Mánudagur, 7. júlí 2008
Mörður: Flytja á Paul Ramses aftur til Íslands
Mörður Árnason,varaþingmaðyr,skrifar athyglisverða grein um Paul Ramses.Hann segir m.a.:
Um landið fer bylgja undrunar og reiði vegna þeirrar ákvörðunar í Útlendingastofnun að vísa úr landi Páli Ramses frá Keníu. Enginn efast um að hér sé pólitískur flóttamaður á ferð. Hann leitar til Íslendinga vegna þess að hann þekkir okkur af góðu einu starfaði fyrir íslensk hjálparsamtök í heimalandi sínu, ferðaðist hingað fyrir nokkrum árum og hefur sérstök tengsl við íslenskt samfélag. Um leið og Páli Ramses er vísað úr landi er sundrað fjölskyldu eftir situr eiginkona hans, Rosemary Atieno Odhiambo, og barn þeirra hjóna, brjóstmylkingur.
Samkvæmt Dyflinnarsamningnum er ríki heimilt að senda hælisleitanda aftur til fyrsta komulands, en ríkinu er alls ekki skylt að gera þetta. Ríkið sem flóttamaðurinn leitar í hælis getur ákveðið að senda hann ekki til fyrsta komuríkis heldur fjalla sjálft um mál hans. Þetta hefur einkum verið gert þegar grunur leikur á að málsmeðferð sé lakari eða léttvæg í komuríkinu sem á sérstaklega við um sum þeirra ríkja sem flóttamenn sækja helst til. Grikkland er skýrasta dæmið en ítölsk stjórnvöld eru heldur ekki vel þokkuð á þessu sviði. Mannúðarástæður eiga einnig að koma hér við sögu.
l
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn á þingi í vor kemur þó í ljós að íslensk stjórnvöld hafa aldrei fjallað um mál hælisleitanda sem heimilt er að fela fyrsta komuríki að annast. Útlendingastofnun hefur aldrei af mannúðarástæðum, vegna tengsla við Ísland eða aðstæðna í fyrsta komuríki séð ástæðu til að taka sjálfstæða afstöðu til óskar um hæli á Íslandi. Þetta heitir á góðri íslensku að sleppa billega.
En nú er nóg komið af þessum leik í skjóli samningsins. Dómsmálaráðherra á þegar að ógilda ákvörðun Útlendingastofnunar, kalla Pál Ramses aftur til Íslands og taka mál hans til sjálfstæðrar meðferðar.
Ég tek undir með Merði. Ráðherra á að flytja Paul til Íslands á ný og láta taka mál hans til sjálfstæðrar afgreiðslu. Það var ekkert búið að fjalla um mál hans. Það er málamyndaástæða að flytja hann til þess lands ,sem hann kom frá,vegna þess að það sé heimilt. Paul ætlaði til Íslands og hann komst ekki nema koma í gegnum annað land.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 7. júlí 2008
Allsherjarnefnd og utanríkisráðuneyti fjalla um mál Ramses
Birgir leggur áherslu á að nefndin sé hvorki rannsóknar- eða úrskurðaraðili í málum sem þessum.
Ég hef tekið skýrt fram að allsherjarnefnd er ekki úrskurðaraðili í ágreiningsmálum einstaklinga sem koma upp vegna ákvarðana innan stjórnsýslunnar.
Ég hef hins vegar sagt að mér finnist að allsherjarnefnd geti komið saman til að fara almennt yfir þau lög og reglur sem gilda um þessi mál og hvernig Útlendingastofnun framkvæmir þær. Ég geri ráð fyrir að það verði reynt að koma saman fundi á næstu dögum, sagði Birgir.(mbl.is)
Það er ágætt að allherjarnefnd komi saman og ræði mál Paul Ramses enda þótt nefndin sé ekki úskurðaraðili í málinu. Þingmenn geta vissulega haft skoðun á mannréttindamálum og haft áhrif á þau. Guðrún Helgadóttir rifjaði upp nú,að hún hefði hótað að velta ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen vegna þess að Gervasoni var vísað úr landi. Gunnar Thoroddsen .þá forsætisráðherra ,lét málið til sín taka og stjórnin hélt velli.Fréttablaðið segir frá því í morgun,að mál Ramses sé komið á borð utanríkisráðherra og hafi ráðuneytið beðið sendiherra Íslands á Ítalíu að láta mákið til sín taka. Ég fagna því. Mál þetta er Íslandi til skammar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Munu ræða mál Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. júlí 2008
Varðveitum náttúrufegurð neðri Þjórsár
Ég var á ferð við Miðhús við neðri Þjórsá um helgina og virti fyrir mér náttúrufegurðina á þessum slóðum en hún er mjög mikil.Þjórsá er mjög falleg við Árnes og þar er fallegur hólmi með miklu fuglalífi.Þarna er mikið af fallegum fellum og hnjúkum.Á þessum stað á ein virkjunin að koma,Hvamms-og holtavirkjun og mun hún spilla mjög náttúrufegurð svæðisins. Hólminn hverfur vegna þess að árrennslið minnkar svo mikið og menn óttast,að laxveiðin heyri sögunni til . en hún er mjög góð þarna. Það verða því alger umskipti á þessu svæði ef virkjað verður.Þarna er alger náttúruperla og mér finnst,að það eigi að hlífa henni. Það á að mínu mati að einbeita sér að gufuaflsvirkjunum. Við eigum nóg gufuafl í jörðu og þurfum ekki að eyðileggja okkar fallegustu náttúruperlur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. júlí 2008
Slæm mannréttindastefna Íslands
Búið er að flytja Paul Ramses frá flugvellinum að nokkurs konar búðum þar sem fleiri í svipaðri aðstöðu og hann búa. Ítalska lögreglan virtist hissa þegar íslensku gæslumennirnir afhentu hann þarlendum yfirvöldum á flugvellinum.
Paul Ramses, sem kemur frá Kenía,var fylgt af lögreglu til London og þaðan til Ítalíu. Ramses flúði upphaflega frá Naíróbí í Kenýa en þar sætti hann ofsóknum. Hann sótti hér um landvistarleyfi en var synjað. Kona Ramses, Rosemary Atieno Athiembo, og mánaðargamall sonur eru enn hér á landi.
Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Pauls, heyrði í manni sínum um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Sagði hann henni að íslensku gæslumennirnir hefðu afhent sig ítölsku lögreglunni á flugvellinum í gær. Hann sagði henni enn fremur að ítalska lögreglan hefði virst mjög hissa á að verið væri að koma með hann til landsins.
Paul sagði að búið væri að flytja hann frá flugvellinum að byggingu þar sem fyrir væru aðrir flóttamenn í svipaðri stöðu og hann sjálfur. Honum hafði þá verið tjáð að þarna myndi hann vera næstu þrjár vikurnar. Hann hafði enga hugmynd um hvenær mál hans myndi verða tekið fyrir eða hvert hann færi eftir að þessar þrjár vikur væru liðnar.
Burt séð frá lagalegri hlið þessa máls finnst mér mjög ómanneskjulegt hvernig íslensk yfirvöld komu fram við Ramses þegar honum var vísað úr landi. Það var gert fyrirvaralaust,með eins dag fyrirvara. Ekkert var athugað hvort unnt væri að halda fjölskyldu hans saman,t.d. með því að reyna að koma þeim til Svíþjóðar,þar sem konan hafði landvistarleyfi.Íslendingar eru góðir mannréttindamenn í ræðum en ekki í verki.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ramses farinn af flugvellinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. júlí 2008
Verð fyrir símaþjónustu hækkar og hækkaer
Verðþróun í símaþjónustu á Íslandi hefur verið óhagstæð á síðustu árum miðað við samanburðarlönd. Þetta kemur fram í ársskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sem kom út í vikunni.
Áður var verðlagið á þessari þjónustu hér með því lægsta sem fannst innan OECD en við föllum sífellt niður listann. Fyrir fimm árum var fyrirframgreidd GSM-símaþjónusta næstódýrust hér á landi en er nú komin niður í tíunda sæti," segir Óskar Þórðarson, forstöðumaður greiningardeildar stofnunarinnar. Svipaða þróun má sjá á öðrum sviðum, ef undan er skilin þjónusta við heimasíma sem er ódýr hér. Líkleg skýring á þessari þróun er fákeppni á markaði," segir Óskar. Þó er erfitt að slá því föstu þar sem margir þættir spila inn í svona samanburð, eins og til dæmis gengisþróun."
Fyrirtækjum í farsímaþjónustu við almenning hefur fækkað undanfarin ár, oft með sameiningum eða kaupum eins og til dæmis á Íslandssíma og Tali á sínum tíma.
Án efa hefur einkavæðingin i þessari grein þrýst verðinu upp. Landssími Íslands var sem ríkisfyrirtæki vel rekið fyrirtæki og afnotagjöld hófleg. En eftir að einkaaðilar eignuðust fyrirtækið fóru gjöldin að hækka. Gróðafíknin segir til sín.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Anna Kristinsdóttir ráðin mannréttindastjóri borgarinnar
Ráðgjafanefnd á vegum borgarinnar hefur lagt til að Anna Kristinsdóttir verði næsti mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar eftir því sem segir í tilkynningu.
Sú tillaga verður lögð fyrir á næsta fundi borgarráðs. Anna Kristinsdóttir er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Hún var í hópi 23 manna sem sóttu um starfið og voru sex þeirra boðaðir í viðtöl.
Það er samdóma álit nefndarinnar sem fór yfir umsóknir og tók viðtölin að Anna Kristinsdóttir fullnægi best þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt auglýsingu um starf mannréttindastjóra," segir í tilkynningu borgarinnar.
Þar kemur enn fremur fram Anna hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á sviði jafnréttis- og mannréttindamála, bæði sem borgarfulltrúi í Reykjavík og sem þátttakandi í frjálsum félagasamtökum. Hún sat í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar árin 1998 - 2002, í Jafnréttisráði frá 2004 - 2007 og í Svæðisráði málefna fatlaðra í Reykjavík frá 2003.Anna hefur á undanförnum árum starfað með frjálsum félagasamtökum þar sem mannréttindi hafa skipað stóran sess, meðal annars verið í Landsstjórn/Framkvæmdaráði Þroskahjálpar frá 2001 og formaður foreldrasamtaka fatlaðra frá 2001-2004.
Hún á að baki stjórnunarreynslu, meðal annars sem skrifstofustjóri. Hún stýrði og var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs árin 2002 - 2006, formaður Framkvæmdaráðs frá 2005 - 2006 og formaður hinna ýmsu nefnda á vegum Reykjavíkurborgar svo sem Bláfjallanefndar, Þjóðhátíðarnefndar og Afreksmannasjóðs Reykjavíkur.
Eftir að hún lauk störfum sem borgarfulltrúi, tók hún að sér verkefnastjórn Alþjóðaleika ungmenna árin 2006 - 2007. Hún hefur auk þess gegnt fjölda trúnaðarstarfa, svo sem í Áfengis- og vímuvarnarráði frá 2004, í stjórn Félagsbústaða 2006 - 2007, í landsstjórn Neytendasamtakanna frá 2002 - 2004, í stjórn Heimilis og skóla frá 2006 - 2008, í stjórn Evrópusamtakanna frá 2007 og verið formaður íbúasamtaka Bústaðahverfis frá 2007," segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar.
Ég tel það vel ráðið að ráða Önni Kristinsdóttur sem mannaréttindastjóra borgarinnar.Hún hefur mikla reynslu sem fyrrverandi borgarfulltrúi og góða menntun,sem hentar vél í starfið auk þess sem hún hefur aflað sér víðtækrar þekkingar a sviði jafnréttis-og mannréttindamála.Hún er vel að starfinu komin.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 4. júlí 2008
Sjávarútvegsráðherra hundsar álit Mannréttindanefndar Sþ.
Vinnuhópurinn hefur ekki verið stofnaður enn, en ég hef rætt þetta við formenn stjórnarflokkanna, segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í svari við spurningu um framhald á störfum vegna álits mannréttindanefndar SÞ um fiskveiðistjórnkerfið. Einar segir að hann og formennirnir ætli að finna tíma vonandi fljótlega til að móta stefnu um þennan starfshóp, og komi ýmsar leiðir til álita. Sjávarútvegsráðherra sendi mannréttindanefndinni viðbrögð sín og íslenskra stjórnvalda við áliti hennar rétt fyrir 11. júní þegar hálfs árs frestur til þess rann út, og var stofnun vinnuhóps helsti kjarninn í svarinu.
Þessar upplýsingar ráðherrans leiða glögglega í ljós,að honum er enginn alvara með það að bregðast á réttan hátt við áliti Mannréttindanefndar Sþ. Hann sagði í svari til Mannréttindanefndarinnar,að stofnaður yrði starfshópur til þess að fjalla um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en nú kemur í ljós,að þessi starfshópur hefur ekki einu sinni verið stofnaður."Hann og formennirnir ætli að finna tíma til að móta stefnu um þennan starfshóp"! Þetta minnir á vopnahlésviðræður á árum áður,þegar aðalágreiningurinn var um það hvernig fundarborðið ætti að vera í laginu.Það er engin alvara í þessu máli hjá sjávarútvegsráðherra og spurning hvort næg alvara er í þessu hjá formönnum
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Enga leynilögreglu hér
Ráðagerðir eru nú upp um það hjá ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra að koma á fót eins konar leynilögreglu og leyniþjónustu.Er rekinn áróður fyrir því,að ríkislögreglustjóri fái heimild til þess að rannsaka einstaklinga,sem enginn grunur liggur fyrir um nein afbrot hjá.Rökin fyrir því að lögreglan fái slíkar heimildir eru þau,að þá sé unnt að koma í veg fyrir undirbúning og framkvæmd hryðjuverka.Lúðvík Bergvinsson,formaður þingflokks Samfylkingarinnar,hefur gagnrýnt þessar ráðagerðir harðlega og algerlega snúist gegn þeim.Ég tek undir með Lúðvík. Við þurfum enga leynilögreglu eða leynisþjónustu á Íslandi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Kjaraskerðing útlendinga hér allt að 30%
Útlendingar sem starfa hér á landi, og senda meginhluta launa sinna til fjölskyldunnar í heimalandi sínu, hafa orðið fyrir umtalverðri launaskerðingu vegna veikingar krónunnar að undanförnu.
Skerðingin nemur allt að 30% frá áramótum, reiknað í evrum. Um áramótin kostaði evran 90 krónur. Í dag kostar hún um 125 krónur.
Til útskýringar má taka eftirfarandi tilbúið dæmi: Útlendingur sem hér starfar hefur 150 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði, þegar skattar og gjöld hafa verið greidd. Hann notar 50 þúsund krónur til framfærslu hér. Kaupmáttarrýrnun hefur verið 4% síðustu 12 mánuði, svo þessi hluti hefur rýrnað um tvö þúsund krónur að raungildi. Maðurinn sendir jafnvirði 100 þúsund króna til fjölskyldu sinnar í heimalandinu. Hann skiptir íslenskum krónum í evrur, eins og er langalgengast. Skerðingin frá áramótum er tæplega 30% eða 30 þúsund krónur. Laun viðkomandi hafa því skerst um 32 þúsund krónur frá áramótum.(mbl.is)
Nokkuð mun um það ,að útlendingar hafi farið til síns heima vegna kjaraskerðingarinnar hér.Á það einkum við um Pólverja,þar eð atvinnuástand er nú mikið betra í Póllandi en var áður.Það er eðlilegt,að erlent verkafólk hverfi nú sem mest á brott þar eð atvinna hér fer nú minnkandi.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Kjaraskerðingin allt að 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. júlí 2008
Allt hækkar nema launin
Það hefur verið mismunandi hvað við borgum mikið af húsnæðisláninu okkar á mánuði, segir Kristinn Þeyr Magnússon kvikmyndatökumaður. Við erum að borga mun meira en greiðsluáætlunin gerði ráð fyrir, en höfum áður einnig borgað mun minna, þrátt fyrir að hafa tekið tiltölulega lága upphæð að láni í erlendri mynt,
Kannski snýst þetta um neyslu fólks og lífsstíl, segir Rán sem nefnir að parið hafi selt annan bílinn og fengið sér hjól. Svo er það matarkarfan, ég tel það vera mjög svo blóðugt að borga 9.000 kr. fyrir tvo poka í Bónus, segir hún og bætir við að allt hækki nema launin í dag. Vinnudagarnir eru langir og það bitnar á fjölskyldunni.(mbl.is)
Þetta er dæmi úr daglega lífinu og sýnir,að fólk á nú í auknum erfiðleikum með að láta enda ná saman vegna gengislækkunar og mikilla hækkana innfluttra vara.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)