengi verið stefnt að  lækkun og afnámi tolla á landbúnaðarvörum hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni.Þess  vegna þurfa framangreindar ráðagerðir ekki að koma á óvart. Íslendingar þurfa að búa sig undir aukna samkeppni landbúnaðarvara sinna og þeir eiga að geta staðist hana þar eð íslenskar landbúnaaðarvörur eru hágæðavara.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Tollar lækki um 66-75%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samið við hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar voru rétt í þessu að undirrita samninga við ríkið. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði í samtali við Mbl fyrir undirritun að þetta væri mikill léttir og að samningsaðilar væru báðir mjög ánægðir með að það hafi tekist að forða yfirvinnuverkfalli. 


 

„Þetta er búið að vera indælt stríð,“ sagði Elsa í samtalið við Morgunblaðið eftir undirritun samningsins.

Elsa sagði að þótt aðilar hefðu stundum verið missáttir við ýmis atriði hefði verið talað í gegnum þau og komist að samkomulagi sem báðir aðilar væru sáttir við.


 

„Við náðum okkar aðalmarkmiði sem var að hækka grunnlaunin. Þetta gerum við með verulegri hækkun dagvinnulauna,“ segir Elsa.

Aðalatriði samningsins eru að öðru leyti þau að yfirvinnuprósenta lækkar og einhverjar breytingar verða á vaktaskipulagi. Þá verða breytingar á réttindum hjúkrunarfræðinga 55 ára og eldri.


 

„Við teljum þetta vera ágætis samkomulag og núna hefjumst við handa við að kynna þetta fyrir okkar félagsmönnum. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt,“ sagði Elsa að endingu og fór að gæða sér á vöfflum með félögum sínum í samninganefndinni en að lokinni undirritun var öllum boðið í vöfflukaffi til að fagna árangrinum. Var þar glatt á hjalla.(mbl.is)

Ekki var upplýst í kvöld hve mikla kauphækkun hjúkrunrfræðingar fengu.En dagvinnulaunin hækka verulega. Það er ánægjuleg niðurstaða.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hjúkrunarfræðingar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnir starfsmanna halda áfram

Byggingarvörufyrirtækið MEST er komið í verulegan lausafjárvanda og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun koma í ljós á næstu vikum hvort fyrirtækið fær það fé sem nauðsynlegt er til að halda rekstrinum áfram.

Hjalti Már Bjarnason, forstjóri MEST, sá ástæðu til að senda starfsmönnum fyrirtækisins bréf þar sem varað var við erfiðri stöðu. Starfsmönnum hefur þegar fækkað um 100 það sem af er árinu, eða um þriðjung en þeir voru um 300 í upphafi árs. Í bréfi forstjórans kom m.a. fram að kostnaðarlækkanir og eignasala hefðu ekki dugað til, auk þess sem hvorki hefði tekist að afla nægs hlutafjár né lánsfjár.(mbl.is)

Þetta er sama þróun og víða annars staðar. Það er samdráttur og fólki  fækkar.Uppsagnir halda áfram.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is MEST hefur sagt upp 100 á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband