Mánudagur, 15. september 2008
Aldraðir: Kjaramálin hafa orðið útundan
Ásta Möller,alþingismaður,skrifar grein í Mbl. í dag og rekur afrek stjórnvalda
i þágu eldri borgara.Talar hún í því sambandi bæði um fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi
stjórn.Geir Haarde forsætisráðherra vék einnig að aðgerðum ríkisstjórnar
i þágu aldraðra í Silfri Egils í gær. Ásta talaði mikið um fjölgun hjúkrunarrýma ög aukna heimahjúkrun í grein sinni.Það er gott og blessað. Að vísu er fjölgun hjúkrunarrýma á þessu kjörtímabili fyrst og fremst áætlun enn sem komið er sem ekki er enn komin til framkvæmda.En látum það vera. Það er búið að ákveða byggingu hjúkrunarrýma og það er vel.En það,sem hefur orðið útundan í málefnum aldraðra eru kjaramálin. Það er ekkert farið að leiðrétta lífeyri aldraðra enn og þó er stjórnin búin að sitja í 16 mánuði.Það hafa engar almennar ráðstafanir í kjaramálum verið gerðar,þ.e. ráðstafanir,sem kæmu öllum öldruðum til góða.Það hefur verið dregið úr tekjutengingum og það gagnast þeim,sem eru á vinnumarkaði en ekkert hefur verið gert fyrir þá,sem eru hættir að vinna.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 14. september 2008
Óviðunandi framkoma við hælisleitendur
Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran, hefur setið fyrir utan
lögreglustöðina í Reykjanesbæ í mótmælaskyni í rúman sólarhring. Hann varð eftir við stöðina í gær er fjöldi annarra mótmælenda sýndu andúð sína á aðferðum lögreglunnar við húsleit.
Við settum þetta upp svo það yrði ekki keyrt á hann, því það munaði nú litlu," sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum er hann var inntur eftir útskýringu á umferðarkeilunni sem sést á myndinni.
Lögreglan bauð Rahmanina mat í gær en hann þáði ekki og hefur ekki talað við lögreglumennina.
Hann situr bara þarna og talar öðru hvoru í símann," sagði varðstjóri.
Rahmanian sagði Fréttastofu Útvarpsins að hann færi fram á að fá aftur peninga, um 200 þúsund sem teknir voru af honum í húsleit. Hann hefur ekki neytt matar í tvo daga. (mbl.is)
Lögreglan ruddist inn til heilisleitenda,braut upp hurðar hjá þeim og dró þá hálfpartinnn fram úr rúmunum.Síðan lét hún greipar sópa hjá þeim og tók m.a. 200 þús. kr. hjá Rahmanina.Hvaða framkoma er þetta. Það er ekki unnt að meðhöndla alla heilisleitendur eins og glæpamenn vegna grunsemda um að einhver hafi brotið af sér.Það er ekki unnt að taka peninga af heilisleitendum,ef þeir hafa aflað þeirra á lögmætan hátt.Lögreglan verður að bæta fyrir þessa framkomu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hælisleitandi mótmælir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 14. september 2008
Ríkið þarf að stuðla að lækkun verðbólgunnar
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á opnum fundi í Valhöll í dag, að stærsta verkefnið um þessar mundir sé að ná verðbólgunni niður, hún væri óvinur heimilanna númer eitt og gerði fyrirtækjunum erfitt fyrir.
Geir sagði, að nýjar tölur frá Hagstofunni um hagvöxt sýndu, að Íslendingar væru ekki að upplifa þann samdrátt í efnahagskerfinu, sem menn spáðu. Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum væri það kreppa þegar hagvöxtur væri neikvæður í tvo ársfjórðunga. Samkvæmt þessu er ekki rétt að
tala um kreppu hér á landi," sagði Geir.
Hann sagði, að upplifun almennings byggðist þó ekki á alþjóðlegum hagfræðiskilgreiningum heldur því hvernig verðlag og verðbólga hafi þróast. Geir sagði, að r íkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að ná niður verðbólgunni og flestum bæri saman um að hún muni lækka hratt með haustinu. Hins vegar yrði mótvindur áfram.(mbl.is)
Ég er sammmála Geir um það að brýnasta verðefnið nú er að ná niður verðbólgunni.Háir stýrivextir Seðlabankans virðast ekki gagnast í því verkefni.Þar þarf eitthvað fleira að koma til.Ef til vill þarf ríkisstjórnin að lækka tolla til þess að auðvelda baráttuna við verðbólguna,t.d þarf að lækka gjöld af bensíni og lækka þarf eða afnema vörugjöld og tolla af innfluttum landbúnaðarvörum.Síðast en ekki síst þarf ríkið að stuðla að sátt milli aðila vinnumarkaðarins
Björgvin Guðmundss.
![]() |
Ekki rétt að tala um kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 13. september 2008
Tekjur úr lífeyrissjóði skerði ekki lífeyri frá almannatryggingum
Fyrir síðustu kosningar barðist Samfylkingin fyrir því að sett yrði 100 þús. kr. frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur og atvinnutekjur.Hálfur sigur hefur unnist í þessari baráttu. Komið er 100 þús.kr. frítekjumark fyrir atvinnutekjur en ekki fyrir lífeyrissjóðstekjur.Þessu þarf að breyta strax. Það er jafnvel enn mikilvægara að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna.Fleiri eldri borgarar eru í lífeyrissjóði en á vinnumarkaði en auk þess er það réttlætismál að menn haldi lífeyrisssparnaði sínum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Ljósmæður fái sömu laun og aðrir háskólamenntaðir menn með sambærilega menntun
Engin niðurstaða fékkst á fundi fulltrúa ljósmæðra og fjármálaráðuneytisins í dag. Verkfall ljósmæðra stendur því áfram til miðnættis. Nýr fundur er boðaður klukkan 13 á mánudag og leysist deilan ekki hefst nýtt tveggja sólarhringa verkfall miðvikudaginn 17. september. (mbl.is)
Ljósmæður eru á lægra kaupi en hjúkrunarfræðingar enda þótt þær hafi 2 ja ára meiri menntun.Það gengur ekki. Ljósmæður vilja fá sömu laun og aðrir háskólamenntaðir menn hafa,sem eru með sambærilega menntun.Þetta eru sanngjarnar kröfur og það ætti að vera auðvelt fyrir ríkið að ganga að þeim.Í stjórnarsáttmálanum stendur að bæta eigi kjör kvennastétta. Í lögum stendur að greiða eigi sömu laun fyrir sömu vinnu án tillits til kyns.Ljósmæður hafa því allt með sér í þessari deilu,menntun,stjórnarsáttmálann,lögin um launajafnrétti og Jóhanna Sigurðardóttir,jafnréttisráðherra hefur lýst stuðningi við ljósmæður.Það verður því að semja strax.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Árangurslaus sáttafundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 12. september 2008
Á að herða reglur um innflytjendur?
Alger friður ríkir um flóttafólkið frá Palestínu,sem fengið hefur hæli á Akranesi. Fólkið er ánægt,það var tekið vel á móti því og þeir sem gerðu athugasemdir í upphafi hafa þagnað.Af og til blossar upp umræða um erlenda flóttamenn og erlent vinnuafl. Sumir vilja reyna að takmarka þennan straum fólks erlendis frá.Það er erfitt eða ókleift,þegar um fólk frá EES er að ræða. En vissulega gætum við hert reglur um aðra útlendinga,sem hingað koma.Það hefur t.d. komið hingað talsvert af fólki frá Asíu. En þetta hefur yfirleitt verið duglegt fólk,sem hefur auðgað mannlífið hér. Svo ég veit ekki hvort ástæða er til þess að takmarka straum innflytjenda frá Asíu eða löndum utan EES.En sjálfsagt er að athuga það. En reglum um frjálsa för fólks frá EES verður ekki breytt.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Kvótakerfið mesta ranglæti Íslandssögunnar.Brot á mannréttindum
Föstudagur, 12. september 2008
Er verið að blekkja eldri borgara?
Fyrir síðustu alþingiskosningar lögðu stjórnarflokkarnir mikla áherslu á það,að kjör eldri borgara yrðu bætt verulega með hækkun lífeyris.Samfylkingin barðist fyrir því,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður svo hann dygði fyrir framfærslukostnaði miðað við neyslukönnun Hagstofunnar.
Miðað við umræðuna um kjör eldri borgara mætti ætla,að ríkisstjórnin hefði verið að framkvæma framangreind kosningaloforð.Ríkisstjórnin hefur sagt,að hún hafi verið að bæta kjör aldraðra stórkostlega.Umbæturnar hafi kostað mikla fjármuni.En hvað hefur verið gert? Jú,það hefur verið dregið úr tekjutengingum,dregið úr skerðingum.Kerfið hefur verið með þeim sérkennilega hætti,að þegar eldri borgari hefur fengið greiddan lífeyri úr lífeyrissjóði,sem hann hefur safnað í,sparað í,alla æfi,hefur lífeyrir hans frá almannatryggingum verið skertur á móti.Og hið sama hefur gerst,þegar eldri borgari hefur haft atvinnutekjur.Þá hefur lífeyrir hans frá TR verið skertur vegna atvinnuteknanna.Nú þegar dregið er úr þessum skerðingum segir ríkisstjórnin,að hún sá að hækka lífeyri aldraðra.Það er verið að minnka skerðingar en það er ekki verið að hækka lífeyri til allra eldri borgara eins og lofað var.Það er blekking,þegar hamrað er á því að það sé verið að bæta kjör aldraðra einhver ósköp með því að draga úr skerðingum,sem aðeins gagnast minnihluta eldri borgara,ca. 1/3. Kjarabætur til aldraðra eiga að koma öllum eldri borgurum til góða en ekki hluta þeirra.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Gylfi og Ingibjörg keppa um ASÍ
Tveir frambjóðendur keppa um forustu í ASÍ,þau Gylfi Arnbjörnsson,framkvæmdastjóri og Ingibjörg Guðmundsdóttir,varaforseti ASÍ. Ég treysti mér ekki til að segja hvort þeirra yrði betri forseti. Gylfi er embættismaður hjá ÁSÍ og hefur því sama bakgrunn og t.d. Ásmundur Stefánsson,sem varð forseti. Ingibjörg er kjörinn fulltrúi og kemur úr VR.Bæði hafa nokkuð til síns ágætis. Þau eru lík að því leyti að þau eru hvorug harðir baráttumenn. Þau eru bæði varfærin og vilja undirbúa mál vel en það vantar neistann hjá báðum. Harðir baráttumenn eru orðnir fáir enda er allur kraftur úr verkalýðshreyfingunni.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 12. september 2008
Ágúst Ólafur ánægður með sjúkratryggingarlögin
![]() |
Ég er mjög ánægður með þessi nýju lög um Sjúkratryggingarstofnun sem eru í fullkomnu samræmi við stefnu Samfylkingarinnar, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður heilbrigðisnefndar alþingis, í samtali við S-vefinn eftir að lögin um sjúkratryggingarnar voru samþykkt í gær. Þarna er tryggt að aðgangur að heilbrigðisþjónustunni verði óháður efnahag, bannað verður að kaupa sig fram fyrir röðina og engar nýjar gjaldtökuheimildir er þar að finna. Þessi lög innihalda enga einkavæðingu, og þau takmarka til dæmis möguleika lækna að vera utan samninga sem hlýtur að vera fagnaðarefni allra jafnaðarmanna. (S-vefur)
Það kom fram á alþingi,að Samfylkingin styður sjúkratryggingarlögin. Ég er hins vegar ekki ánægður með þau. Það er verið að veikja almannatryggingar og taka sjúkratryggingar og slysatryggingar frá og setja í nýja stofnun. Það er verið að færa heilbrigðisráðherra í gegnum þessa nýju stofnun möguleika á því að setja meira í heilbrigðisþjónustu í hendar einkaaðila.En ég fagna því,að Samfylkingin skuli hafa tryggt að allir sjúklingar njóti heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags.
Björgvin Guðmundsson
1