Geir og Ingibjörg Sólrún tala fyrir kosningu Íslands í Öryggisráðið

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra munu tala fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í New York þessa vikuna. Þar fer nú fram svonefnd ráðherravika allsherjarþings SÞ, dagana 22. - 27. september, en allsherjarþingið sjálft verður sett á morgun í 63. skiptið. 

Þar munu ráðherrarnir hitta þjóðarleiðtoga og aðra ráðamenn sem sækja þingið. Á föstudaginn mun forsætisráðherra flytja aðalræðu fyrir Íslands hönd og funda eftir það með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ.  Hann mun einnig leiða fund smærri ríkja um nýjar umhverfisógnir, miðvikudaginn 24. september og verður þann sama dag heiðursgestur við lokunarathöfn verðbréfamarkaðar NASDAQ.
Þá mun forsætisráðherra ávarpa fund um framkvæmd Þúsaldarmarkmiða SÞ fimmtudaginn 25. september og eiga fundi með fulltrúum úr viðskiptalífi og háskólum.(mbl.is)

Horfur á að Ísland vinni sæti í Öryggisráðinu eru góðar. Verður það mikill heiður fyrir Íslands,ef það fær sæti í ráðinu.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Tala fyrir framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrir aldraðra hefur hækkað um 18,54%-lágmarkslaun um 16%

Lífeyrir aldraðra hefur hækkað um 18,54% sl. 12 mánuði ( uppbót á eftirlaun meðtalin).En lágmarkslaun hafa hækkað um 16%.Fram til september var hækkunin mikið minni,þar eð uppbótin  á eftirlaun var ekki talin með tryggingabótum fyrr en reglugerðin um lágmarksframfærslutryggingu var gefin  út. Verðbólgan er 14,5% sl. 12 mánuði.´Kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur því aukist um  4 %

Björgvin Guðmundsson


Aðgerðir í USA höfðu áhrif á Íslandi

Aðgerðir bandarískra stjórnvalda til þess að spyrna fótum við kreppunni sem ríkir á fjármálamörkuðum hafa haft góð áhrif á fjármálamarkaði heims, þar á meðal þann íslenska. Spurningin er hins vegar hversu lengi munu aðgerðirnar hafa jákvæð áhrif, segir í grein sem birtist á vef Wall Street Journal í dag undir fyrirsögninni Fárviðri á fjármálamarkaði nær til Íslands, eða „Financial Storm Reaches Iceland".

Segir í greininni að stjórnvöld á Íslandi og eftirlitsaðilar á fjármálamarkaði hafi alltaf trúað því staðfastlega að íslenska hagkerfið væri nægjanlega sterkt til þess að standa af sér niðursveilu þá sem ríkir á mörkðum heims, jafnvel þó að krónan hafi látið undan árásum og bankarnir hafi þurft að greiða hátt verð fyrir lánsfé.

Hins vegar hafi sú mikla þensla sem einkennt hefur íslenskt athafnalíf inn á erlenda markaði og ójafnvægi í vöruskiptum, sem sýni að Íslendingar, lifi umfram efni, haft þau áhrif að Ísland virki „eitrað" í hvert skipti sem alþjóðlegir markaðir ganga í gegnum erfiðleika.

Kemur fram í greininni að frá því erfiðleikarnir hófust á lánsfjármarkaði sumarið 2007 hafi krónan fallið mjög gagnvart evru. Skuldatryggingaálag íslensku bankanna hafi rokið upp úr öllu valdi og hafi nú farið yfir 10% úr því að vera 1% síðasta sumar. Áhrifa af boðuðum aðgerðum bandarískra stjórnvalda á föstudag hafi skilað sér strax inn á íslenskan markað þar sem krónan hafi styrkst um 3% gagnvart evru og 2% gagnvart Bandaríkjadal á meðan litlar breytingar urðu á skuldatryggingaálagi íslensku bankanna.

Í grein WSJ er haft eftir Lars Christensen, sérfræðingi hjá Danske Bank, að í ljós eigi eftir að koma hvort boðaðar aðgerðir endurveki traust á fjármálamörkuðum heims en í löndum eins og Íslandi, Tyrklandi, Suður-Afríku og Ungverjalandi, skipti skuldastaðan einnig miklu.

Eftir mikinn vöxt í nokkur ár vakti orðrómur um stöðutöku vogunarsjóða gagnvart íslensku krónunni efasemdir meðal fjárfesta, samkvæmt grein WSJ. Þar er einnig fjallað um þá miklu verðbólgu sem ríki á Íslandi og háa stýrivexti. Samspil verðhækkana og mjög harðrar peningamálastefnu hafi valdið neytendum erfiðleikum á sama tíma og bankarnir glími við verra aðgengi að lánsfé.

 

Björgvin Guðmundsson

 

J


Unga fólkið á erfitt með að fá húsnæði

Ríflega þriðjungur fólks á aldrinum 18-35 ára er þeirrar skoðunar að hátt húsnæðis- og leiguverð sé helsta vandamálið sem mæti ungu fólki sem er að flytja að heiman og stofna fjölskyldu. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Alþýðusamband Íslands fyrr í sumar. Þótt möguleikarnir sem ungu fólki standa til boða í dag séu meiri en nokkru sinni blasir við að dýfan í efnahagslífinu kemur hvað verst við þennan hóp landsmanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ASÍ hefur ákveðið að beina sjónum hreyfingarinnar sérstaklega að stöðu og hlutverki ungs fólks í samfélaginu og á vinnumarkaði á ársfundi ASÍ í næsta mánuði. Unnin hafa verið drög að stefnu launþegasamtakanna í málefnum ungs fólks og gerðar eru tillögur um umbætur.

Í fyrrnefndri könnun kom í ljós að tæplega 60% svarenda í hópi unga fólksins (18-35 ára) segja að fjárhagsvandamál og mikil útgjöld séu helsta vandamálið. Fer vart á milli mála að stór hluti þessa hóps hefur þar í huga fjárhagsvanda og útgjöld vegna hás húsnæðiskostnaðar, en erfiðleikarnir sem blasa við ungu fólki, ekki síst barnafólki, blasa við á fleiri sviðum. Í drögunum sem ASÍ hefur unnið er einnig sagt frá því að rúmlega helmingur fólks á aldrinum 18-35 ára telur að greiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu dragi úr aðsókn ungs fólks að þjónustunni.

„Það er ekki síst kostnaður vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga s.s. vegna tannlækninga, lyfja og sjón- og heyrnartækja sem getur verið umtalsverður. Þá hefur kostnaður barnafjölskyldna í grunnskólanum aukist mikið og er staðan nú víða sú að kostnaður er svipaður fyrir leikskólapláss og mat og síðdegisgæslu í neðstu bekkjum grunnskólans,“ segir í umfjölluninni.(mbl.is)

Það er vel til fallið að ASÍ skuli ætla að taka sérstaklega fyrir  stöðu ungs fólks í samfélaginu á ársfundi sínum í næsta mánuði.Fyrrnefnd könnun var gerð fyrri hluta sumar. Má reikna með  ástandið í húsnæðismálum ungs fólks hafi enn versnað síðan þá.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Kreppir að fjárhag unga fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendur aðili kaupir hlut í Kaupþingi fyrir 25,6 milljarða

Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani hefur keypt 5,01% hlut í Kaupþingi. Er það fjárfestingafélag í hans eigu sem kaupir hlutinn, alls 37,1 milljón bréfa á genginu 690 krónur á hlut. Kaupverðið er því 25.599 milljónir króna. Með kaupunum verður hann þriðji stærsti hluthafinn í bankanum. Mohammed tilheyrir konungsfjölskyldunni í Qatar sem hefur verið við völd í landinu frá níundu öld, að því er kemur fram á vef Kaupþings.

Félagið sem kaupir í Kaupþingi heitir  Q Iceland Finance ehf. og er það að fullu í  eigu Mohammed Bin Khalifa Al-Thania. Er haft eftir honum í tilkynningu að fylgst hafi verið náið með Kaupþingi í einhvern tíma og þeir telji Kaupþing góðan fjárfestingakost. Staða bankans sé sterk og að stjórnendateymi bankans og stefna hans hafi staðið sig vel í því ölduróti sem einkennir fjármálamarkaði nú. Litið sé á fjárfestinguna í Kaupþingi sem langtíma fjárfestingu.

Þetta er ekki fyrsta fjárfesting Mohammed Bin Khalifa Al-Thania í íslensku félagi en í sumar keypti fjárfestingafélag í hans eigu 12,6% hlut í Alfesca. Þegar tilkynnt var um þau kaup kom fram að sjeikinn, sem er bróðir emírsins í Katar, sé vinur Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Alfesca en þeir hafi stundað veiðar saman í Afríku.

Annar stærsti hluthafinn í Kaupþingi er Egla með 9,88% hlut. Ólafur Ólafsson er einn aðaleigandi Eglu, félags sem var stofnað í kringum sölu ríkisins á Búnaðarbankanum.(mbl.is)

Þessi erlenda fjárfesting í bankanum mun styrkja bankann og væntanlega hækka hlutabréf bankans. Þetta sýnir að erlendir fjárfestar hafa trú á bankanum.Þetta er mjög mikils virði einmitt nú þegar bankar og fjármálastofnanir eiga í erfiðleikum,einkum að því er varðar að fá erlent lánsfé.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Sjeik kaupir 5% í Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleysismörk hækka- tekjutengingar í tryggingakerfinu minnka

Ingibjörg Sólrun,formaður Samfylkingarinnar,flutti mikla ræðu á flokksstjórnarfundi sl. laugardag. Hún ræddi m.a. velferðarmálin og sagði:

Ekki má  gleyma því að í tilefni af gerð kjarasamninga síðastliðið vor, ákvað ríkisstjórnin að draga verulega úr skattlagningu launafólks en þær aðgerðir munu koma til framkvæmda á næstu þremur árum. Þetta var gert með því að hækka persónuaflsátt um 7 þúsund krónur umfram almenna verðuppfærslu og hækka skerðingarmörk barnabóta verulega. Þetta þýðir að skattleysismörk munu að öllum líkindum hækka úr 95 þúsund krónum í 113 þúsund á næsta ári og vera komin í 139 þúsund árið 2011.

Barnabætur munu einnig hækka umtalsvert og hækkun húsaleigubóta og vaxtabóta hefur þegar komið til framkvæmda.

1. júlí síðastliðinn fengu öryrkjar mikilvæga bót á sínum högum þegar frítekjumörk öryrkja og öryrkjauppbót hækkuðu verulega. Jafnframt er verið að vinna breytingar á reglum um örorkumat og er gert ráð fyrir því að þær verði tilbúnar um áramótin.

Í sumar voru gerðar mikilvægar breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem tryggja foreldrum aukin réttindi og svigrúm til fæðingarorlofs.

Ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um uppbyggingu 400 nýrra hjúkrunarrýma og 380 annarra til að vinna á biðlistum og fækka verulega þeim ríflega 800 fjölbýlum aldraðra víða um land, þar sem aldraðir hafa þurft að sæta þeim afarkostum að deila herbergi með ókunnugum. Þar með er komið á framkvæmdastig mikilvægt mannréttindamál og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.

Í þessari viku kynntum við lágmarksframfærslutryggingu fyrir lífeyrisþega þar sem þeim eru tryggðar að lágmarki 150 þúsund krónur á mánuði. Þar með hafa lágmarkstekjur lífeyrisþega hækkað um 19% á undanförnum 9 mánuðum og hafa ekki verið hærri í 13 ár. Þessar aðgerðir koma í kjölfar verulegrar hækkunar á frítekjumarki vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega, 67-70 ára. Að auki fengu aldraðir sem fá minna en 25 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði sérstaka kjarabót.

Fyrr á árinu var bundinn endir á óréttlæti sem lengi hefur verið gagnrýnt, þegar hætt var að skerða bætur almannatrygginga vegna tekna maka. Vasapeningar til hjúkrunarsjúklinga hækkuðu um tæplega 30%, skerðingarhlutfall ellilífeyris lækkaði og frítekjumark hækkaði svo eitthvað sé nefnt.(S-vefur)

Það hefur vissulega miðað verulega áleiðis einkum í því efni að draga úr tekjutengingum,sem kemur  þeim vel,sem eru á vinnumarkaðnum.Afnám  tekjutengingar vegna tekna maka er stór áfangi og kemur þeim vel,sem eru í hjónabandi.Ég hefi gagnrýnt,að þeir hafa setið eftir,sem hættir eru að vinna.Reglugerð um  150 þús.kr. lágmarksframfærslutryggingu gagnast þeim en skrefið er mjög stutt.Þetta er fyrir skatta.Eftir skatta eru þetta 130 þús. á mán. Það lifir enginn sómasamlegu lífi af því.Þetta er varla fyrir húsnæði,mat og fatnaði. Eiga eldri borgarar ekki að geta lifað með reisn og veitt sér eitthvað.Eiga þeir ekki að geta hreyft sig á milli. Þetta er skammarlega lágt í einu ríkasta þjóðfélagi heims.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Unga fólkið vill,að útlendingar hafi lægri laun!

Ríflega þriðjungur svarenda á aldrinum 18 til 35 ára í könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir ASÍ telur eðlilegt að Íslendingar njóti betri kjara á vinnumarkaði en fólk af erlendum uppruna. Þessi niðurstaða stingur í stúf við önnur svör sem leiddu m.a. í ljós að langflestir töldu að ASÍ ætti að leggja áherslu á launa-, jafnréttis- og mannréttindamál í starfi sínu.

„Þetta er verulegt áhyggjuefni,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, um afstöðu fjölda svarenda til launakjara erlendra starfsmanna. „Það skiptir mjög miklu máli að missa ekki dampinn í umræðunni um „Einn rétt og ekkert svindl“ sem var yfirskrift hennar á sínum tíma. Þessi viðhorf gefa fullt tilefni til að velta því fyrir sér hvað þetta unga fólk er að hugsa.(mbl.is)

Þessi niðurstaða bendir til fáfræði unga fólksins. Það gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því,að útlendingar sem vinna hér eiga að vinna samkvæmt íslenskum samningum.Margir  atvinnurekendur hafa leikið þann leik að borga útlendingum lægri laun en Íslendingum. Með því eru þeir að fara á svig við samninga. Þessi framkvæmd er svo algeng,að margir Íslendingar telja sjálfsagt,að útlendingar hafi lægri laun. Það þarf að stórauka fræðslu um þessi mál.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Telja eðlilegt að útlendingar séu með lakari laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúli Thor: Davíð verður að víkja

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar segir að ummæli Davíðs Oddsonar í viðtali á Stöð 2 á fimmtudag séu ekki samboðin seðlabankastjóra. Hann segir einnig að eigi krónan að eiga möguleika til framhaldslífs verði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum. Í viðtalinu talaði Davíð meðal annars að hörð atlaga væri gerð að krónunni, sem sé afskaplega ógæfuleg og óskiljanleg. Hana geri lýðskrumarar af versta tagi sem hann hafi skömm á og fyrirlitningu.

Í Silfri Egils í dag sagði Árni Páll ljóst að framganga seðlabankastjóra ætti að vera til fyrirmyndar og til samræmis við stefnu bankans. Að mati Árna eru ummæli Davíðs í viðtalinu ekki samboðin seðlabankastjóra „sem á að vinna í lýðfrjálsu ríki að framkvæmd peningamálastefnunnar."

Hann sagði einnig að ekki væri hægt að afgreiða alla þá menn sem hafa velt upp spurningum um framkvæd stefnunnar sem lýðskrumara. „Mér finnst ekki málefnalegt að nálgast málið með þessum hætti," sagði Árni.

Þingmaðurinn sagðist sammála Geir H. Haarde um nauðsyn þess að endurmeta peningastefnuna og hann bætti því við að ef krónan eigi að eiga möguleika á að lifa af sem sjálfstæður gjaldmiðill þá verði að skipta um áhöfn í Seðlabankanum.( visir.is)

Skúli  Thoroddsen framkvæmdastjóri  Starfsgreinasambandsins sagði,að peningamálastefna Seðlabankans hefði mistekist og áhöfnin yrði að víkja. Davíð yrði að fara.

 

Björgvin Guðmundsson

t


Sagan af 25 þús. krónunum

Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti,að  þeir eldri borgarar,sem ekki væru í lífeyrissjóði ættu að  fá 25 þús. kr. á mánuði sem ígildi lífeyrissjóðsgreiðslna.Þetta var ágætt skref og vel meint en ljóst,að allt væri komið undir framkvæmdinni. Hinn 1.júlí tók framkvæmd á þessu gildi.Ákveðið  var að umræddar 25 þús. kr. yrðu greiddar af fjármálaráðuneytinu og að þær mundu valda skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Þessu mótmælti Landssamband eldri borgara  og vildi ,að þetta yrði greitt út hjá TR  eins og annar lífeyrir almannatrygginga. 60+ í Samfylkingunni var sammmála skoðun LEB.60+ samþykkti,að umræddar 25 þús. kr. yrðu hækkun á lífeyri aldraðra frá TR. Þá hefði engin skerðing orðið. Ríkisstjórni  vildi ekki samþykkja þessa framkvæmd. Hún vildi,að 25 þús. krónurnar sættu skerðingu og raunar sköttum einnig.

Með því,að  lífeyrisþegar fengu ekki sömu hækkun og lægst launaða verkafólk í feb. sl. fengu aðeins 7,4% hækkun ,þegar lágmarkslaun hækkuðu um 16%  þá lækkaði lífeyrir sem hlutfall af lágmarkslaunum frá því í fyrra,þ.e. fór úr 100% hlutfalli í 94% af lágmarkslaunum.Hér skipti auðvitað máli,  (eftir 1.júlí) að 25 þús kr. voru ekki lífeyrir frá TR heldur uppbót sem fjármálaráðherra greiddi.Úr þessu var bætt  með reglugerð félagsmálaráðuneytis,sem ákvað,að 25 þús. krónurnar skyldu teljast með tryggingabótum,þegar metin væri lágmarksframfærslutrygging  aldraðra.Eftir útgáfu reglugerðarinnar  fór lífeyrir aldraðra í 103% af lágmarkslaunum þó lífeyrir væri aðeins hækkaður um 1484 kr. á mánuði.

Það skiptir eldri borgara engu máli  hvað stjórnvöld kalla greiðslur til þeirra. Það sem skiptir aldraða máli er hvað þeir fá í vasann. Og nú fá þeir 130 þús. eftir skatta  ( einhleypingar) Af þessu eiga þeir að lifa.Það er erfitt.

 

Björgvin Guðmundsson


Evra án aðildar að ESB?

Mikilvægt er að fá fast land undir fætur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í pallborðsumræðum á flokksstjórnarfundi flokksins. Hún telur að reyna eigi á upptöku evru, án aðildar að Evrópusambandinu. Hún vill að athugun verði gerð fljótt og vel, svo óvissan hangi ekki yfir.


Ásamt Ingibjörgu ræddu málin Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, og Jónas Haralz, hagfræðingur. Vilhjálmur og Gylfi sögðust báðir vilja athuga með upptöku evru, og sögðust ekki líta á það sem skammtímalausn. Jónas vill hins vegar ganga skrefinu lengra.

Hann telur ekki útséð með hvort Íslendingar geti tekið upp evru – án aðildar að ESB – án þess, að láta reyna á fulla aðild. „Ef við viðræðurnar kemur í ljós, að það eru vankantar á aðild fyrir okkur myndi ég telja að ESB væri fúst til finna einhverja leið fyrir okkur,“ sagði Jónas og einnig að þær ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því, að Íslendingar eigi ekki að ganga í ESB séu tilbúningur. Þessu voru aðrir þátttakendur ósammála.

Gylfi sagði ljóst að þörf væri á, að kasta akkeri inn í framtíðina svo þjóðin geti dregið sig til baka úr erfiðleikunum í efnahagslífinu. Hann sagði ljóst að fyrirkomulag peningamála hefði ekki lagt grundvöll að stöðugleika, og hann vilji ekki reyna selja félagsmönnum sínum, árið 2010, að hægt sé að halda stöðugleika með krónuna sem gjaldmiðil. Hann tók fram að ASÍ hafi ekki ályktað um gjaldmiðilsmálin en búist er við að niðurstaða innan sambandsins fáist fyrir ársfund.

Jónas sagði, að peningamálastefna Seðlabankans hafi mistekist og sagði enga erlenda sérfræðinga þurfa til að greina frá því. Hann vill hins vegar að Seðlabankinn birti eigið mat á því hvernig bankinn telji að tekist hafi til.(mbl.is)

Athyglisvert er hve margir vilja athuga með upptöku á evru án aðildar að ESB. Segja má,að það sé að verða ríkjandi skoðun að athuga þann kost.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Eyða þarf óvissu um evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband