Mánudagur, 18. ágúst 2008
Dreift kjaftasögum um Ólaf borgarstjóra!
Í kastljósþætti í síðustu viku vék Helgi Seljan að því,að sögur hefðu gengið það,að Ólafur borgarstjóri hefði verið mikið á börum borgarinnar undanfarið og gaf Helgi í skyn,að hegðan Ólafs hefði ekki verið í lagi þar. Ólafur borgarstjóri sagði, að það væri rétt,að hann hefði farið á bari en hann hefði ekki neytt víns þar, farið á eigin bíl og verið ódrukkinn. En hann kvaðst hafa heyrt um þessar sögur og að enhverjir hefði dreift þeim,ef til viill pólitískir andstæðingar. Hanna Birna vék einnig að þessu og viðurkenndi að hafa tekið þetta mál upp á viðræðufundi þeirra Ólafs.
Samkvæmt þessu er nú farið að ræða einkamál stjórnmálamanna á viðræðurfundum íhalds og samstarfsflokka þess. Það verður sjálfsagt tekið upp hvort Óskar Bergsson stundi barina í Reykjavík og ákveðið hvaða bari hann megi sækja og hvað mikið hann megi drekka. Þetta er að vísu nýtt en íhaldinu er ekkert óviðkomandi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Gliðnun milli launa og lífeyris aldraðra eykst
Ólafur Ólafsson,fyrrverandi landlæknir, barðist ötullega gegn gliðnun milli launa og lífeyris aldraðra á meðan hann var formaður FEB í Rvk. og LEB.Hann benti á að mikil gliðnun hefði átt sér stað á 12 ára stjórnartíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Samfylkingin lofaði að draga úr gliðnuninni,þegar hún barðist til valda fyrir síðustu kosningar.Það eru því mikil vonbrigði,að gliðnun skuli enn hafa aukist á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Árið 2007 var lífeyrir aldraðra 100% af lágmarkslaunum en í ár er lífeyrir aldraðra 93,74% af lágmarkslaunum! Hvað er hér að gerast. Jú gliðnunin er að aukast þrátt fyrir kosningaloforðin.Í þessu efni miðar okkur aftur á bak en ekki áfram.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Marsibil styður ekki meirihlutann í borgarstjórn
Marsibil Sæmundardóttir, varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hittir stuðningsmenn sína núna fyrir hádegi til að vega og meta stöðu sína í borginni. Hún hefur gefið það út að hún styðji ekki nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Marsibil segir nokkra kosti í stöðunni. Hún geti verið áfram í flokknum en starfað í minnihluta, hún geti starfað sem óháður borgarfulltrúi, skipt um flokk eða hætt.
Marsibil segir að ákveði hún að starfa áfram vilji hún vinna með minnihlutanum en að hún myndi þó ekki sprengja meirihlutann gæfist henni kostur á því. Marsibil segist ætla að gefa út yfirlýsingu þegar hún hefur tekið ákvörðun, en býst ekki við að það verði í dag.
Svo virðist sem Óskar Bergsson hafi fáa með sér af framboðslistanum til þess að styðja meirihlutann með íhaldinu. Marsibil styður hann ekki. Sá,sem skipaði næsta sæti fyrir neðan er hættur.Björn Ingi var áður hættur,svo og Anna Kirstinsdóttir.Óskar hefur sjálfur sagt,að hann verði að fara út fyrir flokkinn til þess að fá fólk í nefndir. Það er óskiljanlegt hvers vegna Óskar ákvað að ganga til samstarfs við íhaldið. Hann var búinn að gangrýna það harðlega. Var það Guðni Ágústsson sem skipaði honum það?
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Rússar geta ekki stjórnað Georgíu
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, staðfesti í dag að Rússar munu byrja að flytja her sinn frá Georgíu á morgun. Í yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum kemur fram að Medvedev hafi fullyrt þetta í símafundi með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta.
Sarkozy varaði Medvedev við því að standi Rússar ekki við skuldbindingar vopnahléssamningsins, myndi það hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar og skaða samskipti Rússa og Evrópusambandsins.
Medvedev skrifaði undir sáttamála um að binda endir á átök í Georgíu í gær, degi eftir Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu.(mbl.is)
Rúrssar hafa gengið mjög harkalega fram í Georgíu.Hafa þeir lagt fjölda húsa í rúst og drepið saklausa borgara. Er furðulegt,að þetta skuli hafa getað átt sér stað milli fyrrum vinaríkja innan Sovetríkjanna.Rússum hefur gramist það mjög,að Georgía væri að nálgast vestræn ríki meira og meira og hygði jafnvel á aðild að NATO. En Georgía er sjálfstætt ríki og Rússar geta ekki stjórnað því.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Rússar hefja brottför hersins á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. ágúst 2008
44% vilja Dag sem borgarstjóra,33% vilja Hönnu Birnu
Um það bil 33 prósent borgarbúa vilja að Hanna Birna Krtistjánsdóttir verði borgarstjóri en tæp 44 prósent vilja að Dagur B. Eggertsson verði það, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.
Dagur hefur því yfirburði fram yfir Hönnu Birnu að því er fylgi varðar sem borgarstjóri. Hanna Birna fær að vísu meira fylgi samkv. skoðanakönnun Fréttsblaðsins en Sjálfstæðisflokkurinn. En Hanna Birna er ekki vinsæl meðal borgarbúa þó hún kunni að vera vinsæll innan Sjálfstæðisflokksins,
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Átti Ólafur borgarstjóri að vera strengjabrúða í höndum íhaldsins?
Í kastljósþætti RÚV,þar sem rætt var við Ólaf borgarstjóra og Hönnu Birnu oddvita íhaldsins kom margt athyglisvert fram. Hanna Birna sagðist hafa komið á daglegum fundum með Ólafi til þess að ræða málin. Ljóst var,að þar ætlaði hún að leggja honum lífsreglurnar reglulega og segja hvað hann mætti gera og hvað ekki. Það gekk svo langt,að Hanna Birna vildi ráða því hvaða aðstoðarmann Ólafur réði sér sem borgarstjóri.Ólafur ætlaði að ráða Gunnar Smára Egilsson sem aðstoðarmann en Hann Birna bannaði það.Næst gerðist það,að Hanna Birna lagði til að þau Ólafur og hún hefðu sameiginlegan aðastoðarmann! Það er svipað og Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hefðu sameiginlegan aðstoðarmann! Ólafur borgarstjóri tók tillit til sjónarmiða Hönnu Birnu og hætti við að ráða Gunnar Smára sem aðstoðarmann en ákvað að ráða hann sem einhvers konar upplýsingafulltrúa með aðsetri í ráðhúsinu. Þá sagði Hanna Birna,að Gunnar Smári mætti ekki hafa skrifstofu í ráðhúsinu!Ólafur hefur greinilega átt að vera strengjabrúða í höndum íhaldsins. Hanna Birna nefndi ekkert eitt mál í kastljósi,sem valdið hefði miklum ágreiningi milli hennar og Ólafs. Hún sagði einfaldlega að samstarfið hefði ekki gengið upp. Ólafur reyndi að teygja sig til samkomulags við íhaldið og bauðst til þess að hætta sem borgarstjóri um áramót í stað þess að hætta í mars.En það dugði íhaldinu ekki. Í stað þess að ná samkomulagi um breytingar á samstarfinu vildi íhaldið frekar slíta samkomulaginu einhliða og svíkja undirritaðan samning við Ólaf og drengskaparloforð,sem Vilhjálmur og Kjartan Magnússon gáfu Ólafi um að samkomulagið yrði ekki rofið áður en kjörtímabilið væri á enda. Ólafur segir,að slæmar skoðanakannaniur fyrir íhaldið hafi ráðið því að það ákvað að slíta meirihlutasamstarfinu.íhaldið taldi,að með því að slíta samstarfi við Ólaf og taka upp samstarf við Óskar Bergsson mundi fylgið aukast. En ný skoðanakönnun Fréttablaðsins bendir ekki til þess að svo sé.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Samfylkingin hefur unnið vel fyrir fatlaða
Ég hlustaði á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur,alþingismann. á Útavarpi Sögu í morgun. ( endurflutning)´.Þetta var gott erindi. Hún talaði einkum um málefni fatlaðra en einnig vék hún aðeins að lífeyrismálum.Ásta Ragnheiður er mikil baráttukona fyrir bættum kjörum öryrkja og aldraðra.Það kom fram í erindi hennar,að Samfylkingin hefur gert mikið fyrir fatlaða og öryrkja yfirleitt að undanförnu.Ég er sammála því. Hún sagði,að Samfylkingin hefði einnig gert mikið fyrir lífeyrisþega almennt og þar á meðal aldraða.Það er rétt að vissu marki. Kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaðnum hafa verið bætt verulega svo og felst mikil kjarabót í því að afnema tengingu lífeyris við tekjur maka.En það hefur ekkert verið gert fyrir þá eldri borgara,sem ekki geta verið á vinnumarkaðnum eða telja sig vera búna að skila nægilegu vinnuframlagi til þjóðfélagsins. Þetta er mikið stærri hópur en sá sem er að vinna. 2/3 eldri borgara eru ekki á vinnumarkaðnum. Hefur þessi hópur gleymst?
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Dekrað við útlenskuna
Það er með eindæmum hvað fjölmiðlamenn og sölumenn dekra við erlendar slettur.Þegar hlustað er á útvarp og flett auglýsingum í dagblöðum eru alls staðar ensku slettur.Í útvarpi má heyra gott "sound" ,þetta er " cool",komdu í "settið",o.s.frv. o.s.frv fyrir utan allar setningarnar,sem eru bein þýðing á ensku og eiga ekkert erindi í íslensku eins og t.d. "hafðu góðan dag".Nú tröllríða enskuslettur öllum bilaauglýsingum og allt í einu eru allar útsölur á bílum orðnar " outlet". Þetta orð hefur áður verið notað yfir útsölu á fatnaði sem þykir ekki lengur í tísku í fataverslunum eða hefur þurft að rýma fyrir nýrri fatnaði. Við eigum nóg af góðum íslenskum orðum yfir þetta allt saman og þurfum ekki að nota ensk orð. Fjölmiðlamenn og sölumenn þurfa að taka sig á.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Eldri borgarar fá hungurlús
Á heimsíðu Tryggingastofnunar ( www.tr.is) má sjá bætur hinna ýmsu lifeyrisþega.Þar er reiknivél og unnt að reikna út lífeyrinn miðað við mismunandi forsendur. Heimasíðan er mjög góð.Athyglisvert er að lífeyrir eldri borgara er alltaf óbreyttur. Hann hefur ekkert hækkað.Lífeyrir elllífeyrisþega,sem ekkert hafa nema bætur almannatrygginga er tæpar 136 þús á mánuði fyrir skatt eða 121.409 kr. eftir skatt. Þetta hefur verið svo lengi.Þessi hópur fær nú 8-9 þús. kr. frá ríkissjóði eftir skatta og skerðingar sem uppbót á lífeyri sinn.Sá sem hefur t.d. 50 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði fær að sjálfsögðu enga uppbót. Lífeyrir hans frá Tryggingastofnun hrapar í 111 þús. á mánuði,lækkar um 25 þús. fyrir skatta. Eftir skatta fær þessi lífeyrisþegi 105 þús. kr. á mánuði frá TR.Vegna skerðinga halda lífeyrisþegar ekki nema helmingi af lífeyri sínum úr lífeyrirsjóði og síðan eru þessar lífeyrissjóðstekjur einnig skattlagðar.Því var lofað,að lífeyrir eldri borgara yrði leiðréttur 1.júlí sl. en ekkert hefur enn verið gert í því.Lífeyrir eldri borgara er skammarlega lágur.Þegar húsaleiga fyrir litla 2ja herbergja íbúð er komin yfir l00 þús. á mánuði sést hvílík hungurlús það er sem eldri borgurum er skömmtuð'.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Fylgi nýja meirihlutans ekki meira en þess eldri
Í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, kemur fram að 26,2% segjst styðja nýjan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur. Er þetta álíka stuðningur og meirihluti D- og F-lista naut þegar hann var myndaður í janúar. 73,8% segjast ekki styðja meirihlutann.
Í könnuninni var spurt um fylgi flokka. 46,8% sögðust myndu kjósa Samfylkingu ef kosið væri nú, 27,9% Sjálfstæðisflokk, 17,7% VG, 4,5% Framsóknarflokk og 3,4% F-lista. Samkvæmt því fengi Samfylking 8 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 4 og VG 3.
Hringt var í 600 Reykvíkinga í gær. 89% tóku afstöðu til spurningar um meirihlutann og 55,5% til spurningar um einstaka flokka. (mbl.is)
Samkvæmt þessu hefur fylgi íhaldsins í Rvk. ekkert aukist við að sparka Ólafi og og taka Óskar Bergsson,Framsókn,í staðinn. Fylgið er óbreytt.Reykvíkingar hafa fengið nóg af þessu valdabrölti. Þeir virðast treysta Samfylkingunni best til þess að taka við stjórn borgarinnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |