Færsluflokkur: Bloggar

Bjarni ætlaði að sniðganga forseta Íslands!

Það vakti athygli,þegar Bjarni Benediktsson fráfarandi forsætisráðherra var að tala á blaðamannafundinum í gær,að hann minntist ekki á forsetann, þegar hann var að tala um þingrof.Hann sagði: Ég ætla að láta kjósa.Hann talaði ekki einu sinni um, að hann ætlaði að leggja þá tillögu fyrir forsetann.Sigmundur Davíð var gagnrýndur fyrir að hafa ætlað að fá heimild Ólfs Ragnars fyrir þingrofi og Ólafur Ragnar sagði,að Sigmundur Davíð hefði verið með skjalatösku með sér.Ólafur Ragnar gaf sér að plagg um þingrof hefði verið í töskunni! Sigmundur Davíð lagði hins vegar aldrei fram neitt plagg um þingrof. En Bjarni Ben gengur feti framar en Sigmundur Davíð,þar eð hann tilkynnir þingrof án þess að leggja það fyrir forsetann.Það er hins vegar óheimilt að rjúfa þing, ef meirihluti er þar fyrir annarri ríkisstjórn.Bjarni Ben kannaði aðeins meirihlutastjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins en hann kannaði að sjálfsögðu ekkert hvort  stjórnarandstaðan og samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins gætu myndað meirihlutastjórn. En forsetinn sá við  Bjarna,þar eð hann boðaði alla leiðtoga stjórnmálaflokkanna á þingi til Bessastaða  í dag. Þannig mun forsetinn komast að  raun um það hvort annar meirihluti er í spilunum á þingi.Gott framtak hjá forseta.

Björgvin Guðmundsson

 


Hver er framtið lífeyrissjóðanna?

 

 

Mikil umræða á sér alltaf stað um lífeyrissjóðina. Þegar farið var að skerða lífeyri sjóðfélaga hjá almannatryggingum varð mikil óánægja með lífeyrissjóðina,þar eð sjóðfélagar töldu, að þeir ættu að fá lífeyri frá almannatryggingum óskertan,þegar þeir komust á eftirlaunaaldur.Þeir bentu á, að þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir hefði verið gert ráð fyrr því, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við lífeyrissjóðina.Sjóðfélögum finnst því, að þeir hafi verið sviknir.

Óánægja meðal eldri borgara,sem greiða í lífeyrissjóði hefur verið að magnast undanfarin ár. Það var alþingi,stjórnmálmennirnir,sem tóku ákvörðun um að skerða tryggingalífeyri vegna greiðslna í lífeyrissjóði.En í hita umræðunnar hefur óánægjan bitnað meira á lífeyrissjóðunum sjálfum.Lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög öflugir.Hrein eign sjóðanna nemur orðið  nokkuð yfir 3 þúsund milljörðum króna.Það er gífurlega sterk efnahagsheild. Sjóðirnr hafa fjárfest í mörgum fyrirtækjum innan lands og nú er á ný einnig leyfilegt að fjárfesta erlendis.

Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minnni, að skerðing tryggingalífeyris hjá TR verði með öllu afnumin.Ég tel hættu á,að  lífeyrisjóðskerfið springi ef skerðingin verði ekki afnumin.Það gæti komið að þvi,að launþegar neituðu að greiða i lífeyrissjóðina. Ég tel einnug nauðsynlegt að kosningu stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum verði breytt.Í dag skipa eða kjósa aðilar vinnumarkaðarins stjórnarmennina. Ég tel, að sjóðfélagar eigi sjálfir að kjósa stjórnarmennina beinni kosningu.Hugmyndir hafa verið uppi um að fækka ætti lífeyrissjóðunum,þe steyoa einhverjum  þeirra saman. Ég er ekki sannfærður um, að það væri til bóta. Það mætti að vísu spara yfirstjórnunarkostnað með því að sameina einhverja sjóði. En ég er alveg andvigur því að sameina alla lífeyrissjóðina í einn sjóð. Slíkur samruni mundi aðeins auðvelda rikinu að læsa klónum í lífeyrissjóðina og hugsanlega að yfirtaka þá. Slíkt kemur ekki til greina.

Björgvin Guðmundsson


Íslendingar aðeins hálfdrættingar á við hinar Norðurlandaþjóðirnar í lífeyrismálum aldraðra

 

Ríkisstjórnin er búin að vera við völd í 8 mánuði.Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum.Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert.Ríkisstjórnin hefur ekki gert eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu  tímabili.Þvert á móti: Hún hefur gert það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum.Og raunar hefur hún gert það nær ókleift.

Það hefði verið eðlilegt,að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja.En það gerir hún ekki.Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggngum, sé  svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu hefur ríkisstjórnin ekkert gert til þess að hækka hann.Hún hefur haldið lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannað  þeim að  vinna.Hún torveldar þeim einng að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti;  fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri .Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði ;  ef  þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá  Tryggingastofnun umsvifalaust skertur.Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax  felldur niður.Það má því segja,að öldruðum séu allar bjargir bannaðar:Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara.

 

Margir telja,að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst.En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra  frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls.Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum  mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni.Ríkisstjórnin talar mikið um að  hún verji mörgum milljörðum til almannatrygginga.Það skiptir  litlu máli þó svo  væri á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu.Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár.Á hinum Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður.

 

Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða  til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu á hinum Norðurlöndunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn  meiri.Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna . Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri á hinum Norðurlöndunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði  í málefnum almannatrygginga  og  í  lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 


Orðsending félagsmálaráðherra til aldraðra: Þið hafið það ágætt!

Félagsmálaráðherra,Þorsteinn Víglundson,sendir öldruðum orðsendingu í dag í Fréttablaðinu.Hann segir: Þið hafið það ágætt,enda eruð þið í forgangi!Ráðherrann segir,að tekjur aldraðra hafi aukist um 24%  frá 2016 til 2017.En það rétta er,að lífeyrir þeirra,sem eru í hjónabandi,jókst um 6,5% við örlæti stjórnvalda um síðustu áramót!Þá hækkaði lífeyrir þeirra um 12 þúsund í 197  þúsund á mánuði.Laun ráðherra hækkuðu hins vegar um 45% og fóru í 1,8 milljónir á ári fyrir utan aukasporslur.Síðan segir ráðherra, að greiðslur vegna nýju laganna frá áramótum hækki um 24 milljarða 2016-2017 en það er einnig rangt. Þær hækka um 3,3 milljarða.Að lokum heldur ráðherra þvi einnig fram í umræddri grein,að það sé ekkert verra fyrir eldri borgara að vinna í dag en áður!

Í stuttu máli sagt: Ráðherra telur sig vita betur en eldri borgarar sjálfir hvernig kjör þeirra eru.Sennilega væri einfaldast fyrir hann að reyna a lifa einn mánuð á 197 þúsund kr á mánuði i stað 1,8 milljónum.Þá mundi hann komast að því hvernig er að lifa á lágmarkskjörum aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Kostnaðarauki við ný lög um almannatryggingar 3,3 milljarðar í ár

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar,einkum forsætisráðherra og félagsmálaráðherra,tala um að ríkisvaldið hafi látið tugi milljarða i almannatryggingar vegna nýrra laga um Tryggingastofnun en þau tóku gildi um síðustu áramót.Þetta er ekki rétt. Samkvæmt kostnaðarmati,sem fylgdi nýjum lögum um almannatryggingar, er áætlaður kostnaðarauki vegna nýju laganna 3,3 milljarðar á ári.Það er talsvert lægri tala en ráðherrarnir hafa verð að flagga.En aðalatriðið er,að lífeyrir á hvern aldraðan og öryrkja sé það hár,að hann dugi til framfærslu. Svo er ekki í dag. Ellilífeyrisþegi,sem er í hjónabandi og einungis hefur lífeyri frá TR, hefur aðeins 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn á þeirri hungurlús.Þessi nauma skömmtun er íslensku þjóðfélagi til skammar.

Björgvin Guðmundsson

 


4500 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga um síðustu áramót!

Eldri borgari nokkur,  um nírætt,  hringdi til mín nýlega. Hann kvaðst hafa greitt til almannatrygginga frá því hann var 16 ára gamall,fyrst tryggingagjald og síðan í formi skatta.Hann kvaðst því telja,að hann ætti nú rétt á lífeyri frá almannatryggingum.En um síðustu áramót var grunnlífeyrir hans frá almannatryggingum strikaður út  eins og hjá ca 4500 öðrum eldri borgurum.Hann kvaðst telja,að það stæðist ekki. Ég er sammmála því.Það eiga allir rétt á lágmarkslífeyri ( grunnlífeyri) frá almannatryggngum eins og yfirlýst var þegar almannatryggngarnar voru stofnaðar en þá lýsti Ólafur Thors þá forsætisráðherra því yfir,að  almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags.

Björgvin Guðmundsson

 


Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga sjálfir að kjósa stjórnir þeirra!

Í dag er það svo,að aðilar vinnumarkaðarins kjósa eða skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.Það er  furðulegt fyrirkomulag.Ég tel,að sjóðfélagar eigi sjálfir að kjósa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.

Stjórnir lífeyrissjóðanna sæta mikilli gagnrýni í dag.Til dæmis er gagnrýnt hve há laun framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna hafa en þeir starfa á ábyrgð stjórnanna.Stjórnirnar hafa einnig mjög góð laun.Sjóðfélagar lífeyrissjóðs VR eru að meirihluta til lágtekjufólk.Flestir þeirra eru með laun á bilinu 3-400 þús.kr-800 þús kr. á mánuði en auk þess er um tiltölulega lítinn hóp yfirmanna á hærri launum að ræða.Óskiljanlegt er hvers vegna framkvæmdastjórar lífeyrissjóða lágtekjufólks þurfa að vera með himinhá laun,miklu hærri en ráðherrar hafa. Þetta er alger óráðsía,sem stjórnir lífeyrissjóðanna bera ábyrgð á.Laun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR munu vera 40 millj.kr á ári eða 3,3 milljónir kr á mánuði.Ráðherralaun eru 1.8 millj. kr. Rætt er um það nú að lækka laun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR í 1.7 millj kr. á mánuði.Ég tel það enn alltof hátt.Það er tími til kominn að stöðva óráðsíuna í lífeyrissjóðunum og ég tel að besta leiðin til þess sé sú að láta sjóðfélaga sjálfa taka við stjórn sjóðanna.

Björgvin Guðmundsson


Stórhækka á lífeyri aldraðra

 


 

Ríkisstjórn og alþingi eiga strax að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin á að samþykkja,að lífeyrir einhleypra aldraðra og öryrkja hækki  strax og alþingi kemur saman í 400 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt að lágmarki.Það þýðir ca. 305 þúsund kr eftir skatt.Þetta gildir fyrir þá, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ríkisstjórnin þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim,sem hafa góðan lífeyrissjóð eða háar aðrar tekjur, þar eð grunnlífeyrir hjá þeim var þurrkaður út um síðustu áramót.

LIFA EKKI Á HUNGURLÚSINNI!

Ástæðan fyrir því,að ég legg þetta til er augljós: Það er engin leið að lifa af þeirri hungurlús, sem fyrri ríkisstjórn (Bjarni og Eygló) skammtaði  öldruðum og öryrkjum.Þá fengu aldraðir í sambúð og hjónabandi 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En einhleypir fengu tæpar 230 þúsund  kr á mánuði eftir skatt. Það er spurning út af fyrir sig hvers vegna einhleypum og þeim sem voru í hjónabandi eða í sambúð var mismunað á þennan hátt. Og það er brot á  jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Lífeyrir einhleypra aldraðra og giftra aldraða á að vera sá sami.

ALGERAR LÁGMARKSAÐGERÐIR

Framangreindar aðgerðir,sem ég legg til fyrir aldraðra og öryrkja,eru algerar lágmarksaðgerðir.Velferðarþjóðfélag,þar sem allt flóir í peningum og öll eyðsla er í hámarki, getur ekki verið þekkt fyrir það, að halda kjörum  lífeyrisfólks niðri við um það bil 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Þetta er hlægileg upphæð, sem bannar öldruðum og öryrkjum að veita sér eitt eða neitt og setur það  í hættu, að þeir geti leyst út lyf sín og farið til læknis! Samhliða  naumri skömmtun á lífeyri hefur verið dregið úr húsnæðisstuðningi við aldraða og  öryrkja einmitt frá sama tíma og lífeyrir hækkaði  um hungurlús.Minni húsnæðisstuðningur kom því til frádráttar lífeyrishækkun og sléttaði hana alveg út hjá sumum.

LÍFEYRIR DUGI TIL MANNSÆMANDI LÍFS

Það á að mínu mati að vera fyrsta verk þingsins,þegar það kemur saman í haust,að samþykkja hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja í 400 þúsund kr á mánuði fyrir skatt. Ekkert er brýnna hjá þinginu.Þetta þýða 305 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einstaklingi.Þetta er aðeins hærra en lágmarkstekjur verkafólks eru.Það er í góðu lagi.Enda þótt lægstu launum verkafólks sé haldið niðri og þau séu of lág að mínu mati, réttlætir það ekki, að lífeyri  sé haldið jafnlágum. Aðalatriðið er,að lífeyrir og laun séu það há, að  dugi til þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af þeim greiðslum.

Björgvin  Guðmundsson

fyrrverandi borgarfulltrúi

Birt í Mbl.1.sept.2017

 

 

 

 

 

 


Úrskurður kjararáðs fyrirmynd nýrra kjarasamninga!

Síðast þegar verkalýðshreyfingin fór fram á verulegar launahækkanur,árið 2015,samdi hún í mai það ár um 14,5% hækkun lágmarkslauna.Aldraðir og öryrkjar voru þá eins og oftast áður skildir eftir.Þeir fengu aðeins 3% hækkun lífeyris allt árið.Nú hefur ASÍ boðað,að úrskurður kjararáðs  um launahækkanir verði fyrirmynd að kjarakröfum verkalýðshreyfingarinnar.ASÍ segir,að meðaltalshækkanir kjararáðs séu 31% og sú hækkun verði miðmiðun.Kjararáð hækkaði hins vegar einstakar stéttir svo sem sem þingmenn,ráðherra,forstöðumenn ríkisstofnana,formenn mikilvægra stjórnarstofnana og fleiri miklu meira eða allt upp í 55%.Þá hækkaði kjararáð marga þessara aðila afturvirkt allt upp í 1 1/2 ár.Hækkanir þær sem kjararáð úrskurðaði voru því miklu meiri en 31%.Krafa ASÍ um 31% hækkun verður því að teljast hógvær með hliðsjón af úrskurðum kjararáðs.Að þessu sinni verða aldraðir og öryrkjar að gæta þess að lífeyrir þeirra hækki nákvæmlega jafnmikið og kaup launþega eða að lágmarki um 31% og frá sama tíma og laun munu hækka.Aldraðir og öryrkjar þurfa því strax frá deginum í dag að vera á varðbergi og gæta þess að ekki verði níðst á þeim í launamálum eina ferðina enn.

Björgvin Guðmundsson


Tímabært að gerbreyta kjörum aldraðra til hins betra!

 

Hvað eiga eldri borgarar og öryrkjar, sem hafa eingöngu „strípaðan“ lífeyri frá TR,  að lepja  dauðann úr skel lengi? Ríkisstjórnin segir, að það sé góðæri í landinu. Alla vega er uppsveifla í efnahagslífinu.Gífurlegur ferðamannastraumur á stærsta þáttinn í þeirri uppsveiflu.Væri ekki rétt á meðan uppsveiflan er að koma lífeyrismálum aldraðra og öryrkja í viðunandi horf ? Ég tel svo vera. Notum uppsveifluna til þess að búa betur að öldruðum og öryrkjum.Hættum að láta lífeyrisfólk „lifa“ af 200 þúsund krónum á mánuði eftir skatt. Hækkum þá uphæð í 320 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það er lágmark til þess að geta  lifað mannsæmandii lífi.

Á næsta ári hækka lágmarkslaun á mánuði í 300 þúsund kr  fyrir skatt.Það er of lítið.Eldri borgarar og öryrkjar þurfa að hafa að lágmarki  400 þúsund fyrir skatt.Og að sjálfsögðu eiga lágmarkslaun að vera a.m.k .þessi fjárhæð.Telur einhver þetta of mikið til þess að lifa af? Nei, þetta er ekki of mikið.Þetta er aðeins brot af launum þingmanna, ráðherra og embættismanna.En ráðamenn í þessu landi vilja hafa mismunun í launum; þeir vilja hafa ójöfnuð í landinu.Ég er andvígur því.Ég vil stuðla að auknum jöfnuði  í þjóðfélaginu.Og ég tel, að launamismunur sé orðinn alltof mikill. Það þarf að draga úr honum á ný.Við höfum ekkert að gera við svona mikinn launamun; við höfum ekkert að gera við svona mikinn ójöfnuð,. 197 þúsund kr- 230 þúsund á mánuði eftir skatt eru þær uphæðir,sem ríkisvaldið skammtar eldri borgurum og öryrkjum,sem eingöngu hafa tekjur frá  TR.,eftir því hvort um gifta eða einhleypa er að ræða.Þetta eru skammarlega lágar upphæðir og furðulegt, að ríkisstjórn og alþingi láti sér sæma að skammta þeim lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja svo smánarlegar upphæðir.

 

Þeir eldri borgarar, sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði, eru lítið betur settir en þeir sem eingöng.u hafa tekjur frá almannatryggingum.Það er vegna skerðinganna.Kjör eldri borgara eru mjög misjöfn.Þeir eldri borgarar, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru yfirleitt mun betur settir en hinir sem búa i leiguhúsnæði eða skuldugu eigin húsnæði.

 

Ríkisvaldið fer illa með sína eldri borgara,sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Í stað þess, að þeir eigi áhyggjulaust ævikvöld kvíða margir þeirra morgundeginum vegna slæmra kjara.Er ekki kominn tími til þess að breyta þessu.Er ekki tímabært að gerbreyta kjörum eldri borgara; skapa þeim góð kjör á efri árum.Ég tel það.

 

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

Fréttablaðið 31.ágúst 2017

 

 

 

 

 

 

 v


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband