Sunnudagur, 20. júlí 2008
Bubbi gagnrýnir Björk
Bubbi hefur gagnrýnt Björk fyrir að hafa helgað náttúruvernd tónleikana,sem hún hélt fyrir skömmu ásamr Sigurrós.Segir hann,að nær hefði verið að helga tónleikana baráttu gegn fátækt.Mér finnast þessar athugasemdir Bubba ósmekklegar. Ég tel,að þetta hafi verið frábært framtak hjá Björk og vissulega vel viðeigandi,að berjast fyrir náttúruvernd í tengslum við tónleikana.Ef einhver listamaður vill berjast fyrir einhverju málefni í tengslum við tónleika verður hann auðvitað að ráða því sjálfur hvaða málefni hann tekur fyrir.Víst er barátta gegn fátækt verðugt málefni en Bubbi sjálfur eða einhver annar listamaður gæti tekið það mál fyrir.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Meira fé til ferðamannastaða
Mörg landsvæði á Íslandi eru illa farin vegna mikils ágangs ferðamanna og lélegs viðhalds. Opinberir aðilar þurfa að leggja meira af mörkum til uppbyggingar og reksturs vinsælla áningarstaða. Þetta segir Ragnar Frank Kristjánsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og fyrrverandi þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.
Ragnar segir að taka þurfi öll þessi mál til heildarendurskoðunar. Hann vill sjá stjórn þjóðgarða, friðlanda, þjóðskóga og þjóðjarða á einni hendi í stað margra eins og nú er.
Í dag sé því þannig háttað að ein ríkisstofnun eins og til dæmis Ferðamálastofa og styrktarsjóðir eins og Pokasjóður veita fjármagni til verkefna. Síðan eru gerðir samningar við fámenn sveitarfélög og landeigendur sem hafa litla burði til að viðhalda því sem byggt hefur verið upp.
Ragnar segir að víða hafi margt gott verið gert en það skorti fjármagn til að viðhalda þjónustu. Hann nefnir rekstur salerna sem eitt dæmi um að ódýrara sé að koma upp aðstöðunni en að reka hana til lengri tíma.
Nauðsynlegt er ,að hið opinbera láti meira fé af hendi rakna til ferðamannastaða. Koma þarf í veg fyrir að einkaaðilar geti grætt á ferðamannastöðum.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Gott framtak eldri borgara á Stokkseyri og Eyrarbakka
Eldri borgari á Stokkseyri,Magnús Sigurjónsson,Hátúni,hefur ásamt fjölskyldu sinni reist myndarlegt gistiheimili,Kvöldstjörnuna.Tilfinnanlega vantaði gistiheimili á Stokkseyri og kemur Kvöldstjarnan því í góðar þarfir. Forsaga málsins er sú,að Þorvaldur,sonur Magnúsar, keypti íbúðarrhús við hlið Hátúns og ákvað fjölskyldan,Magnús,kona hans Vikltoría Þorvaldsdóttir, og börn að breyta húsinu í gistiheimili.Viktoría féll frá fyrir rúmu ári.Gistiheimilið er mjög vandað og vel frá öllu gengið.Magnús rekur einnig gróðrarstöð,Heiðarblóma og byggði hana upp ásamt Viktoríu,konu sinni. Hægri hönd Magnúsar við rekstur Heiðarblóma og Kvöldstjörnunnar er Margrét Magnúsdóttir, dóttir Magnúsar og Viktoríu.
Annar eldri borgari,Árni Valdimarsson,Selfossi,keypti gamalt frystihús á Eyrarbakka og hefur breytt því í safn og íbúðir.Er hér um mjög gott framtak að ræða hjá báðum þessum eldri borgurum.Kona Árna er Nína Björg Knútsdóttir. Ég kannast við hana frá fyrri tíð. Hún var sem krakki heimagangur hjá Jóhönnu Guðjónsdóttur,föðursystur sinni en Jóhanna var gift Ögmundi Jónssyni ,móðurbróður mínum.Hitti ég Nínu Björg oft sem krakka a heimili Ögmundar og Hönnu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Er verið að huga að virkjunum í Skagafirði?
Ný byggðalína Landsnets frá Blöndu til Akureyrar mun hafa burðargetu til að flytja orku frá hugsanlegum virkjunum í Skagafirði. Undirbúningur er hafinn að framkvæmdinni og hafa fulltrúar Landsnets fundað með sveitarstjórnum sveitarfélaganna sem línan mun liggja um. Viðræður eru einnig hafnar við landeigendur og verið er að kanna lagnaleiðir. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka línuna í notkun árið 2011.
Ástæða þess að ráðist er í framkvæmdina á þessum tímapunkti er sú að nauðsynlegt er að tryggja fyrirhugaðri aflþynnuverksmiðju á Krossanesi við Eyjafjörð orku. Að sögn Þórðar Guðmundssonar forstjóra Landsnets er framkvæmdin til þess fallin að styrkja landskerfið allt.
Byggðalínan milli Blöndu og Akureyrar er elsti hluti byggðalínuhringsins og er í raun orðin flöskuháls í flutningskerfinu. Við förum í þessa framkvæmd á þessum tímapunkti til að tryggja rafmagn til aflþynnuverksmiðjunnar. Við nýtum okkur þá framkvæmd til að láta stórnotanda af þessu tagi borga sem mest af uppbyggingunni.
Þórður segir að ný byggðalína geti annað flutningi á raforku frá hugsanlegum virkjunum í Skagafirði. Þetta er sannarlega partur af því að auka svigrúm til að skaffa orku á Norðurlandi vestra í heild sinni, það er klárt. Þessi uppbygging eykur svigrúm til athafna og það verður þá hægt að verða við óskum um flutning á orku á svæðinu. Ef virkjað verður í Þingeyjarsýslu þá er þessi framkvæmd líka til þess fallin að hægt sé að tengja þá orku inn á netið í framtíðinni.
Kristján Þ. Halldórsson talsmaður Alcoa á Norðurlandi segir að fyrirtækið hafi engin áform uppi um að hvetja til virkjana í jökulsánum í Skagafirði eða í Skjálfandafljóti eins og menn hafa gert skóna. Við höfum sagt að við gætum hugsanlega viljað nýta einhverja orku út úr landsnetinu en höfum frekast horft til Kárahnjúkavirkjunar. Það kunna að skapast tækifæri til slíks í framtíðinni.
Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunnar segir engin áform uppi um virkjunarframkvæmdir, hvorki í Jökulsá eystri né vestari í Skagafirði. Við höfum ekkert unnið að þessu undanfarið. Fyrir all löngu voru gerðar grunnrannsóknir þarna en það er það eina.
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Alcoa kynnti í gær endurskoðuð drög að matsáætlun vegna Álvers á Bakka við Húsavík. Þar á að kanna hagkvæmni þess að byggja álver af sömu stærðargráðu og á Reyðarfirði. Slíkt álver hefði framleiðslugetu allt að 346.000 tonnum á ári í stað 250.000 tonnum eins og stefnt hefur verið að. (mbl.is)
Ég hefi ekki trú á því,að Alcoa fai að reisa 346 þús. tonna álver. Raunar tel ég hæpið að Acoa geti reist 250 þús. tonna álver við Bakka á sama tíma og reist er álver í Helguvík. Ég tel,að
alver við Bakka verði að bíða eða að hætta verði við það.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mun duga ef virkjað verður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. júlí 2008
Breytir Sjálfstæðisfl. stefnu sinni í Evrópumálum?
Evrópupólitíkin verður mjög fyrirferðarmikil innan Sjálfstæðisflokksins á næstunni. Rótfastri stefnu flokksins gegn ESB-aðild verður ekki breytt á milli landsfunda en margt bendir til að þessi mál verði eitt stærsta viðfangsefni og væntanlega átakamál næsta landsfundar flokksins, sem haldinn verður haustið 2009.
Þetta er skoðun fjölmargra innan Sjálfstæðisflokksins. Að mati sjálfstæðismanna sem talað var við er Evrópuumræðan öll að breytast og kaflaskil að verða í Evrópumálunum innan flokksins.
Andstaða við aðild að ESB er áberandi á landsbyggðinni og innan sjávarútvegsins en í fréttaskýringu í blaðinu kemur fram að innan sjávarútvegsins séu menn farnir að skoða gaumgæfilega hvaða áhrif það hefði í sjávarútvegi ef evran yrði ráðandi.(mbl.is)
Fróðlegt verður að sjá hvort Sjálfstæðisflokkurinn breyti stefnu sinni í Evrópumálum. Líklegt er,að flokkurinn stígi eitt nýtt skref í átt til ESB.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Tekist á um ESB á næsta landsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. júlí 2008
Meirihluti vill aðildarviðræður að ESB
Meirihluti landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, ef marka má skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Samtök iðnaðarins og sagt var frá í fréttum Útvarpsins.
Könnunin var gerð síðustu dagana í júní og fyrstu dagana í júlí en SI hafa látið gera slíkar kannanir með reglubundnum hætti undandarin ár. Þegar spurt var hvort viðkomandi væri hlynntur eða andvígur því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við Evrópusambandið kváðust 6 af hverjum 10 ýmist mjög eða frekar hlynntir en 2 af hverjum 10 voru andvígir.
Þá sagðist ríflega helmingur hlynntur ESB-aðild en um fjórðungur var andvígur því. Þá sögðust um 60% svarenda hlynnt því að evra yrði tekin upp sem gjaldmiðill hér í stað krónu en rúmlega 20% voru andvíg því.
Fleiri stuðningsmenn Framsóknarflokksins, Frjálslynda flokksins, Vinstri grænna og Samfylkingar eru hlynntir ESB aðild en eru henni andvígir.
Fram kom í könnuninni að 45 til 50% stuðningsmanna Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Frjálslynda flokksins og VG eru hlynnt því að hafnar verði aðildarviðræður en um 85% stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru á þeirri skoðun. Þá eru fleiri stuðningsmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins hlynntir aðild að Evrópusambandinu en eru andvígir henni. Loks eru fleiri stuðningsmenn allra flokka hlynntir evru en eru andvígir. (mbl.is)
Þetta er athyglisverð könnun.60% vill taka upp viðræður um aðild að ESB og jafnmargir vilja taka upp evru.Þetta er það afgerandi meirihluti ,að hann verður ekki sniðgenginn.Ég spái því að skammt sé í það,að stjórnmálaflokkarnir fylgi í kjölfar þessarar könnunar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Meirihluti fylgjandi ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 19. júlí 2008
Hlutabréfin hafa fallið um helming á einu ári
Hlutabréf,sem skráð eru í Kauphöllinni hafa fallið um helming á einu ári.Hlutabréfavísitalan hefur lækkað úr 9016 stigum í 4157 á einu ári. Þetta þýðir í verðmæti lækkun um yfir 2 milljarða kr. Mest hefur lækkunin verið hjá Exista eða um 83,9%,hjá Fl. Group 78,15% og Teymi 72,9%.
Þetta eru mikkar lækkanir oig endurspegla þá niðursveiflu sem hefur átt sér stað í efnahagslífinu.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 19. júlí 2008
Atvinnumótmælendur stöðvuðu vinnu við Helguvík
Fjörutíu einstaklingar frá meira en tíu löndum, stöðvuðu vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminium í Helguvík snemma í morgun.
Í tilkynningu frá Saving Iceland, alþjóðlegum hópi umhverfisverndarsinna, segir að hluti hópsins hafi læst sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana.
Aðgerðinni sé ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka, að því er fram kemur í tilkynningu.
(mbl.is)
Ekki er unnt að mæla slíkum aðgerðum sem þessum bót hvaða skoðun svo sem menn hafa á stóriðju. Hér virðast vera að verki atvinnumótmælendur og ungt fólk,sem finnst skemmtilegt að fara til Íslands til þess að mótmæla. Fólkið lítur á þetta sem sport. Erlendu mótmælendurnir ættu að mótmæla heima hjá sér.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Stöðvuðu vinnu í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. júlí 2008
Íbúðarlánasjóður endurfjármagnar íbúðalán banka og fjármálastofnana
Samþykkt hefur verið reglugerð sem heimilar Íbúðalánasjóði lánveitingar til fjármálafyrirtækja í þeim tilgangi að endurfjármagna tímabundið íbúðalán sem þessi fyrirtæki hafa veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði. Þá er í undirbúningi lagafrumvarp um að sjóðurinn fái heimild til að fjármagna og kaupa ný íbúðalán af fjármálafyrirtækjum.
Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir, að með reglugerðinni sé stofnaður nýr lánaflokkur sem heimilar lánveitingar til banka, sparisjóða og lánafyrirtækja með afhendingu íbúðabréfa til tímabundinnar endurfjármögnunar á íbúðalánum sem þessi fjármálafyrirtæki hafa veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði hér á landi.
Skilyrði fyrir lánveitingu er að hún sé til þess fallin að tryggja öryggi og framboð lána á íbúðalánamarkaði og eðlilega verðmyndun á íbúðamarkaði.
Setning reglugerðarinnar er í samræmi við yfirlýsingu ríkistjórnarinnar frá 19. júní sl. þar sem kynntar voru aðgerðir á fasteigna- og fjármálamarkaði. Allt að 30 milljörðum króna verður varið til lánveitinga í þessum lánaflokki í formi íbúðabréfa sem eingöngu verða notuð í veðlánaviðskiptum við Seðlabanka Íslands.
Félags- og tryggingamálaráðherra mun jafnframt leggja fram á Alþingi í byrjun september nk. frumvarp þar sem lagt verður til að Íbúðalánasjóði verði veitt heimild til að fjármagna og kaupa ný íbúðalán af fjármálafyrirtækjum. Segir í tilkynningunni að þetta hafi verið ákveðið eftir ítarlega skoðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs að höfðu samráði við Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands. Verði frumvarpið að lögum er áætlað að verja til þessa allt að 30 milljörðum króna á þessu og næsta ári.
Ráðuneytið segr að fram að framangreindar lagabreytingar, sem fyrirhugaðar eru í september, séu óháðar heildarendurskoðun laga um húsnæðismál sem jafnframt er fyrirhuguð á komandi löggjafarþingi sem hefst í október.(mbl.is)
Hér er lýst nokkuð róttækum aðgerðum í fjármálum og húsnæðismálum. Það má segja,að ríkið sé hér að koma bönkum og öðrum fjármálastofnunum til aðstoðar með því að láta Íbúðarlánasjóð kaupa af þeim skuldabréf vegna íbúðalána, vegna endurfjármögnunar.Hugsunin er sú,að þetta komi íbúðarkaupendum að gagni.Auðvitað hefðu bankarnir sjálfir átt að sjá um þessa endurfjármögnun en þeir ráða ekki við hana og því er þeim komið til hjálpar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Íbúðalánasjóður endurfjármagnar húsnæðislán fjármálafyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 18. júlí 2008
Tryggvi Þór: Ná þarf niður verðbólgunni
Ég er ekki töframaður, frekar en aðrir, en ég ætla að leggja mitt ýtrasta af mörkum til þess að aðstoða við að hrinda í framkvæmd því sem er í undirbúningi, koma með nýjar hugmyndir og almennt að aðstoða forsætisráðherra í því hlutverki hans að vera ráðherra efnahagsmálanna."
Tryggvi Þór sagði , að ekki megi skilja ráðningu hans til sex mánaða á þann veg að gert sé ráð fyrir að verkefninu verði lokið innan þess tíma. En við skulum vona að við verðum komin áleiðis."
Hann segir m.a. nauðsynlegt að ná niður verðbólgunni því nái hún að grafa um sig muni það leiða til mikillar kjararýrnunar fyrir almenning.(mbl.is)
Vonandi nær Tryggvi Þór árangri í verkefni sínu fyrir forsætisráðherra. Það er brýnasta verkefnið að ná niður verðbólgunni.Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaðan verður með stýrivexti Seðlabankans,hvort þeim verður haldið í hæstu hæðum eða byrjað að lækka þá fljótlega.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |